Feykir


Feykir - 04.01.1995, Blaðsíða 3

Feykir - 04.01.1995, Blaðsíða 3
1/1995 FEYKIR3 „Hermennirnir voru æstir og sumir drukknir" Segir Óskar Ö. Óskarsson, ungur Sauðkrækingur, sem var í Gambíu á liðnu sumri þegar byltingin var gerð Óskar að snæðingi ásamt Sainey Gibba afrískum sjálfboðaliða. Þeir eru að borða hrísgrjónarétt af sama disknum með höndunum eins og tíðkast á þessum slóðum. „Það var einstök upplifun að dvelja í þessu fjarlæga landi. Ég kynntist þarna og upplifði ýmsa hluti sem maður hafði ekki orðið vitni að annars staðar, eignaðist vini og kynntist fólki sem hafði öðruvísi lífssýn en maður sjálf- ur. Sjóndeildarhringinn víkkaði mjög og sjálf- sagt á maður eftir að njóta góðs af því þegar fram líða stundir“, segir Óskar Örn Óskars- son 21 árs Sauðkrækingur, sem í byrjun des- ember var kallaður heim frá sjálfboðaliðs- starfí í Gambíu, en stjórnmálaástand hefur verið mjög ótryggt í þessu vesturafríska ríki eftir að herinn rændi völdum þar á liðnu sumri. Aðspurður sagði Óskar um tildrög þess að hann réðst til sjáfboðaliðsstarfans, aó um síðustu áramót hefði hann rekist á auglýsingu í blaði þar sem auglýst var eftir fólki til sjálfboðastarfa fyrir íslenska Rauða krossinn í Vest- ur-Afríkuríkinu Gambíu, en Islandsdeildin styrkir Rauðakrossstarfið í Westem division héraðinu. „I framhaldi af þessari umsókn var ég boðaður á fimm daga námskeió, þar sem farið var yfir öll helstu at- riði um landió og starfið sem þar fer fram. Síðan var ég valinn ásamt Lovísu Leifsdóttur úr Reykjavík til starfa seinni hluta ársins. Ur þessum hópi voru valdir tveir aðr- ir sem fyrirhugað er að fari til starfa nú í janúar og áttu þau að leysa okkur Lovísu af hólmi. Vegna ástandsins í landinu vorum viö kölluð heim í desemberbyrjun, og á þessari stundu er óljóst hvort sjálfboðaliðar Rauðakross- ins hér fari út á tilætluðum tíma í janúar. Viö komum út 1. júlí og einungis þrem vikum síðar gerði herinn byltingu í landinu. Óskar og Lovísa á skrifstofu Allasan Senghore yfir- manns gambíska Rauðakrossins. skaplega óþægilegt ferðalag og í eina skiptió sem hræðsla greip um sig hjá okkur þessa mánuði í Gambíu, því daginn eftir var allt komið í röð og reglu aö nýju. Mannfall líklega mun meira en opinberar tölur segja I fyrstu virtist fólk mjög ánægt með þessa nýju vald- hafa, en síðan fóru að renna tvær grímur á fólk þegar ekkert breyttist þrátt fyrir fögur loforó. Svo í nóvember gerði lítill hópur innan hersins gagnbyltingartilraun sem mistókst, en kostaði nokkur mannslíf. Opinberar tölur sögðu að 12 menn hefðu fallið, en almennt er álitið að þeir hafi verið mikið fleiri. Gambía reiðir sig mjög á styrki frá erlendum þjóðum. Landið hefur notið mikils velvilja frá vestrænum ríkjum fram til þessa, þar sem þarna hefur verið lýðræðislegt stjómarfar og mannréttindi virt. Eftir að herinn komst til valda hafa margir dregið aóstoð sína til baka og eftir gagnbyltingartilraunina í nóvember var gefin út tilskip- un í Bretlandi þar sem Bretum var ráðlagt að ferðast ekki til Gambía, vegna ótryggs ástands í landinu. Þeir bresku feróamenn sem voru í landinu voru sendir heim og aðeins nokkrum dögum seinna fylgdu svo allir skandinavískir ferðamenn í kjölfarið. Þetta er mikið reiðarslag fyrir gambíska þjóðarbúið þar sem feróa- mannaiðnaðurinn er önnur mikilvægasta atvinnugrein landsins, á eftir landbúnaðinum". I hverju fólst starf ykkar sjálfboðaliðanna? „Þaó fólst aðallega í því að skipuleggja ýmislegt ung- mennastarf í þessu héraði, Western division. Rauða- krossstarfið þama úti er ólíkt því hér heima að því leyti að þaö fer aðallega fram í skólum. Nánast allir skólakrakkar eru í Rauðakrossinum. Vió skipulögðum handa þeim skyndihjájparnámskeið, útilegur og ýmis önnur tómstundastörf. A regntímanum vom margar fjöl- skyldur sem misstu allt sitt í flóðunum og við dreifðum til þeirra notuðum fatnaði m.a. frá Islandi. Þama í kring- um Brikama voru flóttamenn frá Cassamance héraði í nágrannaríkinu Senegal, sem vom í flóttamannabúðum á vegum Rauðakrossins. Þau leituðu oft til okkar með vandræði sín ef að vantaði læknisaðstoð eða mat. Síð- an sinntum við ýmsum persónulegum erindum íbúanna eftir því sem aðstæður leyfðu. Þau fólust aðallega í því að ferja þá á sjúkrahús, til að mynda fluttum viö sykur- sjúka konu sem misst haföi báða fætur, nokkrum sinn- um til Banjul þar sem verið var að smíða gervifætur á hana“. Vissum ekkert hvað hafði gerst Það var almennt vitað, að um tíma hafði viðgengist mikil spilling meðal ráðamanna gambísku þjóðarinnar og á endanum fór það svo að nokkrir ungir herforingj- ar tóku völdin, aó eigin sögn til að berjast gegn spillingu og koma á réttlæti í landinu. Byltingin sjálf gekk mjög snyrtilega fyrir sig, þannig lagaó að engin átök brutust út og ekkert mannfall varð.“ Urðu þið ekkert óttaslegin þegar allt í einu fréttist af byltingu í landinu? „Jú við urðum það reyndar, því viö vissum ekkert hvað hafði gerst eóa hvernig ástandið var. Þegar vió fréttum þetta, vorum við nýkomin úr nokkurra daga ferðalagi og vorum stödd í höfuðborginni Banjul. For- verar okkar, Ragnar og Eva, voru í Brikama heimabæ okkar og við vissum ekkert um ástandið þar og líðan þeirra. Við ákváðum að komast til Brikama, 30 km leið, þrátt fyrir aó útgöngubann væri gengið í gildi. A leió- inni vorum við írtrekað stöðvuð af hermönnum sem virtust mjög óskipulagðir, æstir og þar að auki margir þeirra drukknir. Þeir voru allir þungvopnaðir og skipuðu okkur ýmist út úr bílnum eóa inn í hann aftur, eða stoppa og halda áfram. Við vissum ekkert á hverju við gátum átt von frá þessum mönnum og þetta var því af- F ÞU FENGIR ÞRJAR ÓSKIR UPPFYIITAR ... ... hvers mundir þú óska þér? Ein óskanna varðar örugglega peninga. Þú gætir látið hana rætast með því að spila í HHI95. Þaö er RÍK ástæöa til aö vera meö því HHÍ greiðir meira' út til vinningshafa en nokkurt annað happdrætti hér á landi. 'Hundruðir milljóna króna skilja aö 1. og 2. sætið! HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.