Feykir - 04.01.1995, Side 7
1/1995 FEYKIR7
Hver er
maðurinn?
Seinast voru birtar tvær
myndir af gömlum bæjum og
þekktust þær báöar. Komu
nokkrar ábendingar um hvora
fyrir sig. Haft er fyrir satt aó
nr. 23 sé af gamla bænum á
Nautabúi í Hjaltadal. Reyndar
voru framhúsin afar lík á
mörgum jöröum og komu
fram fleiri tilgátur, en fjalliö á
Mynd nr. 25.
bakvið tók af öll tvímæli um
þetta. Nr. 24 var svo af bæjar-
húsum í Brekkukoti í Os-
landshlíö. Bestu þakkir til
allra sem tjáðu sig viö skjala-
vörö um þessar myndir.
Mynd nr. 25 að þessu sinni
er komin úr dánarbúi Sveins
Sölvasonar, en ekki er vitað
frá hverjum hjónamyndin er.
Vinsamlegast komiö upplýs-
ingum til Héraðsskjalasafns
Skagfirðinga, sími 95-36640.
Mynd nr. 26.
Þá var spátæknin önnur
Um þetta leyti setja völvur og
spámenn sig gjarnan í stell-
ingar og reyna að rýna í það
óskrifaða blað sem nýbyrjað
ár er. Sú íþrótt að spá fyrir
um það ókomna, næsta dag
eða lengri tímaskeið, hefur
verið stunduð með þjóðinni
frá alda öðli. Það eina sem
breyst hefur eru tækin og
tæknin sem notuð er við
spádómana. I bókinni Þjóðlíf
og þjóðhættir sem Guðmundur
L. Friðfinnsson skrifaði og út
kom fyrir nokkrum árum er
kafli er greinir nokkuð frá
spádómsviðleitni manna og
þeim forsendum sem spárnar
voru grundvallaðar á. Kafli
þessi í bókinni heitir „Smá-
munir“, og birtist hér fyrsta
síða þess kafla í heild, enda
lesningin skemmtileg og á vel
við þennan tíma. Bók
Guðmundar er snilldarverk og
skemmtilegt uppflettirit, bók
sem gaman er að grípa og
glugga í.
„Þótt jól séu aö baki og
kroppuð hafi verið síöasta
hangikjötshnúta á þrettánda-
kvöldi og hæggengir dagar tekið
viö meö venjulegum störfum,
fer samt fjarri, að lífið sé ein
flatneskja. Fyrir nokkrum árum
sagöi ungur bóndi, sem reist
hafði bú á eyðijörö, við mig
ógleymanlega setningu: „Það er
svo margt smálegt í sveitinni,
sem hægt er að gleðja sig við á
hverjum degi.“
Já, í rauninni er alltaf eitt-
hvað að gerast. Kona gengur til
eldhúss morgun hvern, sest á
hækjur sér við hlóðir, gerir totu
á munninn og blæs. Þannig
glæðir hún eld heimilisins -
þann eld, sem enginn getur gef-
ið líf á sama hátt og hún, því
þetta er hennar eigin arineldur
og gefur vonir um yl, næringu
og líf. Pottar spá í veðurfar. Sé
botn grár, eru ffost og haiðviðri
í vændum. Ef kettir leika sér
mikið, bregst ekki illviðri innan
tíðar. Setji köttur hins vegar upp
gestaspjót, er óhætt að laga til í
baðstofunni, jafnvel að hugsa
fyrir lummubakstri. Sama er, ef
hundur liggur fram á lappir sér,
þá býður hann gestum. Hver
veit hvenær sjálfur presturinn
kemur að húsvitja?
Glöggur bóndi lítur til veðurs
á leið til fjárhúsa, metur veður-
útlit og beitarlíkur fyrir féð,
horfir síðan á eftir hjörð sinni
„strolla sig“ í haga. Hver skepna
hefur sín séreinkenni. Góðum
fjármanni dylst ekki, ef citthvað
er að. I þennan tíma var algengt
að víkja hjörðinni áleiðis. Jafn-
vel smádrengur, sem á sér fáa
leikfélaga og röltir í slóð ánna
hans pabba síns, býr sér til heim.
Vel má vera, að hægt verði að
bregða sér á skauta í kvöld, eða
renna sér bara fótskriðu á svelli
eða mykjaberanum með poka
undir rassi. Ekki spillir, ef
Tómas á Hrauni er nýbúinn að
koma, rauðskeggjaður með
fréttir úr framandi byggð og
skrítnar sögur í kollinum,
kannski líka rauðar „bolsíur" í
poka eða rétta drengstaula, svo
nú er hægt að tyggja tóbak eins
og afi.
Ef rjúpur væla í brekkunni að
morgni, veit það á veðurbreyt-
ingu. Sé mikill vængjaþytur í
lofti í ljósaskiptunum að kvöldi,
veit það hins vegar á vind.
Svona vísindi lærir maður af
fullorðna fólkinu. Mikið væri nú
gaman að fá að fara út á Krók
Ókeypássmáar
Til sölu!
Til sölu Subaru Sedan GL ár-
gerð 1986, grár að lit, rafmagn
í rúðum. Skipti á ódýrari bíl
möguleg. Upplýsingar í síma
95-22740 (Guðrún).
Til sölu MF 3070 4x4 skriðgír,
snjóblásari getur fylgt, MF
50D 4x4 opnanleg framskófla
og skotbóma, Deutz Fahr GP
230 rúllubindivél, rúllupökk-
unarvél Kvemeland UH 7512,
einnig sturtuvagn. Upplýsingar
ísíma 95-12673 eftir kl. 20.
borði og baðborð sem sett er ofan
á bakðker. Upplýsingar í síma
35751.
Til sölu Subaru sedan árgerð '86.
Skipti á ódýrari bíl koma til
greina. Upplýsingar í síma
38031.
Harmonikka til sölu, Dini
Boffetti, mjög vandað hljóófæri.
Upplýsingar í síma 38031
ísskápur óskast!
Notaður kæliskápur með frysti-
hólfi óskast, einnig örbylgju-
ofn, sjónvarp, eldhúsborð og
stólar. Upplýsingar í síma
38187.
Til sölu eldhúsborð. Upplýs-
ingarí síma 36671.
Til sölu Ijósgrár BRIO barna-
vagn mjög lítið notaður. Regn-
plast, net og innkaupagrind
fylgir. Bleik göngugrind með
Herbergi til leigu!
Til leigu herbergi með sérinn-
gangi og aðgangi að snyrtingu,
Upplýsingar í síma 36280.
KARLAKÓRINN HEIMIR
ÞRETTÁNDAFAGNAÐUR
Karlakórsins Heimis verður í Miðgarði
laugardaginn 7. janúar kl. 21,00.
Fjölbreytt söngskrá meó fjölmörgum nýjum lögum.
Frumflutt veróa lög eftir Björgvin Þ. Valdimarsson,
Jón Bjömsson og Omar Ragnarsson.
Einsöngvarar meó kómum: Einar Halldórsson, Hjalti
Jóhannsson, Pétur Pétursson og Sigfús Pétursson.
Þrísöngur: Bjöm Sveinsson, Pétur Pétursson og
Sigfús Pétursson.
Söngstjóri Stefán R. Gíslason.
Undirleikarar: Tomas Higgerson og Jón St. Gíslason.
Avarp: Margrét Jónsdóttir. Tekinn verður formlega í
notkun nýr vandaöur konsertflygill af Steinway geró
í eigu félagsheimilisins Miðgarðs.
Hinn kunni skemmtikraftur, Ómar Ragnarsson, kemur í
heimsókn.
Að loknum skemmtiatrióum sjá Geirmundur og
félagar um stuðiö í syngjandi sveiflu.
Óskum öllum Skagfirðingum
og öðrum velunnurum
góðs komandi árs
Með kœrri þökk fyrir liðnu árin
Heimisfélagar
eða norður á Akureyri með ull-
ina, sjá kaupmennina og sjóinn.
Þá fyrst er maður kannski orð-
inn ósvikinn partur af heimin-
um.
A þessum árum voru gesta-
flugumar mannskepnunni vitrari
- höfðu spásagnargáfu. Tylltu
þær sínum gullvængjaða líkama
á stólinn við baðstofuborðið,
brást ekki, að von var á gesta-
komu, þó ekki sé minnst á, ef
það henti þvílíkt stássfiðrildi að
setjast á vanga eða munn kven-
fólksins, þá var þó vissulega
tími til kominn að þvo sér úr
sápuvatni eða setja á sig ljósleita
svuntu. Þó dagurinn lengist um
hænufet allt frá vetrarsólhvörf-
um, scm þá hétu reyndar sól-
stöður eins og á sumri, er þó
sannarlega þörf ljósa enn á löng-
um kvöldum, stundum með kaf-
aldi eða lemjandi hríð, svo
gluggana kaffennir auk heldur
um miðjan dag.“