Feykir


Feykir - 04.01.1995, Blaðsíða 4

Feykir - 04.01.1995, Blaðsíða 4
4FEYKIR 1/1995 Krúttið fyrir valinu Framkvæmdastjórn ÁTVR ákvað að ganga til samninga viö Krútt/Köku- hús um leigu og breytinar á húsnæði fyrirtækisins undir áfengisútsölu. í samningnum fólst einnig að eigandi húsnæðisins yrði útibússtjóri. Kaupfé- lagsmenn á Blöndúósi voru óánægöir með þessi málalok, en kaupfélagið var einn fimm aðila er bauð húsnæói und- ir útsöluna. Það breytti þó ekki því að útsala var opnuð í lönitthúsinu í marsmánuði. Skutu sjö tófur á einni nóttu Tófuskytturnar Kári Gunnarsson og Birgir Gunnarsson skutu sjö tófur á einni nóttu, þar sem þeir lágu fyrir lág- fótu við Jökulsá vestanverða í Austur- dainum. Tófumar skutu þeir félagam- ir út um svefnherbergisglugga á eyði- býlinu Skatastöóum, sem þeir notuðu fýrir veiðihús. ísing sökkti trillu Lítil trilla, Húni HU, sökk í höfn- inni á Skagaströnd í miklu ísingarveðri er reið yfir í lok mánaðarins. Nokkuð greiðlega gekk að ná bátnum upp en öll tæki um borð reyndust ónýt. Gunn- ar Jónsson eigandi trillunnar hafði ný- lokið við að gera hana klára fyrir ígul- keijaveióar, og t.d. einungis tveim dög- um áðvu- lokið við aö koma fyrir tækj- um s.s. síma og talstöðvum. Tjón eig- andans var mikið. Tveggja daga stór- hríð hafði verið áður en óhappið átti sér stað og hafói Gunnar mokaó snjó upp úr trillunni kvöldió áður en hún sökk, en það dugði ekki til. Skorið í 3. sinn á sjö árum „Við emm ákveðin í að taka fé aftur og vonum bara að þetta gangi betur næst“, sagði Guðsteinn Kristinsson bóndi á Skriðulandi í Langadal, en þar var í byijun mánaðarins staðfest riða í þriðja sinn á sjö ámm og skera varö allan fjárstofninn. Aftur vinna í rækjunni Það var komið fram undir 10. febr- úar þegar vinna hófst að nýju í rækju- vinnslunni í Hólanesi í Skagströnd, en þar hafði vinna legið niðri um tveggja mánaða skeið. Hráefnisöflun er erfið á þessum árstíma. Hundar og menn í sjálfheldu Seinkun varð á aðalfundi Björgun- arsveitarinnar Grettis á Hofsósi, sök- um hjálparbeiðni er barst úr Sléttu- hlíð. Hundur hafði horfiö frá Glæsibæ og piltar frá bænum lögðu leið sína upp í Róðhólshnjúk til að svipast um. Þar fundu þeir hundinn, en sökum glæm í hnjúknum áttu þeir í erfiðleik- um með aö feta sig niður fjallið og þurfi björgunarsveitin að koma þeim til að- stoðar. I sömu vikunni björguðu síðan Grettismenn öðmm hundi, er var í fóstri að Skuggabjörgum í Deildardal. Var því engin furða að gámngarnir væm famir aö kalla Gretti „Hunda- sveitina“. Gamli Arnar aftur á veiðar Gamli Amar fór á veiðar að nýju eftir að hafa legið við bryggju á Skaga- strönd í rúmt ár. Áhöfnin sem ráðin var á skipið var mestmegnis færeysk og fór skipið til veiða út fyrir 200 míl- umar, á Svalbarðasvæðið. Ekki aflaó- ist vel til að byija með og var færeyski skipstjórinn, sem reyndar hafði sýnt áhuga fyrir kaupum á skipinu, rekinn fljótlega fyrir drykkjuskap um borð í skipinu. Eyrugla í Nesinu Þegar heimilisfólkið á Hegrabergi í Hegranesi skyggndist til veóurs morg- unn einn seint í mánuðinum, veitti það eftirtekt ókunnugum fiigli ósjálf- bjarga í hlaðvarpanum. Við eftir- grennslan hjá Náttúmfræðistofnun kom í ljós að hér var á ferðinni eyr- ugla, og munu komur þeirra hingað til lands vera mjög sjaldgæfar. Hafnarbætur í Selvík Selvíkurfélagið, er telur um 10 bændur í Skefilsstaðahreppi, réðist í annan áfanga hafnargeróar í Selvík, með gerð rúmlega 50 metra langs vamargarðs er mun í framtíðinni hlífa bátum á legunni fyrir suðvestanátt- inni. Nýi garðurinn liggur í norðvestur til móts við gamla garðinn sem liggur í vestur og er svipaðrar lengdar. Sá garður var byggður fyrir sjö ámm. Risaskip í flota Siglfírðinga Þegar Siglfirðingar risu úr rekkju sólbjartan morgunn lá við bryggju risaskip, það stærsta í flotanum til þessa. Kominn var í heimahöfn fyrst- ur þriggja kanadískra togara sem keyptir hafa verið til landsins. Þessi hlaut nafnið Siglir og er í eigu Siglfirð- ings hf. Skipið er rúmlega 3000 rúm- lestir að stæró og áttatíu metra langt. Skipið telst til svokallaðra fullvinnslu- skipa, mjölverksmiðja og lýsistankur um borð. Grunsemdir um rányrkju Sterkar grunsemdir em uppi um að úthafsveiðiskip séu aö lauma sér í að toga á Skagafirði, innan þeirrar h'nu sem innfjarðarbátunum er ætlað til rækjuveiða, en hún hggur frá Skagatá aö Sauðanesi. Landhelgisgæslan hef- ur verið látin vita af þessum gmn- semdum. Meira hefiir orðið vart stærri báta á þessari togslóó í vetur en áður, en góð veiði hefur verið á firðinum. I brælum hefur verið þónokkuð um að stærri bátar hafi legið í vari á Málm- eyjarsundi. Þetta finnst heimamönn- um gmnsamlegt þar sem stutt er í var á Siglufirði. Skólanum lokað vegna lúsa Þegar lúsar varð vart í þriðja sinn á vetrinum í Barnaskóla Sauðárkróks, var gripið til þess ráðs að loka skólan- um í einn dag. Jafnframt var farið fram á það við foreldra barnanna að þeir notuðu þennan dag til að þvo og kemba hár bama sinna, og einnig þvo fatnað og rúmfatnað. „Við teljum aö um smit sé að ræóa og þetta sé venju- leg höfuðlús, en vió viljum alls ekki kalla þetta neinn faraldur", sagði starfsmaður heilsugæslu. Seiuheimtar lambær „Eg var búinn að leita að þessum kindum látlaust í íjallgarðinum í vet- ur, sitt á hvað, og sitja klukkustund- um saman á garðabandinu og velta fyrir mér hvernig ég gæti komist hjá því að telja þær af. Það hafa nú marg- ir tahð mig vitlausan að gera það ekki“, sagði Guðmundur Valtýsson bóndi á Ei- ríksstöðum, en hann fékk óvæntan glaðning um páskana þegar fjórar kindur frá honum fundust á fjalls- brúninni við bæinn Hvamm í Svartár- dal. Kindumar vom vel á sig komnar en þær em komnar fast að burði. Wliköttum útrýmt á Tanganum Bjöm Sigurðsson á Hvammstanga, eða Bangsi eins og hann er oftast kall- aöur, hefur í vetur unnið að hönnun og smíði á kattagildmm, sem em mjög handhægar og þægilegar í notkun. Kveikjan að þessari hugmynd var sú að á tímabih var mikið af viíliköttum á staðnum og um svipað leyti var haft eftir meindýareyði í Reykjavík aó best væri að skjóta dýrin mihi húsa. Þetta þótti Bangsa ekki nógu góður kostur og fór hann að velta fyrir sér gildm- smíði fyrir villiketti. Hann útfærði og smíðaði nokkrar kattagildmr og nú hefur tekist að uppræta villiketti að mestu hér með hjálp gildranna og í samvinnu við dýralæknirinn Egil Gunnlaugsson, sem sá um að svæfa dýrin þegar búið var að veiða þau. ,3jössi á mjókurbílnum“ vann dægurlagakeppnina Björn Hannesson tónhstarmaður, ritstjóri og mjólkurbílstjóri á Laugar- bakka bar sigur úr býtum í Dægur- lagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks sem endurvakin var í Sæluvikunni. Lag Bjöms „Skagfirska mannlífið" þótti að mati dómnefndar það besta af mörgum góóum lögum sem vahn vom til úrslitakeppninnar sem fram fór á mikihi skemmtun í Bifröst. Björn átti einnig annað gott lag í úrslitunum. Texta við vinningslagið átti Heiðrún Jónsdóttir, sem einnig er Vestur-Hún- vetningur, bóndakona á Litlu-Ás- geirsá. Isberg kvaddur „Þetta var mikh hátíð og við hjónin emm mjög þakklát fyrir þá vinsemd og virðingu sem okkur var þama sýnd. Eg hélt nú annars að maður væri ekki svona merkilegur að eiga aht þetta skhið. En það var gaman að hlusta á ræðurnar og maður lyftist alveg úr sætinu undan öllu þessu hóli“, sagði Jón Isberg sýslumaður Húnvetninga er lét af starfi um sumarmálin. Barrinn kominn Eldi hlýsjávarfiska á Sauðárkróki hófst um miðjan maí þegar 2000 barraseiði komu frá Frakklandi, og eldi þeirra hófst í keijum tilraunaeld- isstöðvar Máka vió Freyjugötu 7 þar sem áður vom th húsa gamla Slökkvi- stöóin og vélaverkstæði KS. Framund- an er þriggja ára þróunarverkefni við eldi barrans. Eins og sprengju væri varpað , J>að var eins og sprengju hefði ver- ið varpað á veginn yfir Giljá, þegar ræsi yfir ána brast og vegfyhuna tók burt með straumnum. Nokkrn áður hafói skarð komið í veginn en fært var gangandi fólki yfir, en sem betur fer var enginn staddur yfir ræsinu þegar sprengingin varð“, sagði Magnús Olafsson á Sveinsstöðum fréttaritari Feykis, þegar gífurlegt tjón varð í vatnavöxtum á veginum og ræsinu yfir Ghjá í Húnaþingi. Óvænt kosningaúrslit Framsóknarflokkurinn tapaði manni, en Alþýðubandalagið tvöfald- aði fylgi sitt, vom óvæntu fréttirnar varðandi kosningaúrslitin á Sauðár- króki, en skoóanankönnun er Feykir efndi til haföi reyndar gefið vísbend- ingu um þennan mikla sigur Alþýðu- bandalagsins. Strax er kosningaúrsht- in lágu fyrir funduðu fulltrúar fram- boðanna er farið höfðu meó meirihlut- ann í bæjarstjórn og var ákveðið að halda meirihlutasamstarfinu áfram. Meirihluti H-hsta og D-hsta á Blönduósi hélt vehi. F-listinn kom inn manni. Sameiginlegur hsti framsókn- ar- og sjálfstæðismanna á Skaga- strönd fékk fjóra menn kjöma og kratar einn. Nýr meirihluti á Hvammstanga Samstarf hefur tekist milh B-hsta framsóknarmanna og Pakkhúslistans um meiri- hlutasamstarf í hreppsnefnd Hvammstanga á þessu kjör- tfmabili. Ákveóið hefiir verið að auglýsa stöóu sveitarstjóra lausa, en Bjami Þór Einarsson gegndi því starfi síðasta kjör- tímabh. Bjarni Þór ákvaó að sækja ekki um starfið, en hann tók um mitt ár við starfi fram- kvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Hundur nauðgar tík Frú á Króknum varð bálreið þegar óboðinn hundur hvelpti labradortíkina hennar. „Hund- urinn nauðgaði tíkinni sem var í bandi á lóðinni", sagði frúin, en þetta mun hafa verið í fjórða skiptið sem rakkinn birtist á lóöinni. „Eg hef hótað því aó ef hann birtist hérna einu sinni enn verði hann fjarlægóur fyr- ir fuht og aht“, sagði frúin öskuvond. Fimmtíu ár í kjörstjóm Láms Björnsson í Neðra-

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.