Feykir


Feykir - 04.01.1995, Blaðsíða 5

Feykir - 04.01.1995, Blaðsíða 5
1/1995 FEYKIR5 ð er liöiö Nú áriö er liöiö Nú áriö er liöiö Nú áriö er liöiö nesi í Skefilsstaðahreppi lét af starfi í kjörstjórn eftir aó hafa gegnt því í 50 ár. Hann var fyrst í kjörstjórn þegar kosið var um lýðveldið 1944 og hefur verið í kjörstjóm síðan, aldrei látið sig vanta. Sjómönnmn fagnað Skipshöfnum Hegraness og Drang- eyjar var fagnaó vió komuna til Sauð- árkróks að lokinni sögulegri veiðiferö á Svalbaröasvæðinu, þar sem standa þurfti í ströngu að veijast aðgerðum norsku strandgæslunnar. Það þótti t.d. mesta mildi aó skipveijar á Drangey skyldu sleppa lifandi undan Senju stærsta skipi strandgæslunnar, sem er margfalt stærra skip en Drang- ey, er þaö sigldi á fullri ferð í átt að skipinu. Með snarræði skipsstjórn- enda á Drangey tókst aö bakka skip- inu á örskotsstundu. Hross tekin af feðgum A þriðja tug hrossa vom tekin af feðgum á Króknum þar sem sannað þótti að hrossin hefðu mátt þola van- fóðrun um nokkurt skeið. Skepnuhald feðganna hafði ítrekað komið inn á borð lögreglu og bæjaryfirvalda á Króknum. Bruni í Áshúsi Eldur kom upp í Ashúsi við Glaum- bæ, rétt áóur en taka átti húsið í notk- un. Svo heppilega vildi til að munir höfðu ekki verið færðir í húsið. Héraðs- ráð Skagfirðinga ákvað á næsta fundi sínum að ráðist yrði í aö bæta það tjón er varð á húsinu í brunanum, en það varð töluvert. Varanlegur vegur fyrir Skaga Vegagerðin réðst í gerð varanlegs vegar milli bæjanna Víkna og Hrauns, en þar hafði áður einungis verið niður- grafinn vegarslóði er ætíð lokaðist í fyrstu hretum að haustinu. Þar með er kominn varanlegur vegur fyrir Skag- ann milli Skagfjarðar og Austur- Húnavatnssýslu. Nýir sfjómendin* Guðmundur Guómundsson var ráðinn sveitarstjóri á Hvammstanga. Guðmundur var áður sveitarstjóri á Raufarhöfn. Þá var Skúli Þórðarson frá Hvammstanga ráðinn bæjarstjóri á Blönduósi. Skúh gegndi áöur starfi framkvæmdastjóra SSNV. Síldarminjar sóttar á Krókinn Það þótti nokkuð skondið þegar Siglfirðingar náðu í gamla síldamót á Krókinn, en nót þessi hafði verið geymd í um 50 ár á sperrulofi gamla barnaskólans. Sauóárkrókur var nefnilega aldrei mikih sílarbær, þótt söltuð væri þar síld á tímabih, en SigluQöróur var um tíma mesti síldar- bær landsins, eins og frægt er orðið. Frækin feðgin í Glaumbæ Afhjúpaður var í Glaumbæ minnis- varói um Guðríði Þorbjamardóttur og Snorra Þorfmnsson. Guðríður, sem var á sinni tíó víðfömh sæfarandi, var fyrsta evrópukonan sem ól bam í Am- eríku, Snorra Þorfinnsson, og em þau mæðgin talin bera bein sín í Glaum- bæ. Fjölmenni var viðstatt athöfina þar á meðal forseti Islands frú Vigdís Finnbogadóttir og afhjúpaði hún minnisvarðann. Smuguveiðar jafiigildar kvótaniun Skip útgerðarfélagsins Skagfirðings hafa í sumar veitt tæplega 1500 tonn í Smugunni og slagar þaó hátt í þann bolfiskkvóta sem skip Skagfiróings hafa í íslensku landhelginni. Norðmenn taka við Miklalaxi Kílaveiki er upp kom í matfiskeld- isstöð Miklalax við Hraunakrók snemma sumars kippti endanlega fót- unum undan rekstri stöðvarinnar. Norskur aðih keypti fiskinn í stöóinni af Búnaðarbanka Islands á 14 mihjón- ir króna og seinna á árinu keypti þessi norski aðih sjálfa stööina af Byggða- stofnun á 25 mihjónir króna. Grunnamir sigu Byggingarframkvæmdir vom stöðvaðar á fjómm lóóum vió Eyrar- tún á Sauöárkróki þegar í ljós kom að sökkulveggir sem steypir höfðu verið undir tvö hús höfðu sigið um 6 senti- metra á einum og hálfum mánuði. Bæjaryfirvöld buðust til að leysa þess- ar lóöir til sín og útvega nýjar í þeirra stað. Ekki er ljóst hvort umræddar lóð- ir verða byggingarhæfar í framtíðinni vegna djúps leirlags er liggur undir þeim. Drangeyjarsimd eftir langt hlé I lok mánaðarins bættist enn einn Drangeyjarsundkappinn við þegar 37 ára Skagamaður Kristinn Einarsson þreytti sundió. Það tók Kristinn fimm og hálfan tíma að synda úr Draney til lands. Kristinn er sá sjöundi í röó Drangeyjarsundkappa og í vikunni áður höfóu þrír þeirra tekið sér ferð á hendur út í Drangey í boði Jóns Ei- ríkssonar Drangeyjaijarls, þeir Pétur Eiríkssonar, Eyjólfiu- Jónsson og Axel Kvaran. Bóknámshúsið vígt Stór stund rann upp í skólamálum Noröurlands vestra 3. september þeg- ar bóknámshús fjölbrautaskólans var formlega tekið í notkun vió blessun biskupins yfir íslandi Ólafs Skúlason- ar. Skólahúsnæðið nýja er hiö glæsi- legasta, um 2500 fermetrar að stærð, en eftir er að byggja seinni áfanga hússins sem er um 2000 fermetrar. Mikið vatn er runnió til sjávar frá því farið var að ræða um byggingu bók- námshúss og margir lagt því lið, með Jón F. Hjartarson skólameistara fremstan í flokki. Frjósemi á Skúfsstöðum Ung kýr á Skúfsstöðum í Hjaltadal sýndi af sér afburða fijósemi þegar hún bar þrem kálfum og lifóu þeir ah- ir, þó einn þeirra lægi ofan í skuröi þegar Sigurður bóndi á Skúfsstöðum ÓSKIPTAR Á EINN MIÐA 12. JANUAR UMBOÐ A NORÐURLAND Heppnin bíður þín hér Eina stórhappdrættið þar sem hæsti vinningurinn gengur örugglega út. Ef hann gengur ekki út í einum mánuði leggst hann við þann hæsta næst... og svo koll af kolli. Enginn veit þess vegna hversu hár hann getur orðið. Stórglœsilegir aukavinningar: Listaverk eftir marga af þekktustu listamönnum okkar, í hverjum mánuði. HVAMMSTANGI: Róberta Gunnþórsdóttir, Lækjargötu 6, sími 95-12468 BLÖNDUÓS: Kaupfélag Húnvetninga, sími 95-24200 SKAGASTRÖND: Guðrún Pálsdóttir, Bogabraut 27, sími 95-22772 SAUÐÁRKRÓKUR: Friðrik A. Jónsson, Háuhlíð 14, sími 95-35115 HOFSÓS: Ásdís Garðarsdóttir, Kirkjugötu 19, sími 95-37305 SIGLUFJÖRÐUR: Birgir Steindórsson, Aðalgötu 26, sími 96-71301 GRÍMSEY: Kristjana Bjarnadóttir, Sæborg, sími 96-73111 ÓLAFSFJÖRÐUR: Valberg hf., sími 96-62208 HRÍSEY: Erla Sigurðardóttir, sími 96-61733 DALVÍK: Sólveig Antonsdóttir, Verslunin Sogn, sími 96-61300 AKUREYRI: Björg Kristjánsdóttir, Strandgötu 17, sími 96-23265 SVALBARÐSSTRÖND: Sigríður Guðmundsdóttir, Svalbarði, sími 96-23964 GRENIVÍK: Brynhildur Friðbjörnsdóttir, Túngötu 13B, sími 96-33227 LAUGAR REYKDÆLAHREPPI: Rannveig H. Ólafsdóttir, sími 96-43181 MYVATNSSVEIT: Hólmfríður Pétursdóttir, Víðihlíð, sími 96-44145 HÚSAVÍK: Jónas Egilsson, Árholti, sími 96-41405 AÐALDALUR: Kristjana Helgadóttir, Hraungerði, sími 96-43587 KÓPASKER: Óli Gunnarsson, sími 96-52118 RAUFARHÖFN: ísabella Bjarkadóttir Ásgötu 16, sími 96- 51313 ÞÓRSHÖFN: Sparisjóður Þórshafnar og nágrennis, sími 96-81117 Fáðu þér áskrift í tœka tíð. Nýtt áskriftarár er að hefjast. Dregið 12. janúar. Upplýsingar um nœsta umboðsmann í síma 91-22150 og 23130 m t

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.