Feykir


Feykir - 04.01.1995, Blaðsíða 6

Feykir - 04.01.1995, Blaðsíða 6
6FEYKIR 1/1995 Nú driö er tíöiö Nú áriÖ er tíöiö Nú driö er tíöiö Nú ariÖ er HÖiö kom út á túnið að morgni 5. septem- ber. Þetta var í annað skiptið sem Huppa bar. Þá átti hún tvo kálfa og með sama áframhaldi ætti hún að eiga fjóra kálfa á þessu nýja ári. Botnastaðabrekkan opnuð Þriðjudagskvöldið 6. september var opnaður nýr malbikaóur vegur um Botnastaðabrekku og ók Halldór Blön- dal samgöngumálaráðherra fyrstur um veginn. Þar með var síðasti spölur- inn á leiðinni milli Sauóárkróks og Reykjavíkur bundinn varanlegu slit- lagi, og hin illræmda Bólstaóahlíðar- brekka, eins og vegurinn þama um hafði ætíð verið kenndur við, var þar með úr sögunni, en nú brá svo viö að menn vildu endilega kalla brekkuna Botnastaðabrekku, og mun það vera rétt. Hafa skal það sem sannara reyn- ist. SS seldi Loðskiimshlutinn Það kom eins og þmma úr heið- skím lofti fyrir Loðskinnsmenn þegar SS ákvað að selja Skinnaiðnaði á Ak- ureyri hlut sinn í Loðskinni og jafn- framt selja Akureyringunum allar gæmr haustslátmnarinnar, en síð- ustu sex árin hafði Loðskinn notið þeirra viðskipta. Þetta var upphafið að miklu kapphlaupi inn gærumar á inn- anlandsmarkaðnum milli þessara fyr- irtækja í allt haust og veitti Akureyr- ingunum þar betur. Hins vegar hefur vel tekist til meó sútun á skinnum sem Loóskinn keypti frá Astralíu og er í at- hugun aö fyrirtækið kaupi meira af skinnum þaðan. Sprengiefni á Hofsósi Sprengisérfræðingur frá Landhelg- isgæslunni kom norður til að eyða sprengiefni er fannst í geymsluhúsi á Hofsósi. Mesta mildi er tahn að engin skyldi hafa komist í sprengiefnió á þeim 10 ámm sem það var geymt þama, en skemmd var komin í það og óvarleg meðferð þess hefði getað orsak- að sprengingu. Húsið þar sem það var geymt hefur stundum verið ólæst og í raun ekki verið erfiðleikum bundið að komast inn í það. Frystiskip á Krókinn Nýstofnað dótturfyrirtæki útgerðar- félagsins Skagfirðings, Djúphaf hf, keypti frystiskipið Sjóla HF-1 af Sjóla- stöóinni í Hafharfirði. A Skagfirðingur þá orðió fimm skip, og hafði lengi ver- ið í athugun hjá fyrirtækinu að kaupa frystiskip, til að skjóta enn sfyrkari fót- um undir útgerðina. Sjóli er 1500 tonna skip, smíðaður í Flekkefjord í Noregi 1987. Til samanbuiðar má geta þess að Skagfirðingur er rúm 1000 tonn. Bruggverksmiðja gerð upptæk Lögreglan á Sauðárkróki gerði upp- tæka bmggverksmiðju á Sauðárkróki í vetrarbyijun. Fullorðinn maður var búinn að bmgga talsvert magn af gambra en suða var ekki hafin. Um- ræddur maður var hinsvegar búinn að sjóða töluvert magn af landa þegar hann var aftur gripinn að hálfum mánuði liðnum, en þá hafði hann kom- ið sér upp aðstöðu til framleiðslu í grennd bæjarins. Ekki vom samt uppi gmnsemdir um að maðurinn hefði staðiö að sölu á landa. Alftimar fljótar í förum Skagfirskar álftir búnar gervihnatt- arsendum komu til vetrarstöóva sinna í Skotlandi. I ljós kom að flughraði þeirra var um 130 km á klukkustund, því þær vom einungis m'u tíma á leið- inni. Ymislegt fleira kom í ljós sem breytti þeim hugmyndum sem fugla- fræðingar hafa haft um ferðalög álft- anna milli heimkynna sumar og vetur. Náttúmfræðistofnun Islands var í stöóugu talstöðvarsambandi við Tou- louse í Frakklandi þar sem gervihnatt- arsendingarnar frá álftunum vom numdar. Néwmtar Atómstöðin á Blönduósi Leikfélag Blönduós frumsýndi Atómstöóina eftir Halldór Laxness og minntist um leið 50 ára afmælis fé- lagsins. Uppfærslan þótti ákaflega vel heppnuð og m.a. vakti athygli leikur Helgu Andrésdóttur í hlutverki Uglu, en þetta var frumraun Helgu í svo veigamiklu hlutverki. Hjálmar ótvíræður sigurvegari Hjálmar Jónsson vann ótvíræóan sigur í baráttunni við Vilhjálm Egils- son um efsta sætið á framboðslista sjálfstæðismanna. Sigfiís Jónsson frá Söndum hafnaði í þriðja sæti. Mikil spenna ríkti varöandi úrsht prófkjörs- ins og töluðu menn jafnvel um próf- kjör aldarinnar hér í kjördæminu. Tvær fylkingar tókust á og kom fram gagnrýni á afskipti Pálma Jónssonar af prófkjörinu. Pálmi vísaði því á bug og sagði að málflutningur Vilhjálms hefði verið hans versti andstæðingur í prófkjörinu og átti þar við evrópumál- in, sem munu hafa farið fyrir bijóstið á mörgum, sérstaklega inn til sveita. Móðir og bam í sjóinn Bíll 17 ára móður á Skagaströnd hafnaði úti í sjó. Móðirin var með sjö mánaða bam sitt í bílnum og einnig 14 ára systur sína. Allir sluppu ómeiddir frá borði áður en bíllinn sökk í sjóinn. Dœemtar Hátíð á Blönduósi Langþráð stund rann upp hjá Blönduósingum þegar þeir vígðu brim- vamargarðinn og héldu hátíð af því til- efni á fullveldisdaginn. Mikil andstaða hefur ríkt í þjóðfélaginu gegn þessari framkvæmd og þaö má líkja baráttu forvígismanna Blönduósbæjar við frelsisstríð. Þeir hafa lengi trúað því að höfn væri það sem staðinn skorti og vaxandi sjávarútvegur á Blönduósi gæti vegið á móti þeim mikla sam- drætti sem orðið hefur í landbúnaóin- um á seinni ámm. Fjöldauppsagnir hjá Fisk I byijun mánaóar var stómm hluta starfsmanna Fiskiðjunnar sagt upp störfum af þeirri ástæðu að um ára- mótin verður hætt að vinna á vöktum hjá fyrirtækinu og komið upp pökkun- arstöó, sem spara mun nokkur störf og auka afkastagetu í framleiðslunni. Jón Karlsson formaður verkalýðsfélagsins Fram hefur lýst áhyggjum sínum meó að margir muni missa atvinnu sína við þessa breytingu, og ljóst er að það ger- ist a.m.k. til að byija meö meóan upp- setning pökkunarstöðvarinnar stend- ur yfir, en Fiskiðjumenn stefna að því að endurráða flesta þá sem sagt var upp. Frammistaða Tindastóls í úrvalsdeildinni í vetur: Farið fram úr flestum vonum Þá fer körfuboltinn að rúlla að nýju eftir jólaleyfi í deildinni. Tindastóll á leik gegn ÍR í Seljaskóla annað kvöld (fimmtudagskvöid) og verður þar án Torrey John Bandaríkjamannsins er tekur út leikbann í kjörfar brott- reksturs í næstsíðasta leiknum fyrir jól, gegn Grindvíkingum syðra. Tindastólsmenn fá síð- an Islandsmeistara Njarðvík- ur í heimsókn á sunnudags- kvöldið. Gengi Tindastólsliðsins í vet- ur hefur allt að því verið betra en bjartsýnustu menn þorðu að vona miðað við þá blóðtöku sem liðið varð fyrir á sama tíma og flest lið deildarinnar héldu sínu eða fengu liðstyrk. Og útlit- ið hjá Tindastóli hlýtur að teljast mun betra nú en í upphafi móts. Utlendingurinn í liðinu er ekki það spumingamerki sem hann var í haust, og að auki hefur Lárus Dagur Pálsson snúið til Tindastóls að nýju. Tindastólsliðið á nú í baráttu við Hauka, Val og Skagamenn um sæti í úrslitakeppninni. Valsliðið hefur verið hálfvæng- brotið í haust og ekki batnaði ástandið í þeirra herbúðum þeg- ar Ingvar Jónsson þjálfari lét af störfum fyrir skömmu. Skaga- menn misstu Ivar Asgrímsson frá sér á dögunum og spumingin er hvort Haukamir haldi dampi, með sinn litla hóp og útlend- ingslausir. Ef gerð er lausleg úttekt á frammistöðu leikmanna Tinda- stóls í vetur, er fljótsagt að Bandaríkjamaðurinn Torrey John hefur staðið sig frábærlega vel og virðist falla vel inn í liðið. Hinrik Gunnarsson hefur leikið vel og staðið fyllilega undir þeim væntingum sem við hann voru bundnar. Omar Sigmars- son hefur sömuleiðis verið góð- ur og þessi baráttuglaði og grimmi leikmaður virðist vera í þann mund að springa út. Annar ungur leikmaður hefur einnig glatt augað. Amar Kárason hef- ur sýnt ótrúlega yfirvegun af ekki leikreyndari manni og greinilegt að þama er maður framtíóarinnar á ferðinni. Páll Kolbeinsson þjálfari hefur leikið vel í vetur og reynst liðinu ó- metanlegur þegar hans hefur notið við, en eins og oft áður hafa meiðsli hrjáð Pál. Sigurvin Pálsson hefur átt köflótta leiki. Stundum leikið vel í sókninni, en vamíirlcikurinn verið höfúð- verkur. Óli Barðdal hefur komið inn geysisterkur og baráttugleði hans er einstök. Þeir Atli Þor- bjömsson og Halldór Halldórs- son hafa fengið nokkur tækifæri í vetur og staðið fyrir sínu. Stef- án Hreinsson hinsvegar fengið færri tækifæri, en dugnaóur hans við æfingar er til mikillar fyrirmyndar. Fýkur í hendingum hjá Fúsa „Fýkur í hendingum hjá Fúsa“, heitir ljóðakver sem Sig- fús Steindórsson fyrrum bóndi í Steintúnum í Lýtingsstaða- hreppi sendi frá sér fyrir jólin. Fúsi er fyrir nokkru orðinn kunnur fyrir smellnar vísur sínar og þykir nokkuð sér- stæður karakter eins og fyrsta vísa bókarinnar ber með sér, sem hann kallar mottó: ,Aldrei stend ég eða ligg/ öllum svo að líki./Oft ég ráð af öðrum þigg/þó aðeins frá þeim víki. „Mig minnir að ég hafi samið fyrstu vísuna mína þegar ég var átta ára gamall. Síðan hef ég fengist mismikið við þetta með góðum hléum. Það hafa komið tímar sem ég hef ekkert hugsað um þetta, og síðan aðrir þar sem hefur vaðið á mér. Það eru um 10 ár síðan Jón Ormar Ormsson ympraöi á því við mig hvort væri ekki rétt af mér að fara að gefa út ljóðabók. Síðan áréttaði hann þetta aftur fyrir rúmu ári og þá fór ég hugsa um þetta fyrir al- vöru. Ólafur Atli Sindrason, son- arsonur minn, veitti mér góða aðstoð við útgáfuna, svo og Kristján Runólfsson“. Höfundur annaðist sjálfur út- gáfuna og var kverið gefið út í 200 tölusettum eintökum. Fúsi hefur sjálfur annast sölu bókar- innar og hún runnið út eins og heitar lummur, og bendir ýmis- legt til að þrykkja verði nýtt upp- lag áður en langt líöi. Þegar blaðamaður Feykis hitti Fúsa á dögunum voru farin rúm hund- rað eintök og pantanir borist víða, samt var hann ekkert byrj- aður að selja bókina í sinni gömlu heimasveit, cn vitað er að sveitungar hans margir höfóu sýnt bókinni mikinn áhuga. Ljóðakverið er skemmtilega upp sett og með mörgum vísun- um fylgir örsaga um tilurð þeirra. Kápan er mjög falleg, með kyngimagnaðri mynd á for- síðunni af Fúsa teiknaðri af Þur- íði Hörpu Sigurðardóttur Bjöms- sonar frá Framnesi í Blönduhlíð. Það er Sást hf. sem annast setn- ingu og prentun.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.