Feykir


Feykir - 04.01.1995, Blaðsíða 2

Feykir - 04.01.1995, Blaðsíða 2
2FEYKIR 1/1995 v4£í‘öubów^í^' Góð sala hjá Skafta í morgun voru seld í Hull 100 tonn af 160 tonna farmi úr Skafta, 60 tonn á að selja í fyrramálið. Meðalverð fyrir 100 tonnin lá ekki fyrir þegar blaðið fór í prentun, en að sögn Gísla Svans Einarssonar útgerðarstjóra Skagfirðings er Ijóst að salan verður góð og gæti orðið mjög góð. I morgun var að fást 130 krónur fyrir kílóiö af því sem lakast var í aflanum og yfir 200 íyrir það besta. Skafti var með blandaðan afla, grálúðu, þorsk, ufsa og ýsu og vom aflabrögð mjög góð yfir hátíðamar. Næstu sölur togara Skag- firðings em 9. janúar, þá selur Skagfirðingur í Bremerhafen og Drangeyjan í Hull. Hegra- nes á síðan söludag í Bremer- hafen 11. janúar. Skagstrendingsbréfin seldust mjög vel Hlutafé jókst í Máka fyrir áramótin Hlutabréf í Skagstrendingi seldust fyrir rúmar 22 millj- ónir króna á verðbréfaþingi Islands fyrir áramótin, eða mest af Norðlenskum fyrir- tækjum. Hlutabréf í Þormóði ramma seldust fyrir rúmar níu miUjónir. Skagfirðingum gafst nú kostur á kaupum á hlutafé í hlý- sjávareldinu Máka og ná sér um leið í skattaafslátt. Guð- mundur Öm Ingólfsson fram- kvæmdastjóri Máka sagðist vera ánægður með viðbrögðin, þau hefðu verið vonum framar miðað við þá litlu kynningu sem sala bréfanna fékk, enda fékkst heimildin ekki fyrr en rétt fyrir jólin. Hlutabréf í Máka seldust fyrir rúma milljón nú fyrir jólin og sagði Guðmundur að styrkir fengjust á móti þessu hlutafé og væri það því fyrir- tækinu enn mikilvægara fyrir vikið. Guðmundur er mjög bjartsýnn á að starfsemin verði oiðin arðbær strax að tveim áram liðnum, cn þá verður fyrirtækið komið í fulla framleiðslu. Þrettándavaka í Trölla Árleg Þrettándavaka í Trölla er áformuð laugardaginn 7. janúar n.k. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til Friðriks A. Jónssonar í vinnusíma 35115, heimasími 35315 eða Þorkels í vinnusíma 35200 heimasími 35421. Hvað er þeim efst í huga frá liðnu? Teikning Sverris B. Magnússonar 14 ára Drekahlíð 8 á Sauðárkróki er hlaut önnur verðlaun í jólakortasamkeppni Dagblaðsins fyrir jólin 1994. Guðmundur Guðmundsson sveitarstjóri á Hvammstanga: Saknaði landsmótsins Arið hefur einkennst nokkuð af erfiðleikum í þjóðfélaginu vegna aflaskerðingar á Islands- miðum. Enn var mikið atvinnu- leysi og sýnt að atvinnuleysis- bótakerfið er sprungið. Astandið er þó víða betra en ætla mætti vegna mun meiri úthafsveiða en verið hefur og ljóst að um þær era íslendingar vel færir. A árinu var lýðveldishátíð á Þingvöllum og landsmót UMFÍ á Laugarvatni. Ég sótti hvoragt en saknaði landsmótsins. Hins- vegar sótti ég minnistæða og vel- heppnaða fjölskylduhátíð Ung- mennasambands Norður-Þing- eyinga í Asbyrgi í sumar. Af eig- in högum er mér eftirminnilegast að fjölskyldan fluttist frá Raufar- höftí til Hvammstanga og tók ég við starfi sveitarstjóra Hvamms- tangahrepps í ágúst. Magnús Jónsson sveitarstjóri á Skagaströnd: Vinabæja- mótið hápunkturinn Efst í huga frá liðnu ári er mjög ánægjulegt vinabæjarmót Hræringarnar í pólitíkinni Ýmsar hræringar og óróleiki í íslenskri flokkapólitík vora ein- kennandi fyrir liðið ár og er ekki séð fyrir endann á því. Verður spennandi að fylgjast með á næstu mánuðum og misserum hvaða afleiðingar þetta muni hafa. Sveitarstjómarkosningar í maí sl. voru spennandi og þar gerðust ýmsir óvæntir hlutir. Nýjar sveitarstjómir era að fást við brýn verkeftii. Hvað varðar eigin hagi og heimabyggð þá hefur margt gerst á árinu eftirminnilegt. Hápunkt- urinn er vitaskuld að ég tók við starfi bæjarstjóra á Blönduósi 1. ágúst sl., fluttist síðan hingað með mína fjölskyldu í september og er hér með góðu fólki að takast á við mjög skemmtileg og krefjandi verkefni. Það er hægt að minnast margra skemmtilegra stunda frá árinu. Þar bera hæst veiðiferöir með vinum og kunningum, og ferðalög með fjölskyldu og vin- um bæði innan lands og utan. Snorri Björn Sigurðsson bæjarstjóri Sauðárkróki: Vígsla bók- námshússins bar hæst Vígsla bóknámshússins var viðburður sem við höfðum lengi beðið eftir og er mjög merkur áfangi hjá okkur, auk þess að þetta er virkilega fallegt hús. A hinn bóginn var það dálítið áfall fyrir okkur þegar í ljós kom að byggingarsvæði í Laufblaðinu var ekki nothæft, að minnsta kosti í bili, og bærinn varð fyrir nokkram skakkaföllum peninga- legum af þessum ástæöum. Jón Guðmundsson sveitarstjóri Hofshrepps: Hætti búskap eftir 35 ár Efst í huga mér er að ég hætti búskap á árinu eftir að hafa búið í 35 ár, og í kjölfar þess hætti ég afskiptum af búnaðarmálum. Þá er mér þjóðhátíðin á Þing- völlum ofarlega í huga. Það var mikil hátíð og gaman að vera þar viðstaddur. Ég hrósaði happi aó vera komin tímanlega og sleppa við biðröðina miklu sem mynd- aðist. Fréttalega séð held ég að biðröðin og allt klúðrið í kring- um umferðina á þjóðhátíðina sé það sem hæst stendur af fféttum ársins. Og kannski er þaó fyrir það aó maður var sjálfur vitni aðþví. sem hér var haldið á liðnu sumri. Af innlendum fréttum finnst mér standa hæst slagurinn í kringum Guðmund Áma, sem mér fannst yfirgengilegur í alla staði. Kosn- ingamar sl. vor era minnistæðar. Hér á Skagaströnd var kosninga- baráttan og útslitin í alla staði ánægjuleg. Staðan í atvinnumálunum var erfið fyrri hluta ársins og at- vinnuleysið mikið. Með vorinu varð síðan ánægjuleg breyting í atvinnumálunum sem hélst nokkum veginn út árið. Málefni Hólaness settu svip sinn á at- vinnulífið hér og sem betur fer tókst að ná þar þokkalegri lend- ingu, sem vonandi á eftir að reynast byggðarlaginu vel í framtíðinni. Skúli Þórðarson bæjarstjóri á Blönduósi: Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa Aðalgötu 2, Sauð- árkróki. Póstfang: Pósthólf 4, 550 Sauð- árkróki. Sími 95-35757. Myndsími 95- 36703. Ritstjóri Þórhallur Ásmundsson. Fréttaritarar: Magnús Olafsson A.-Hún. og Eggert Antonsson V.-Hún. Blaðstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guðbrandsson, Sæmundur Hermannson, Sigurður Ágústsson og Stefán Ámason. Áskriftarverð 137 krónur hvert tölublað m/vsk. Lausasöluverð 150 kr. m/vsk. Setning og umbrot Feykir. Prentun Sást hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.