Feykir


Feykir - 18.01.1995, Blaðsíða 4

Feykir - 18.01.1995, Blaðsíða 4
4FEYKIR 3/1995 Siðbótaumræðan inn í bæjarstjórn Sauðárkróks Bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins ýjar að því að yfirmenn bæjarins láti persónuleg vinatengsl ráða ferðinni í þeirri ákvörðun að viðhalda samingi við endurskoðenda bæjarreikninganna Á síöasta árí átti sér staö nokkuð yf- irgripsmikil umræða í þjóðfélaginu um spillingu í stjómkerfi landsins og meóal ráóamanna þjóöarinnar. Þessi umræöa er svo sem ekki ný af nálinni. Oft og einatt hefur veriö talaö um þaö siðleysi sem fylgi því að pólitíkusar, bankastjórar og ráóa- menn ýmsir séu aö þiggja gylliboó á boró vió laxveióitúra, hanastéls- veislur og ýmsar aðrar uppákomur sem tíókist í vióskiptalífinu. Þessi spillingarumræða teygói anga sína inn á fund bæjarstjómar Sauðár- króks í síöustu viku. Þar ýjaói Anna Kristín Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins aö því aó þeir Bjöm Sigurbjömsson formaður bæjarráðs og Snorra Bjöm Sigurós- son bæjarstjóri létu persónuleg vinatengsl ráða feróinni varðandi þá ákvörðun að vióhalda samningi vió endurskoóendaskrifstofu í Reykjavík, í staó þess aó færa heim vinnu viö endurskoóun bæjarreikn- inganna til aóila á Sauóárkróki. Forsaga þessa máls er sú aö þegar fjár- hagsáætlun Sauðárkróksbæjar fyrir áriö 1993 var í undirbúningi lagði Anna Krist- ín ffam tillögu þess efiiis aö enduskoðend- um bæjarins, Endurskoðendaskrifstofu Sveins Jónssonar og Hauks Gunnarssonar í Reykjavík yrði sagt upp störfum, en end- urskoðun reikninga bæjarins og stofana hans þess í stað falin Endurskoóun hf á Sauðárkróki. Þessi tillaga fékk lítinn hljóm- grunn meðal meirihlutans í bæjarstjóm og forseti bæjarstjómar, sem þá var Knútur Aadnegaard, sagði eitthvað á þá leið að þá bæri alveg eins að huga að því að segja upp samningi um lögífæðiþjónustu, sem bærinn keypti á þessum tíma frá Lögmannastofu Sigurðar Inga Halldórssonar. Flutnings- maður tillögunar, Anna Kristín, tók vel í þá hugmynd forseta. I máli Önnu Kristínar á bæjarstjómar- fundinum, kom fram að ekki hafi liðið á löngu þar til ljóst varð að samningi við lög- fræðistofuna hafði verið sagt upp og verk- efnin í meira mæli en áður færð til heima- aðila, Þorbjöms Ámasonar lögfræðings á Sauðárkróki. Uppsögn samningsins var þó ekki gerð með meira áberandi hætti en svo að starfsmenn Sauðárkróksbæjar vom að leita til lögffæðistofu Sigurðar Inga nokkm eftir að samningnum var sagt upp. Anna Kristín endurflutti tillögu sína um uppsögn samnings við cndurskoóenduma síðla árs 1993 og einnig í lok síðasta árs. Tillögunni var vísað til bæjarráðs og þar var hún felld með tveimur atkvæðum, gegn at- kvæði fulltrúa minnihlutans Stefáns Loga Haraldssonar. Rök meirihlutans fyrir því að fella tillöguna em þau að bærinn hafi átt góð viðskipú við umrædda endurskoðenda- skrifstofú lengi og ekkert væri út á þjónust- una að setja. Því þætti ekki ástæða til að segja samningnum upp, cn ekki vegna þess að starfsmenn Endurskoðunar hf. væm ekki traustsins verðir. „Þaö væri ekki gáfúlegt að skipta bara til að skipta eins og fram kom í Anna Kristín Gunnarsdóttir. máli eins fulltrúa meirihlutans á bæjar- stjómarfúndinum. Hætta á ruglingi Þá vom einnig færö fram þau rök af hálfu meirihlutans, að þar sem að Endur- skoðun hf. væri með marga aðila í viðskipt- um, bæði stór fyrirtæki á Sauðárkróki og víðar, þætti ekki heppilegt að Sauöárkróks- bær, mjög stór aðili, bættist þar viö. Það gæti valdið ruglingi. Það var aðallega Hilm- ir Jóhannesson fúlltrúi K-listans sem beitti þessum rökum, en Hilmir sagöi einnig að sjálfsagt væri hægt að færa fyrir því gild rök að þetta þyrfti svo sem ekki að valda mgl- ingi. Anna Kristín svaraði þessum síðustu rökum á þá leið að trúlega væri nú Endur- skoóendaskrifstofa Sveins og Hauks einnig með fjölmarga viðskiptavini, enda væri svona röksemdafærsla einungis til þess fall- inn að kasta rýrð á starfsmenn Endurskoð- unar hf, en Kristján Jónasson framkvæmda- stjóri fyrirtækisins hlýddi á umræðumar á bæjarstjómarfundinum. Björn Sigurbjörnsson. Fulltrúum minnihlutans í bæjarstjóm fannst rökin fyrir því að hafna tillögunni léttvæg, og sökuðu meirihlutann um að bregðast þeirri yfirlýstu og sameiginlegu stefnu bæði meiri- og minnihluta, að bæjar- yfirvöldum bæri að hlúa að og styrkja at- vinnustarfsemi í bænum eins og frekast væri kostur, t.d. með því að bcina verkefn- um til fyrirtækja í bænum sem þau gætu leyst af hendi jafnvel og fyrir sambærilegt verð og aðilar utan bæjarins. Anna Krisún sagði að menn hefðu þama tækifæri til að flytja hálaunastarf til bæjarins. Endurskoð- un bæjaireikninga hefði á síðasta ári kostað 1200 þúsund, auk kostnaðar við ferðir og uppihald endurskoðendanna að upphæð 140þúsund. Hörð og ósvífin gagnrýni Bjöm Sigurbjömsson sagði það koma úr höróustu átt frá minnihlutanum, og beindi þar orðum sínum sérstaklega til Onnu Kristínar, að ásaka meirihlutann um það að hafa ekki stutt nægjanlega við atvinnulífið í bænum á undanfömum ámm, þegar veitt- ar höfðu verió úr bæjarsjóði tugir milljóna til stuðnings atvinnulífinu í bænum. Þetta væri hörð og ósvífin gagnrýni og menn ættu aó líta sér nær. Anna Kristín kom þá í ræðustól og tók að þenkja um þau persónulegu vinatengsl sem nefúd vom hér í upphafi greinarinnar, og sér væri td. kunnugt um það að endur- skoðandinn Sveinn Jónsson, bæjarstjórinn Snorri Bjöm og Bjöm Sigurbjömsson for- maður bæjarráðs fæm stundum saman í laxveiðitúra og að auki væm þeir allir frí- Snorri Björn Sigurðsson. múrarar. Það væri eiginlega ekki hægt að fmna neina aðra skýringu á því að þeir vildu endilega hafa þessi viðskipti áfram hjá endurskoðcndaskrifstofu í Reykjavík. Snorri Bjöm bæjarstjóri og Bjöm Sigur- bjömsson formaður bæjarráðs fokreiddust þessum aðdróttunum. Bæjarstjóri sagði það langsótt að rekja vinartengsl sín við Svein Jónsson til laxveiðitúra því það væm lík- lega orðin fimm ár síðan að þeir fóm síðast saman í lax. Snorri Bjöm sagðist jú vera frí- múrari, þaó væri Bjöm Sigurbjömsson líka, og þeir skömmuðust sín ekki fyrir það, en sér væri ekki kunnugt um að Sveinn væri í reglunni líka. Hann skoraði nú á Önnu Krisúnu í votta viðurvist að sanna það að Sveinn Jónsson væri frímúrari, ef henni tækist það, þá skyldi ekki standa á sér að taka ofan fyrir henni. Þessu svaraði Anna Kristín á þá leið að vitna til bókarinnar, Bræðrabönd, sem hún teldi nokkuð frausta heimild. Þar stæði svart á hvítu að Sveinn Jónsson væri frímúrari. Ætti að skammast sín Bjöm Sigurbjömsson sagói aö Anna Hilmir Jóhanncsson. Krisún ætti virkilega að skammast sín. , Jætta er sú ömurlegasta og svívirðilegasta ræða sem hér hefúr verið flutt. Að sitja und- ir slíkum dylgjum er gjörsamlega forkast- anlegt. A síðasta kjörtímabili var það haft á orði að við karlmennimir í bæjarstjóminni væm svo vondir við blessaóan fúlltrúa Al- þýðubandalagsins. Það var meira að segja skrifað um það í blöð að dagstjaman skipti ekki skapi þó það væri verið að rífast yfir henni. En nú er málið komiö á damp, nú er mælirinn fullur“, sagði Bjöm og bætti við að það lægi við að víta bæri bæjarfulltrúann fyrir slíkar dylgjur, þetta væri hreint og beint svívirðilegur málflutningur. Stefán Logi tók undir þessi síðustu orð, kvaðst harma hvemig umræðumar hefðu þróast, og spuming hvort forsæti ætti ekki að hafa vald til aö stöóva ræðumenn þegar þeir fæm út í svona málflutning. Bjami Ragnar Brynjólfsson hinn fulltrúi framsóknar í bæjarstjóm, harmaði hvað umræðan hefði farið út um víóan völl, en hinvegar væri það furðulegt að bæjar- yfirvöld hefðu ekki cinu sinni látið kanna hvort þessi þjónusta fengist ódýrri hjá fyrirtækjum hér heima, því í sínum huga væri það ekkert vafamál að heimaðilar ættu að geta leyst þessa þjónustu fúlllkomlega af hendi. Hilmir Jóhannesson sagðist minnast þess aó hann hefði farið í laxveiðitúra með endurskoðandanum, bæjarstjóranum og formanni bæjarsráðs og þrátt fyrir það tcldi hann sig ekki vanhæfan að greiða atkvæði um tillöguna. Reyndar hefði hann litið á það sem hjálfparstarf að fara með félögun- um í lax, þar sem hann hefði séð um að veiða en þeir að borga. Munið áskriftargjöldin! Þeir sem enn kunna að hafa í fórum sínum ógreidda gíróseðla fyrir áskriftargjöldum em beðnir að greiða hið allra fyrsta. Þeim sem glatað hafa gíróseðli skal bent á að hægt er að millifæra áskriftargjaldið á reikning Feykis nr. 1660 í útibúi Búnaðar- bankans á Sauðárkróki.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.