Feykir


Feykir - 18.01.1995, Blaðsíða 6

Feykir - 18.01.1995, Blaðsíða 6
6FEYKIR 3/1995 *l/<a£*t<bcU&Ca, ~7ec&*t: (lóHAacMt *7extc: “Póná. 1. Maður er nefndur Ketill raumur son Orms skeljamola Hrossabjamarsonar, Jötun-Bjamasonar norðan úr Noregi. Ketill bjó á bæ þeim er Raums- dalur heitir norðarlega í Noregi. Þá voru fylkiskon- ungar í Noregi er þessi saga gerðist. Ketill var ágætur maður og vel auðugur af fé, rammur af afli og hinn röskvasti í öllum mannraunum. Hafði ver- ið í hemaði hinn fyrri hluta ævi sinnar en settist nú að búm sínum sem aldur færðist yfir hann. 2. Ketill átti Mjöll dóttur Anar bogasveigis og með henni son þann er Þorsteinn var nefndur. 3. Menn gerðu mikió orö til ámælis að sá væri mikill vanskörungur er yfirmaður var þess héraðs að engar aðgerðir skyldu í mót koma slíkum óhæf- um og kváðu Ketil nú mjög eldast, en hann gaf sér fátt en þótti þó eftir því sem þeir sögðu. Það var eitt sinn aö Ketill mælti við Þorstein son sinn: „Onnur gerast nú atferð ungra manna en þá er eg var ungur. Þá gimtust menn á nokkur framaverk, annað tveggja að ráðst í hemað eða afla fjár og sóma með einhverjum þeim aðferðum sem þeim var mannhætta í. En nú vilja ungir menn ger- ast heimaelskir og sitja við bakelda og kýla vömb sína í miöi og munngáti og þverr því karlmennsku Hann var vænn maóur sjónum, engi ágætismaður á vöxt eða afl, en athæfi og allur færleikur með hinu betra meðallagi að því sem þá vom ungir menn. Þorsteinn var átján vetra þá þetta var tíðinda. I þenna tíma vom úthlaupsmenn eða illvirkjar á leið þeirri milli Jamtalands og Raumlands. Engir komu aftur þeir er fóm og þótt saman væm fimmt- án eða tuttugu þá höfðu engir aftur komið. Þóttust menn því vita að frágerðarmaður mundi úti liggja. Menn Ketils bónda urðu minnst fyrir þessum ófriði, bæði manndrápum og fésköóum. og harófengi. Þorsteinn svaran „Eggjað væri nú ef nokkuð tjó- aöi“. Hann stóó upp, gekk burt og var hinn reiðasti. 4. Það var litlu síðar en þeir feðgar höfóu talast við að Þorsteinn gekk út einn saman frá drykkju og hyggur þaó helst fyrir sér að hann mun treysta á hamingju föður síns og veróa eigi fyrir atyrðum hans heldur vildi hann nú leggja sig í nokkura mannhættu. Hann tók hest sinn og reið einn saman til skógar þangað sem honum þótti helst von ill- virkjanna þó að honum þætti lítil von ffamgangs- ins við slíkt ofurefii. Vildi hann nú og heldur leggja lífið en fara að erindisleysu. Herdís í fjar-prófkjörsbaráttu Herdís Sæmundardóttir á Sauðárkróki, sem gaf kost á sér í 3.-4. sætið í prófkjöri Framsóknarflokksins, átti ekki hægt um vik með að beita sér í prófkjörsbaráttunni, þar sem að hún hefúr verið bundin við nám í Reykjavík frá því um áramóL Tíminn birti viðtal við Herdísi nú fyrir helgina. „Já, ég var illa fjarri góðu gamni en það varð ekkert við það ráðið. Eg er í fjamámi í upp- eldis- og kennslufræðum og er að ná mér í kennsluréttindi frá Háskólanum. Þetta hittist bara svona á. Eg fer hingað suður tvisvar á ári og sit á skólabekk í 10 daga. Ég þurfti að fara til Reykjavíkur 2. janúar og fer ekki heim aftur fyrr en í dag, 11. jan- úar“. Herdís segist hafa reynt að vinna í sínum málum milli jóla og nýárs, en hún hefúr eftir ára- mótin að mestu orðið að treysta á símann. „Sjálfsagt bitnar þetta á mér að einhverju leyti. Maður hefur kannski ekki sömu möguleikana á að kynna sig. Það er óneit- anlega verra að geta ekki verið innan um sitt fólk þessa dagana“. Nú stefna báðir þingmenn flokksins í kjördæminu, Stefán Guðmundsson og Páll Pétursson, á efsta sætið á listanum. Vilt þú spá einhverju um úrslitin? „Nei ég spái engu. Ég sagði það í upphafi að ég væri ekki fylgjandi því að hafa prófkjör hjá Framsóknarflokknum í Norður- landi vestra fyrir þessar kosn- ingar. Ég vil hafa báða þessa menn þama efsL Þetta em ágætir menn og ég vil halda þeim báð- Hvatarmenn voru sigursælir á Stígandamótinu í knattspyrnu sem fram fór í íþróttahúsinu á Biönduósi sl. sunnudag. A-iið Hvatar sigraði í mótinu, vann alla sína leiki. B-liðið varð í öðru sæti, í þriðja sæti varð a-Iið Tindastóls, b-lið Tindastóls í fjórða sæti, þá Kormákur og Neisti rak lestina. Á myndinni eru sigurvegararnir A-lið Hvatar. Talið frá vinstri, efri röð: Ævar markvörður, Sveinbjörn, Guðmundur og Páll Leó. Neðri röð frá vinstri: Helgi, Hörður, Gísli og Jón Oskar. Bæjarmálapunktar frá Blönduósi Unglingalandsmótsnefnd USAH óskar eftir viðræðum við fulltrúa bæjarstjómar Blönduóss um afnot íþróttamannvirkja í tengslum við mótið næsta sumar. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að leggja til að- stöðu án endurgjalds, en þó með reiknuðum afhotum sem verði fært sem styrkur. Lagt fram erindi frá Kaupfé- lagi Húnvetninga varðandi breyt- ingar á aðalinngangi og lagfær- ingar á bílaplani. Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar bygg- ingamefndar. Bæjarstjóra falið að hafa samband við viðkomandi hagsmunaaðila. Bréf ffá Hollustuvemd ríkisins vegna framlengingar starfsleyfis fyrir sorpförgun við Draugagil. Þar koma fram ábendingar um nokkur atriði sem ábótavant þykja og farið fram á úrbætur. Erindinu vísað til fjárhagsáætlunar. Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti flutning 6 tonna af þorski frá Gissuri hvíta til Guðmundar Jens- sonar og 10,6 tonna af ýsu frá Gissuri hvíta til Seleyjar hf. Kynntar niðurstöður úttektar atvinnumála á Blönduósi. Svör bárust frá 37 fyrirtækjum og helsta niðurstaða könnunarinnar er sú að staða atvinnumála virðist í jafnvægi. Starfsmannafjöldi fyr- irtækjanna verði svipaður og áður. Bæjarstjóra var falið að kynna oddvitum nágrannasveitarfélag- anna niðurstöður könnunarinnar. Lagt fram minnisbréf tækni- fræðings til bæjarstjóra þar sem greint er frá tjóni er orðið hefur á sjóvömum við Blönduós. Bæjar- ráð felur bæjarstjóra og bæjar- tæknifræðingi að kynna málið fyrir Vita- og hafharmálastofnun. Bæjarráð leggur áherslu á að framlag af hálfu hins opinbera til sjóvama á Blönduósi fáist þegar á næsta ári. Bæjarráð samþykkir flutning á 55 tonnum af ótilgreindum afia frá Gissuri hvíta til Síldarvinnsl- unnar hf, 6 tonnum af þorski frá Gissuri hvíta til Sigurðar Jóns- sonar í Ólafsvík og 15 tonnum af þorski af Ingimundi gamla til Guðmundar Jenssonar. Einnig samþykkir ráðið flutning 40 tonna af þorski, 10 tonna af ýsu, 20 tonna af ufsa og 22 tonna af karl'a af Ingimundi gamla til Þórs Pét- urssonar. Einnig 60 tonna af þorski, 90 tonna af ýsu, 80 tonna af ufsa og 8 tonna af þorski af Gissuri hvíta til Þórs Péturssonar. Erindi framkvæmdastjóra hér- aðsnefndar lagt fram. Þar eru til- greind ýmis atriði varðandi tjald- stæði og ferðaþjónustu sem þarfn- ast útbóta. Samþykkt að f'ela bæj- artæknifræðingi að meta kostnað við liði eitt og tvö í erindinu, sem fjalla um aðkomu aó tjaldsvæði og grunnvatnsstöðu og frárennsl- ismál. Erindinu ásamt þessu aö öðra leyti vísað til gerðar fjár- hagsáætlunar. um, sem þingmönnum kjördæm- isins.“ Hvaða möguleika felur fjar- námið í sér? „Fjamámið er sett upp til þess að gefa fólki, sérstaklega á lands- byggóinni, kost á að ná sér í kennsluréttindi án þess að þurfa að taka sig upp og fiytja suóur með fjölskylduna. Við komurn hingað suður tvisvar á ári og sitjum fyrirlestra og síðan vinnum við þetta í gegnum menntanetið. Bæði Háskólinn og Kennaraháskólinn bjóða upp á fjamám til þess að ná kennslu- réttindum, en ég sé. fyrir mér gífurlega möguleika fyrir landsbyggðina í menntamálum með þessari samskiptatækni. Ég hefði t.d. ekki getað náð mér í þessa menntun sem ég þarf sem kennari í framhaldsskóla á landsbyggðinni, nema með þessum hætti", sagði Herdís Sæmundardóttir að lokum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.