Feykir


Feykir - 18.01.1995, Blaðsíða 3

Feykir - 18.01.1995, Blaðsíða 3
3/1995 FEYKIR3 Vélsmiðja Húnvetninga: Framleiðsla hafin á þvottavélum fyrir f iskkör og f iskkassa Sigurborgin VE við bryggju í Vestmannaeyjum. Mynd/Fréttir. Hvammstangabúar plötuðu Eyjamenn Af götunni Allt úr böndum Samkvæmt yfírlýsingum ífam- bjóðenda í prófkjöri Framsóknar- flokksins í kjördæminu fór prófkjörið allrækilega úr bönd- um. Utankjörstaðakosningin var með því rúmasta er gerist í próf- kjörum. Þjónusta við kjósendur yar frábær, heimsendingarþjón- usta eins og nú gerist best og kosningin var framkvæmd á hin- um ýmsu stöðum, á fjósstéttinni, í hlöðugættinni, í þvottahúsinu, eldhúskrókum, á kaffistofum, verkstæðinu og sem sagt út um allt. Stuðningsmenn Stefáns ásaka stuðningmenn Páls um að hafa brugðist þeim leikreglum sem ákveðnar höfðu verið fyrir próf- kjörið og hafi því átt upptökin að því að beita þeim aöferðum sem eyðilögðu þetta prófkjör, smala- mennskunni. Starfsmaður kjör- staóar á Sauðárkróki hafi fram- kæmt utankjörstaðakosninguna af samviskusemi, en á sunnudeg- inum fyrir rúmri viku hafi síðan frést af því að trúnaðarmaður flokksins í Akrahreppi ferðaðist um með bunkana af kjörseðlunum milli bæja. Þegar síðan prófkjör- ið var tvíframlengt að beiðni stuðningsmanna Páls, höfðu gár- ungamir að orði að þetta væri orðið það langlengsta prófkjör sem nokkru sinni hefði farið fram. Páll svarar þessu með því að segja aó hann viti ekki hvað stuðningsmenn Stefáns séu að fara, menn hljóti að vera að fara átaugumvið óttann að tapa. Samsæriskenningar Það verður ekki annað sagt en hún hafi vakið fuiðu margra fretta- skýringin í DV í síðustu viku, þar sem getgátur eru hafðar uppi um að fylgismenn séra Hjálmars Jónssonar og Stefáns Guð- mundssonar hafi myndað banda- lag um stuðning á víxl milli próf- kjöranna. Þeir sem til þekkja vita nefnilega aó fáleikar nokkrir em með þessum tveim frambjóðend- um, enda munu framsóknar- menn á Sauóárkróki ekki koma til með að fýrirgefa Hjálmari það að hann reyndist ekki eins mikill framsóknarmaður og þeir héldu á sínum tíma, en það var að beiðni framsóknar sem Hjálmar tók fyrst sæti í nefndum Sauðár- króksbæjar, m.a. í skólanefnd. Þessi samsæriskenning pass- aði sem sé engan veginn, en að mati margra hefði það passað betur að stuðningsmenn Páls og Hjálmars hefóu átt samstarf í prófkjörinu, og stuðningsmenn Vilhjálms og Stefáns, en það er staðreynd að nokkur hluti þeirra sem þátt tóku í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins tóku einnig þátt í prófkjöri Framsóknarflokksins. Einstaka maður hefur gefið þá skýringu á þessu framfcrði sínu, að hann sé mótfallinn opnum prófkjörum, og vilji með þessu reyna að koma í veg fyrir þau. Vélsmiðja Húnvetninga hefur byrjað framleiðslu á þvotta- vélum sem ætlaðar eru til þvotta á fiskikörum og fiski- kössum. Að sögn I>orláks Þor- valdssonar framkvæmdastjóra eru nú þrjár vélar í smíðum og er reiknað með að fyrsta vélin verði afhent í byrjun næsta mánaðar, en mikið hef- ur verið spurt fyrir um vélina bæði innanlands og utan, enda hingað til ekki verið á markaði vélar til þessara nota. Sölumaður á ferð um Iandið er kominn með sjö pantanir á vélum og það er því útlit á að stöðug fram- leiðsla verði á þvottavélunum á næstu mánuðum. Hönnuður þessara þvottavéla er Alexander Sigurðsson í Véla- hönnun í Sigtúni í Reykjavík. Alexander hefur smíðað eina vél og hefur hún verið í notkun í Fiskmarkaði Hafnarfjarðar og reynst þar vel. Utfærslan hefur verið bætt og þróuð frá þessari fyrstu vél. Að sögn Þorláks fram- kvæmdastjóra Vélsmiðjunnar hafa fiskkassar og kör hingað til verið þvegin undir háþrýstingi. Það hefur viljaó skemma yfir- borð kassa og kara og það leitt til hættu á gerlamyndun í yfir- borði þeirra. Vélin afkastar jafn- miklu í þvotti á klukkustund eins og áætlaó er að einn maður afkasti yfir daginn. Særún á Blönduósi hefur fest kaup á fyrstu vélinni og eins og áður segir lítur mjög vel út með sölu. Hönnuðurinn er einnig með markaðssvið og til hans og Vél- smiðjunnar á Blönduósi hafa borist margar fyrirspumir og nokkrar pantanir. Vélsmiðja Húnvetninga réðst á síðasta ári í það aö kaupa framleiðslurétt á þremur vélum. Auk þvottavélarinnar er um aö ræða beituskurðarvél og iðnað- arsprautu fyrir matvælaiðnað. Þorlákur segir að fljótlega eftir aó framleiðsla þvottavélarinnar verði komin á fullan damp verði hafist handa við að framleiða beituskurðarvélina. Hér er um að ræða viðleitni forráðamanna Vélsmiðjunnar til nýsköpunar í atvinnulífinu. Gert er ráð fyrir að hún skili 3-4 árs- störfum. Fljótlega verða vænt- anlega ráönir tveir nýir starfs- menn til Vélsmiðjunnar, en áætlað er að viðbótin muni að öðm leyti leiða til bedi nýtingar á mannafla, a.m.k. fyrst um sinn. Blaðið Fréttir í Vestmannaeyj- um sagði frá því sl. fimmtudag að Hvammstangamenn hefðu platað Eyjamenn í sambandi við kaupin á Sigurborgu VE, með því að fara í kringum ákvæðið í lögunum um flsk- veiðistjórnun um forkaupsrétt sveitarfélaga á fiskiskipum og kvóta. I>etta ákvæði haldi ekki, þar sem að nóg sé að stofna fé- lag um skipið í heimahöfn þess. Þá megi flytja félagið ásamt skipi og aflaheimildum hvert á land sem er. Guðmundur Tryggvi Sigurðs- son framkvæmdastjóri Meleyrar segir í samtali við Fréttir, að það sé ekkert leyndarmál að hlutafé- lagið Vonin hafi verið stofnað um kaupin í Vestmannaeyjum. „Við gerðum tilboð í bátinn með það fyrir augum aó reyna að eignast hann. Ég skil það vel að Vestmannaeyingamir sjái eftir kvótanum og því miður hefur baráttan um aflaheimildirnar harðnað og m.a. þess vegna hef- ur sveitarfélagið komið inn í rekstur Meleyrar. Auðvitað er það ekki heppilegt aö sveitarfé- lög standi í atvinnurekstri en þá afstöðu verður að endurskoða þegar þetta er orðið spuming um líf eða dauða bæjarfélaganna.“ Guómundur Tryggvi segir að samsetning á kvóta Sigurborgar sé að mörgu leyti óhagstæð fyrir Meleyri og muni þeir spila úr honum eftir því hvemig kaupin gerast á eyrinni hverju sinni. Sig- urborg er með 606 þorksígilds- kvótann og eru 126 tonn kvótans þorskur, 177 tonn ýsa, 58 ufsi, 105 tonn karfi og 134 tonn út- hafsrækja. Aðalsími Feykis er 35757 Samvinmibókio. Viðskipti við innlánsdeildina þýða hagkvæma ávöxtun í heimabyggð og uppbyggingu atvinnulífsins til hagsældar. Nafnvextir 4,3% ársávöxtun 4,35% Ársávöxtun á síðasta ári var 4,84% Innlánsdeild Kaupfélags Skagfiröinga

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.