Feykir


Feykir - 18.01.1995, Blaðsíða 8

Feykir - 18.01.1995, Blaðsíða 8
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra 18. janúar 1995,3. tölublað 15. árgangur. Auglýsing í Feyki fer víða! GEíMGIB Það komast allir í Gengið unglingaklúbb Landsbankans Sláðu til og komdu í Gengið i Pottþéttur klúbbur! JW Landsbanki Sími 35300 mkíslands Jmm Banki allra landsmanna Talsvert hefur snjóað á Sauðárkróki undanfama daga, þrátt fyrir að bærinn hafi sloppið eins og jafnan áður við mestu stórviðrin. Mál manna er að snjómokstri hafi verið mjög vel sinnt í bænum og er hann greiðafær bæði akandi og gangandi. Unnið var að mokstri gangstétta í bænum í gær. Árangurslaus borun eftir heitu Árangur af borun eftir heitu vatni við skólasetrið Reyki í Hrútafirði hefur valdið ráða- mönnum í Staðarhreppi von- brigðum. Ljóst er að borunin varð árangurslaus. Lítið magn sjálfrennandi vatns er í hol- unni, en borinn var kominn á damp þegar það fannst á 440 metra dýpi. Fyrirfram var reiknað með að á þeim stað sem borað var mundi árangur- inn koma í ljós á 2-300 metmm. Það voru starfsmenn Jarðbor- ana hf sem önnuðust borunina með jarðbomum Ými. Að sögn Þórarins Þorvaldssonar oddvita á Þóroddsstöðum stóðu vonir til að árangur borunar yrði það góður að hagkvæmt yrði að leggja hitaveitu um sveitina. „Vatnið var mjög heitt en magnið lítið. Það er nokkuð síðan að við lét- um gera forathugun á hag- kvæmni þess að leggja hitaveitu um sveitina. Utkoman var mjög svipuð og í álíka athugun sem TM tryggingar þegar mest á reynir Söluumboð á Sauðárkróki: Bókabúð Brynjars, sími 35950. vatni við Reyki gerð var í Borgarfirðinum“, sagði Þórarinn og kvað ljóst að einhver bið yrði á að þessar hug- myndir kæmust í framkvæmd. Sá jarðhiti sem til staðar er á Reykjum, er að sögn Þórarins nær fúllnýttur til upphitunar húsa í skólahverfinu. Elli- og örorkulífeyrsþegar: Lækkun fasteigna- gjalda aukin um 20% Lækkun fasteignagjalda á elli- og örorkulífeyrisþegum á Sauð- árkróki, þeirra sem búa í eigin húsnæði, verður aukin um 20% á þessu ári frá því í fyrra. Þetta var samþykkt á fundi bæjar- stjórnar í síðustu viku. „Ég bið menn að athuga að við erum að gera svolítið gott fyrir gamla fólkið í bænum“, sagði Björn Sigurbjörnsson formaður bæj- arráðs við þessa afgreiðslu. Reglur um afslátt á fasteigna- gjöldunum eru þær að hjá þeim aðilum sem em með tekjur allt að 20% yfir óskerta tekjutryggingu og heimilisuppbót nemi lækkun fasteignagjaldanna 30 þúsundum, en var 25 þúsund á síðasta ári. Þeir elli- og örorkulífeyrisþegar sem búa í eigin húsnæði og hafa í tekjur allt að 50% yfir óskerta tekjutryggingu og heimilisuppbót fá 15 þúsund króna lækkun á fast- eignagjöldum, í staó 12.500 þús- unda í fyrra. Séra Kristján til að- stoðar fyrir vestan og 32ja manna björgunarlið úr Skagafirði Séra Kristján Björnsson sókn- arprestur á Hvammstanga hef- ur tekið þátt í björgunar- og hjálparstarfi vestur í Súðavík ásamst fjölmennu hjálparliði frá Sauðárkróki. Kristján var staddur í Reykjavík á mánu- dagsmorgun þegar byrjað var aðsaftia hjálparliði, björgunar- sveitarmanna af höfuðborgar- svæðinu og einnig var óskað eft- ir prestum til fararinnar. Séra Kristján, sem unnið hefúr með björgunarsveitum, setti sig í samband við Landsbjörgu og í samráði við biskupsstofú var ákveðið að hann skyldi fara vestur ásamt Sigfinni I>orleifs- syni sjúkrahúspresti. Björgunarliðið fór með varð- skipinu Tý, lagði af stað vestur upp úr hádeginu á mánudag og var ekki komió vestur fyrr en tæpum sólarhring síðar, enda aftakaveóur úti af Vestfjörðum. Séra Guðni Þór Olafsson prófastur á Melstað annast þjónustu í prestakalli Krist- jáns meðan hann er vestra. Seint á mánudagskvöld lör 32ja manna björgunarlið úr Skagafirði með Múlafossi frá Skagaströnd. í fyrstu var meiningin að björgunar- liðið færi meó skipi fra Siglufirði, en illfært reyndist þangað og því var stefhan tekin á Skagaströnd. Þar var reyndar ófært úrhöfninni um daginn vegna haugasjós úti fyrir og varð því nokkur biðtími á Skagaströnd. Með í för var Öm Ragnarsson læknir og Signður Pálmadóttir hjúkrunarfræðingur frá heilsugæslustöðinni á Sauð- árkróki. Einnig voru með í för tveir leitaihundar, í eigu björgunar- sveitarmannanna Sighvatar Daníels Sighvatssonar og Haraldar Ing- ólfssonar. □ Góður afli togara Skagfirðings í fyrra Togarar Skagfirðings öfluðu mjög vel á síðasta ári, eða alls 7.656 tonn og heildaraflaverð- mæti var 854 milljónir. Og nýja árið byrjaði ekki illa hjá Skagfirðingi, jólatúrar skip- anna gerðu 105 milljónir. Hegranes var aflahæst togar- anna í fyrra með 2263 tonn að verðmæti 244,1 milljón. Var skipið næstaflahæst ísfisktog- ara á landinu, aðeins „gamla“ Guðbjörgin frá Isafirði var hærrri, með 2859 tonn að verðmæti 254,1 milljón. Næstaflahæstur togara Skag- firðings er Skagfirðingur með Trygginga- miðstöðin hf. 1932 tonn og 238 milljónir í alla- verðmæti, þá kemur Skafti með 1784 tonn og 210 milljónir í verðmæti afla og loks Drangey með 1677 tonn fyrir 161,5 millj- ónir. Tvær ástæður eru fyrir minni afla og aflaverómæti Drangeyjar en hinna togaranna. Skipið var frá einn mánuð vegna viðhalds og einnig var minna um siglingar hjá Drangey en hinum skipunum. Oddvitinn Hvemig væri að fa smá kaup- hækkun eins og þeir í bæj- arstjóminni á Króknum?

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.