Feykir


Feykir - 18.01.1995, Blaðsíða 5

Feykir - 18.01.1995, Blaðsíða 5
3/1995 FEYKIR5 Nemendatónleikar í Tónlistarskóla Sauðárkróks Nemendur í Tónlistarskóla Sauðárkróks eru í vetur rúm- lega 140 og er fjöldi nemenda heldur færri en síðustu árin, einnig minna um það í vetur að fullorðið fólk sæki skólann, að sögn Evu Snæbjarnardótt- ur skólastjóra. I fyrrahaust hóíst kennsla í dægurlagasöng við skólann. Hefur aðsókn ver- ið mjög góð og myndaðist strax biðlisti. Þá er klassískur söngur kenndur við skólann eins og áður. „Við eigum mjög góðar fiðlur til að kenna á, en því miður hefur okkur ekki tekist að útvega fiðlu- kennara hvorki í vetur né fyrra. Þar eru sorglegt að þurfa að pakka þessum góðu hljóðfærum niður í kassa“, sagði Eva. Tekist hefur að útvega kennara á önnur hljóðfæri og eru kennarar við skólann í vetur átta með skóla- stjóranum. A jólaföstunni voru haldnir nemendatónleikar þar sem for- eldrum og velunnurum skólans var boðið að mæta. Tónleikamir stóðu tvö kvöld, boðið var upp á 29 tónlistaratriði fyrra kvöldið og 25 það seinna fyrir utan söng skólakórsins. Gítarleikararnir Helgi Páll Jónsson og Brynjar Elefsen leika, ásamt kennara sínum Eiríki Hilmissyni, sem er í miðið. Systkinin Magnús Barðdal Reynisson og Sesselía Barðdal Reynis- dóttir leika saman og það er kennari þeirra Rögnvaldur Val- bergsson sem gefúr tóninn. Stúlka fyrir bíl við gangbraut á Króknum Sextán ára stúlka varð fyrir bfl á Skagfirðingabraut á móts við sundlaugina sl. föstudagskvöld. Stúlkan slapp við alvarlega áverka, marðist lftfllega. Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki var dimmvióri þegar þetta gerðist og skyggni fremur slæmt. Lögreglan telur þó greinilegt að ökumaður hafi ekki sýnt nægjanlega aðgæslu þar sem sýnt þyki að hann hafi tekið fram úr öðmm bíl við gangbrautina sem er gegnt sundlauginni. Léttsveit Tónlistarskólans lék nokkur lög á tónleikunum á jólaföstunni. Meðlimir sveitarnnar eru frá vinstri talið: Kristján Kristjánsson á trommur, Gísli Þór Olafsson gítar, Rögnvaldur Valbérgsson tamborine, Arnfríður Hreinsdóttir bassi, Birgir Oli Sigmundsson trompett og Guðbrandur Guð- brandsson blásturskennari leikur á trompett. A myndina vantar hljómborðsleikarann Reynhildi Karlsdóttur. Þessir mynduðu hljómsveit á tónleikunum: Brynjar Páll Valbergsson trommur, Guðmundur K. Kárason bassi, Ævar Ingi Gíslason píanó, Andri Sigurðsson gítar og Gestur Hrannar Hilmarsson þverflautu. A myndina vantar Atla Finndal Heimisson orgelleikara. Húsnæðisnefiid Sauðárkróks auglýsir eftirtaldar íbúöir til sölu: Félagslegar eignaríbúðir Grenihlíð 28, neóri hæó, tveggja herberja, 77,7 fermetra, Grenihlíó 30, neóri hæö, tveggja herbergja, 77,7 fermetra, Laugatún 7, efri hæö, fimm herbergja, 119,7 fermetra, Víóimýri 4, 0301, þriggja herbergja, 98,4 fermetra. - Bílgeymsla samkvæmt reglum þar um -. Félagsleg kaupleiguíbúð Skógargata 2, 0101, fjögurra herberja, 101,5 fermetra. Almennar kaupleiguíbúðir Jöklatún 20, þriggja herbergja, 90,4 fermetra, Jöklatún 22, þriggja herbergja, 90,4 fermetra, Laugatún 10, fimm herbergja, 129,5 fermetra. Upplýsingar um veró og reglur, sem gilda um sölu á áóurnefndum íbúóum, eru veittar á bæjarskrifstofunni. Sauóárkróki 16. janúar 1995 Húsnœðisnefnd Sauðárkróks.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.