Feykir


Feykir - 18.01.1995, Blaðsíða 7

Feykir - 18.01.1995, Blaðsíða 7
3/1995 FEYKIR7 Hver er maðurinn? í seinustu myndbirtingu þekktust tvær konur á mynd- inni nr. 25. Það reyndust vera Anna Jósafatsdóttir frá Krossanesi, kona Jónasar Pét- urssonar í Fellabæ fyrir austan og Guörúnar Sigfúsdóttir frá Gröf á Höfóaströnd, kona Garðars Jónssonar f.v. skóla- stjóra á Hofsósi. Það voru 29. mynd. 27. mynd. 30. mynd. Hulda Sigurrós Páls- dóttir Höllustöðum Fædd 21. ágúst, dáin 9. janúar 1995 Hulda Pálsdóttir á Höllustöð- um er dáin og það grúfa þungbú- in saknaðarský yfír Blöndudal þessa myrku skammdegisdaga. Hún er horfin af sjónarsviðinu, konan sem bjó bömum sínum það vegamesti og leiðarhnoóa sem best mun endast og lengst. Konan sem með víðsýni sinni, mannkostum og réttsýni gerði alla að betri mönnum sem til hennar þekktu og á fund hennar leituðu. Hún hafði það einstaka lag með glettnum húmor og skyggnri mannþekkingu að lyfta allri umræðu á hærra stig og glæða hugsun hennar lífi og íhygli. Ljóó góðskáldanna voru henni töm á tungu og úlvitnanir í þau lituðu orðræðuna mynd- auðgi. Hún var vitur kona og góð- gjöm. Þrátt fyrir það að hún gerði ekki víðreist á veraldarvísu þá afl- aði hún sér þeirrar þekkingar með lestri góðra bóka og menningar- legu lífemi að hún sá um heim allan. Hún ólst upp á Guðlaugs- stöðum, ein af þeim þjóðkunnu og merku systkinum, og bjó á næsta bæ, Höllustöðum, sem húsmóðir og eiginkona Péturs Péturssonar bónda þar, allan sinn langa og afkastamikla starfsdag, að undanskildri skólagöngu og kennslustörfúm um tíma að henni lokinni. Það var reyndar ekki ætlunin með þessum línum að rekja ættir og ártöl. Þaó, munu aðrir mér fróðari gera. Ég get aðeins ekki látið hjá líða að flytja henni Huldu grannkonu minni hjartans þökk að skilnaði fyrir löng og góð kynni, öll löngu og upp- byggilegu samtölin og rökræð- umar um alla heima og geima. Því þótt nú á dögum sé ekki oiðið tíðförult milli bæja að erindis- leysu, og Blöndudaíur sé þar ekki undantekning, þá slitnaði aldrei þráðurinn við Huldu á Höllustöð- um. Hennar hlýja og velyild spurði ekki um fjarlægðir. Ég á eftir að horfa oft yfir ána og minnast hennar með virðingu og þökk. Og sakna hennar alltaf. Ættingjum hennar öllum sendi ég mínar dýpstu samúðaikveðjur. GuðríðurB. Helgadóttir Austurhlíð. r L Munið eftir smáfuglunum n j 28. mynd. Valgarð Einarsson frá Ási og Magnús Sigurðsson sem þekktu þessar myndir. Bestu þakkir. Éngar ábendingar hafa komið um mynd nr. 26. Myndirnar að þessu sinni eru allar teknar af Daníel Davíðssyni ljósmyndara á Sauðárkróki og munu því vera frá fyrsta áratug þessarar ald- ar. Vinsamlegast komið upp- lýsingum til Héraðsskjala- safns Skagfirðinga á Sauðár- króki sími 95-36640. Birtan að aukast Veturinn er nú að verða hálfhaöur og daginn er tekið að iengja að nýju. I dag 18. janúar er birting kl. 9,43, sólris 10,48, sólarlag 16,29 og myrkur 17,34. Frá áramótum hefur dag- renningin færst fram um 20 mínútur, en myrkur aftur um 35 mínútur. Daginn mun lengja mun meir á næstu 18 dögum, dagrenningin mun þá færast fram frá deginum í dag aó telja um 41 mínútu og myrkur mun skella á þann 5. febrúar kl. 18,23 eða 59 mín- útum seinna en í dag, 18. janú- ar. Birtutíminn mun sem sagt lengjast um þrjá stundarfjórð- unga meir á næstu 18 dögum enþeim 18 síðustu. Þessar upplýsingar eru fengnar úr almanaki Háskóla íslands. Birtutíminn er miðað- ur við birtingu í Reykjavík, en á honum munar einhverjum mínútum hvað dagur birtist fyrr en hér norður í landi, en að sama skapi dimmir fyrr fyr- ir sunnan. DJD E3 sr Ssj> ’eb s Ókeypássmáar Til sölu! Til sölu Subaru Legacy árgerð 1990. Mjög góður bíll. Upplýsingar gefur Jóhann í síma 35141 vs. og 35227 hs. Til sölu Subaru 1800 árgerð 1986, ekinn aðeins 105 þús. km. Einstaklega fallegur og góður bíll. Upplýsingar í síma 35588. Til sölu MMC Lancer GLX árgerð 1990, ekinn 82 þúsund km. og Range-Rover árgerð 1976, ekinn 170 þús. km., 38 tommu dekk, góður bíll. Upplýsingar í síma 38089. Odýr svefnsófi til sölu. Verð krónur 5000. Upplýsingar í síma 35013. Fást gefins! Hvolpar fást gefins. Upplýs- ingarí síma 38103. Tapað fundið! Hálsmen tapaðist fyrir nokkru, merkt KÓE. Finnandi hringið í síma 38103. Bændur! Skorin bíldekk, hentug í mottur undir hross, fást hjá Verslun Haraldar Júlíussonar Aðalgötu 22, Sauðárkróki, sími 35124 Ferðatalva til sölu! Til sölu Tandy 102 feróatalva, tiltölulega lítiö notuö. Tækió gengur bæói fyrir rafhlöóum og heimilisrafmagni. Spennubreytir fylgir. Frábært og þægilegt tæki fyrir ritvinnslu og ýmsa aðra notkun. Upplýsingar gefur Þórhallur í vs. 35757 og hs. 35729. ash keramik Lundi 560 Varmahlíð sími 95-38031 Myndlistasýning listakonunnar Höddu frá Akureyri „Hér áður fyrr“ er opin til mánaðamóta frá kl. 13-18 alla daga nema fimmtudaga. Allir hjartanlega velkomnir! Lögfræðiþjónusta! Hef opnaó útibú frá lögmannsstofu minni á Sauðárkróki aó Suóurgötu 3 (Framsóknarhúsinu). Fastir viótalstímar annan og fjóróa mánudag hvers mánaóar og einnig eftir nánara samkomu- lagi. Símar 95-36757,91-623757 og myndsími 91-15466. Jón Sigfús Sigurjónsson héraósdómslögmaöur

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.