Feykir - 25.01.1995, Blaðsíða 4
4FEYKIR 4/1995
„Það hefði litið allt öðru vísi út ef við
hefðum komist en Reykvíkingarnir ekki"
segir Pétur Helgason formaður Björgunarsveitarinnar Skagfirðings,
en gagnrýnisraddir hafa heyrst um hvernig að „Múlafoss-leiðangrinum" var staðið.
Þeir voru snarbrattir að sjá
yngstu þátttakendurnir í leið-
angrinum, Hreiðar Steinþórs-
son og Guðbjörg Sigurbjörns-
dóttir.
grafa eftir ættingjum, vinum og
kunningum í snjónum, innsk.
blnt. Feykis). En þama voru ung-
ir Isfirðingar að leitarstöríum, allt
niður í 17 ára aldur. Eg held að
þetta hefði litið allt öðru vísi út ef
við hefóum komist vestur fyrir á
leitarsvæðið en Reykvíkingamir
ekki. Þá hefði verið nóg að gera
fyrir allan minn mannskap. Þá
hefðum við verið eina björgunar-
sveitin á staðnum ásamt Isfirðing-
unum“, sagði Pétur Helgason að
endingu.
Þrátt fyrir að þctta fjölmenna
Hópurinn sem kom með seinni vélinni, Pétur Helgason formaður Skagfirðingasveitar er þriðji f.h.
lið úr Skagfirðingasveit færi vest-
ur, var tiltækt um 10 manna liö til
að sinna útköllum vegna veóurs-
ins á Sauðárkróki og í nágrenni.
Þetta voru menn er einhverra
hluta vegna komust ekki vestur,
t.d. þeir sem ekki voru í bænum
sökum vinnu sinnar þcgar lagt var
af stað vestur. Þannig var t.d. með
Braga Skúlason sem lengi hefur
starfað í björgunarsveitinni.
Bragi tók að sér vakt í Sveins-
búð, húsi björgunarsveitarinnar og
Slysavamarfélagsins í síóustu
viku. Sagði hann að ekki hefði
veitt af að hafa mann þar til að
miðla hinum ýmsu upplýsingum,
meðal annars um líðan hópsins
um borð í Múlafossi, enda hefðu
fréttir af ferðum skipsins verið
nokkuð misvísandi í fjölmiðlum.
Fyrirmyndar farþegar
„Það var foráttuveður og okkur
fannst vera farið að lægja þegar Týr
tilkynnti okkur í gærmorgun að það
væm bara 12 vindstig hjá þeim. Þá
vomm við famir að hafa góða stjóm
á hlutunum", sagði Svanur Guð-
bjartsson stýrimaður á Múlafossi í
samtali við Morgunblaðiö við komu
skipsins til ísafjarðar sl. fimmtudags-
kvöld.
Svanur sagði að aldrei hefði ver-
ið nein hætta um borð og skipið hefði
farið vel með alla þá sem um borð
vom. Hinsvegar hefði veltingur ver-
ið mikill eins og við væri að búast
vegna þess hve skipið er hátt.
Ólafur F. Marinósson bryti á
Múlafossi sagði að þótt mikið annríki
hefði verið um borð vegna farþega-
fjöldans hefði allt gengið ótrúlega vel
miðað við hinar erfiðu aðstæður.
Ólafur sagði að fjölmargir björgunar-
manna hefðu verið vanir sjómenn og
taldi hann að jafnvel hefói borið
minna á sjóveiki en búast hefði mátt
við miðað við veður og þrengsli um
borð. Þá sagði brytinn að farþegam-
ir hefðu létt mikið undir með sér við
matseld og þrifnað. „Þetta em fyrir-
myndarfarþcgarí', sagði Ólafur.
„Þetta var lífsreynsla“, sagói
þreytulegur formaóur Björg-
unarsveitarinnar Skagftrðinga-
sveitar Pétur Helgason við
komuna til Sauðárkróks sl.
föstudag. Þann dag komu meó
tveimur leiguvélum frá ísa-
ftrði björgunarmennimir 32
sem fóm úr bænum sl. mánu-
dag í þeim tilgangi að aðstoða
við björgun í Súóavík. Feróa-
lagið varó all sögulegt og
sjálfsagt hefur mörgum bæjar-
búum verið hugsaó til þeirra
sem velktust um borð í Ms
Múlafossi í þrjá sólarhringa í
aftaka veóri, það svo aó skipió
komst ekki í tæka tíó vestur
fyrir Hom og þar af leiðandi
náói björgunarliðið ekki til
bjöigunarstarfa á Súóavík. Þeg-
ar verst lét var ölduhæðin viö
Hom 15 metrar og skipió
gerði ekki betur en halda sjó.
Það má nærri gera að líóanin
um borð hafi ekki verió neitt
sérstök, enda þama margir að
stíga úthafsölduna í fyrsta sinn
á ævinni. Það vom því fegnir
menn sem komu í land á Isa-
firði sl. fimmtudagskvöld.
,Já, fyrir marga var þetta mjög
erfitt ferðalag. Annars var mesta
furða hvað menn urðu ekki sjó-
veikari. Menn lágu bara en
gubbuðu ekki svo mikið, að því er
sjómönnunum í áhöfh Múlafoss
fannsL Þeir sögðust hafa átt von á
því að sjóveikin léki mannskapinn
enn verr“, sagði Pétur þegar
blaðamaður hitti hann að máli á
Alexandersflugvelli á Króknum
um miðjan dag á föstudag þegar
seinni vélin kom frá ísafirði.
En þrengslin vom mikil og erf-
iðleikar með hvíldarstað, var það
ekki?
, Já, það var legið bara á hörðu
gólfinu. Vistarvemr í skipinu em
náttúrlega miðaðar við áhöfnina,
sem er 10 manns. Það má því
nærri geta að þrengslin vom mik-
il og mannskapurinn lá út um
allt“.
Meðalaldur félaga
verður þá að hækka
- Nú hefur verið töluverð um-
ræða í bænum um þetta ferðalag
og komið fram gagnrýni á það
hvemig var að þessu staðið, þá að-
allega vali á mannskap. Þama
hefðu farið með ungmenni sem
ekkert höfðu að gera í ferðina.
JTIa, þá verða bæjarbúar bara
að hækka meðalaldurinn í sveit-
inni hjá okkur. Þetta er það lið
sem er í björgunarsveitinni. Eg get
ekki skipt út mannskap ef ég hef
enga til að senda í staðinn“.
Fólk segir að þú berir alfarið
ábyrgð á því hverjir vom sendir í
þessa för. Akvörðunin hafi verið
þín, er það rétt?
,Já“.
Hefði ekki verið skynsam-
legra að fara með færri menn og
sleppa þeim yngstu?
, ja, hvar eigum við að draga
mörkin. Það var cnginn í þessum
hópi undir lögaldri, allir komnir
upp í björgunarsveitina og með þá
grunnmenntun sem krafist er. Það
er stór spuming hverja á þá að
taka út. Jú, ég viðurkenni það vel
að þama vom tveir 18 ára og það
var stórt vafaatriði hvort ég ætti að
taka þá með, en ég var líka spurð-
ur að því hjá Landsbjörgu íyrir
sunnan, hvað ég gæti tekið marga
með“.
Leitarmenn allt niður
í 17 ára aldur
- Það er haft á orði að nokkr-
um úr liði þínu hefði aldrei verið
hleypt upp á leitarsvæðið í Súða-
vík vegna ungs aldurs, og þar
blandar fólk því kannski saman að
Súðvíkingar undir 20 ára aldri
vom allir sendir burt af staðnum.
,Já, Súðvíkingamir, það gegn-
ir öðm máli með þá (enda mikið
andlegt álag sem fylgir því að
Þau voru mætt til að taka á móti sveitinni vestan að: Elsa Sveinsdóttir og Bragi Skúlason, er reynd-
ar voru á vakt í Sveinsbúð löngum í liðinni viku, Sigurður Antonsson og Björn Svavarsson.