Feykir


Feykir - 25.01.1995, Blaðsíða 6

Feykir - 25.01.1995, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 4/1995 Heilir og sælir lesendur góðir. Gott er okkur til hressingar aö byrja þáttinn með þessari hugleióingu Jóa í Stapa. Daginn lengja drjúgumfer, dvínar myrkrakraftur. Bjartar vonir bœra á sér bráðum vorar aftur. Það mun vera gamli Káinn sem legg- ur okkur til næstu vísu. Bregða Ijóma á lífsins strönd Ijóssins gjafir bestar. Sömu blómum, sama hönd sáir á grafirflestar. Kolbeinn Högnason sem kenndur var við Kollafjörð er kunnugt nafn í hagyrð- ingastétt. Hann mun vera höfiindur næstu vísu. Horfinn mér er bernsku bœr berst ég einn í glaumi. Það er orðinn annar blœr yfir hverjum draumi. Ekki hafa allir verið á sama máli þeg- ar Kolbeinn yrkir svo. Þennan mun ég þrœða stig þó að vinir týnist. Lœt ég engan leiða mig lengra en mér sýnist. Ekki hefur allt gengið í vil hjá íslenskri bændastétt frekar en nú þegar Kolbeinn hefúr ort næstu vísu sem trúlega er orðin yfir 50 ára gömul. Bölvun magnast bœnda enn, bœtt er nú á glóðina. Látnir eru litlir menn leika sér með þjóðina. Fallegt er að heyra um þau málalok sem Kolbeinn kynnir okkur í næstu vísu. Þegar öll í eymdum lá œtlun mín og gaman. Guð ég bað sem gerði þá gott úr öllu saman. Geta lesendur sagt mér eftir hvem eft- irfarandi vísa er? Fyrir handan höfin blá hugurinn löngum dvelur, leiðindinum leitarfrá og leiðina skemmstu velur. Einhverju sinni varð sá gleðilegi at- burður hjá nemendum Stýrimannaskól- ans í Vestmannaeyjum að þangað kom í heimsókn hópur föngulegra meyja ífá Húsavík. Hafa þær trúlega verið fulltrúar einhvers menntaseturs þar íyrir noróan þó ég kunni ekki nánari skil á þeirri sögu. Um heimsókn þessa orti fjöllistamaður Eyjanna Magnús Magnússon eftirfarandi vísur. Hingað beint frá Húsavík hentust fagrar meyjar. Englasending áður slík aldrei hitti Eyjar. Þœrfóru í kaf, og þœrfóru á sjó fylgdi þeim sveinahjörðin. Eyjan sjálfsig upp á bjó sólu var böðuð jörðin. Þegar aftur þjóta í burt þunginn mun verða slíkur. Út verður stungið og afiur spurt um hnattstöðu Húsavíkur. Ein vísa enn eftir Magnús þar sem hann gerir góðlátlegt grín að eigin iðju. Alla held ég í auðnu disk allsnægtanna langi. Aflaklœmar eltafisk asna veiðir Mangi. Skelfileg þykir undirrituðum eftirfar- andi yfirlýsing sem mun vera gefin af Pétri Stefánssyni. Ég elska hana í allri nekt, ávalltfús til leikja. Djöfull er það dásamlegt drottinn minn að reykja. Ekki kann ég að nefna höfúnd að eftir- farandi vísu. Loks mig dreymir lánið rekið, lifi spennuna, hefi tveimur höndum tekið, happaþrennuna. Margt hefur verið rætt og ritað um vegahátíð þá er fram fór í nágrenni Þing- valla sl. sumar og svo náttúrlega Þing- vallahátíðina sjálfa. Eitt af alvarlegri tíð- indum dagsins var sú frétt að forseti Sam- einaðs Alþingis hefði kannski ekki verið nógu þjóðlega klædd. Er slíkt spurðist norður á Sauðárkrók orti Sigfús Stein- dórsson eftirfarandi vísu. Þjóðbúningur ég segi það satt, sást ekki, er hún ípontu sté, í dragtfrá París með danskan hatt dansaði á völlunum Salome. Sigfús hefur einnig ort eftirfarandi sjúkdómslýsingu. Virðist oft hafa verk vatn úr nefinu drýpur. Horlopi hangir á kverk hóstar þegar’ann sýpur. Þá kemur næst vísa sem ég held að sé eftir Braga Bjömsson. Verða að lifa ýmiss án, allvel þó að vegni, þeir sem að eiga allt sitt lán undir sól og regni. í upphafi skyldi endirinn skoóa, segir máltækið. Svo verður í þetta sinn og síó- asta vísan eins og sú fyrsta er eftir snill- inginn Jóa í Stapa. Þó að ellin þyngi spor og þjaki íýmsum greinum. Geymi ég alltafylríkt vor innst í hugarleynum. Veriði þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöðum, 541 Blönduósi, sími 27154. Góð staða Tindastóls eftir sigur í tveim síðustu leikjum í DHL-i Tindastólsmenn hafa bætt stöðu sína verulega í úrvalsdeildinni með sigri í tveim síðustu leikjum, gegn Snæfelli fyrir vestan sl. fimmtudagskvöld og á Skagamönnum í Síkinu sl. sunnudags- kvöld. Tindastóll hefur nú 16 stig í deildinni og er jafn Haukum og Vals- mönnum að stigum. Baráttan stendur um 8. sætið í deildinni og þar með sæti í úrslitakeppninni. Ilaukarnir hafa það í dag vegna sigurs í leik sínum gegn Tindastóli á Króknum. Tindastóll er í 9. sæti en gæti komist upp fyrir Haukana í næstu umferð þegar liðin mætast í Strandgötunni í Hafiiarfirði. En það er líka stutt niður í 11. og næstneðsta sæt- ið. Þar sitja nú Skagamenn með 12 stig og hagstæðari útkomu í innbyrðisviður- eignum við Tindastól. „Þetta var ljótur sigur, en sætur“, sagði Páll Kolbeinsson þjálfari Tindastóls er hann kom til búningsherbergis að loknum leiknum gegn Skagamönnum í Síkinu á sunnudagskvöldið, og átti þar við að þrátt fyrir að Tindastólsliðið léki langt undir getu, tókst að innbyrða sigurinn á síðustu stundu, en liðið lenti í kröppum dansi á lokamínútunum. Lokatölur urðu 82:77 eft- ir að staðan í hálfleik var 44:34. Það verður að segjast um leikinn að hann var alls ekki fyrir augað, og mistökin á báða bóga voru mikil, einkum þó hjá Tindastólsliðinu, sem með eðlilegum leik hefði átt að vinna með um 20 stiga mun, en hafa ber í huga að leikurinn var mjög mikilvægur báðum liðum sem forðast næstneðsta sætið eins og heitan eld, en það lið sem endar þar í vor þarf að leika við næstefsta liðið í fyrstu deild um keppnis- rétt í úrvalsdeildinni. Tindastólsliðið náði snemma forust- unni í leiknum og munurinn var lengst af í kringum 10 stig, þar til Skagamenn náðu að saxa það forskot niður undir lokin. Skagamenn börðust vel í leiknum og unnu hálfan sigur, að því leyti að tapið var minna en sjö stiga sigur liðsins á Tinda- stóli á Skaganum fyrr í vetur. Langbestur í liði Tindastóls var Torrey John. Amar og Lárus Dagur átti þokkalegan leik, aðrir sýndu ekki sitt rétta andlit. Hjá Skaganum vom Brynjar og Thompson bestir. Stig Tindastóls: Torrey 34, Láms D. P. 13, Amar 10, Hinrik 7, Ómar 7, Halldór 6, Sigurvin 4 og Páll 1. Stigahæstir hjá íA vom Thompson með 23 stig og Brynjar Karl meó 21. Gamli Tindastólsleikmaður- inn Haraldur Leifsson skoraði 11 stig. Góð ferð í Hólminn Tindastólsmenn gerðu góða ferð í Hólminn sl. fimmtudag og unnu þar mik- inn sigur, ef þess er gætt að lið Snæfells hefur verið á uppleið að undanfömu og liðið vann sinn fyrsta sigur í deildinni á sunnudagskvöldið gegn KR á Seltjamar- nesi. Gamli Tindastólsmaðurinn Karl Jónsson tryggói þá Hólmurum sigur í tveim vítaskotum á lokasekúntum leiksins. Tindastólsmenn höfðu fmmkvæðið í leiknum í Hólminum ef frá em skildar fyrstu mínútur leiksins, en voru samt aldrei með mikla forystu, þar til að undir lokin skildu leiöir þegar Tindastólsmenn skiptu um gír. Lokatölur urðu 88:75 fyrir Tindastól. Amar Kárason fór á kostum í síðari hálfleik og var valinn maður leiksins í DV. Páll Kolbeinsson átti mjög góða spretti og John Torrey var atkvæðamikill að venju. Torrey skoraði 25 stig, Amar 17, Páll 15, Hinrik 12, Omar 10 og aðrir minna. Karl Jónsson, fyrrum leikmaður Tinda- stóls, skoraði sigurstig Snæfells gegn KR. Vegna úrslitaleikja í Bikarkeppni KKÍ, sem fram fara um næstu helgi, verður ekki leikið í Úrvalsdeildinni fyrr en 2. febrúar. Munið áskr iftargjöldin! Þeir sem enn kunna að hafa í fórum sínum ógreidda gíróseöla fyrir áskriftargjöldum em beónir að greiða hið allra fyrsta. Þeim sem glatað hafa gíróseðli skal bent á að hægt er að millifæra áskriftargjaldið á reikning Feykis nr. 1660 í útibúi Búnaðarbankans á Sauðárkróki.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.