Feykir


Feykir - 25.01.1995, Blaðsíða 2

Feykir - 25.01.1995, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 4/1995 Kaup Skagf irðings á Sjólanum: Komnir yfir erfið- asta hjallann „Við erum nú komnir yfir erfiðasta hjallann í sambandi við kaupin á Sjólanum. Af- rakstur góðrar útkomu skip- anna í jólatúrunum gerði okkur kleitt að standa við af- borganirnar af skipinu og þar með að við fáum afsalið afiient. Kaupin á Sjólanum er sú mesta fjárfesting sem Skagfirðingur hefúr lagt í til þessa“, segir Einar Svansson framkvæmdastjóri Fiskiðj- unnar/Skagfirðings. „Slæm staða útgerðarinnar þegar Skagfirðingur var stofn- aður upp úr rústum ÚS 1989, varö til þess að við fórum að leita meira eftir því að láta skip- in selja á erlendum mörkuðum, og þar með sölum í byrjun árs og þurftum þar af leiðandi að halda skipunum úti um jólin. Það veitti ekki af eftir að tvö síðustu rekstrarár ÚS sáluga höfðu komið út meó 300 millj- óna tapi. Sum árin hafa jólatúr- amir ráðið úrslitum með afkomu félagins. Ég dreg það stórlega í efa að við hefðum getað ráðist í það að kaupa frystiskip á síð- asta ári ef við hefðum ekki farið út í að láta skipin sigla með afl- ann. Fjárhagsleg staða fyrirtæk- isins í dag er sterkari en nokkru sinni, og það þakka ég því að við höfum ætíð leitast við að fá sem mest verðmæti úr afla togaranna og þannig nýtt kvót- ann eins vel og frekast hefur verið kostur. Siglingamar hafa líka opnað möguleika okkar fyrir hráeífiiskaupum af erlend- um skipum. Til að mynda voru viðskiptin við þýsku skipin sem hér lönduðu síðasta sumar, í gegnum umboðsmanninn sem annast sölur okkar togara í Bremerhafen. Útlit er fyrir frek- ari og aukin viðskipti við þessa þýsku aðila á þessu ári, m.a. meö kaupum á stómm ufsa ffá þeim á næstu vikum", segir Einar Svansson. Aðalfundur knattspyrnu- deildar Tindastóls verður haldinn á skrifstofu félagsins fimmtudaginn 26. janúar kl. 21. Venjuleg aðalfundarstörf. Allt áhugafólk velkomió á fundinn! Stjómin. Vetrarstemmning á Blönduósi Þegar birti upp á Blönduósi fyrir helgina blasti margt fallegt við augum Sigurðar Kr. Jónssonar þegar hann mundaði linsur sínar. Tréin skarta ekki síður fegurð þótt græni liturinn sé víðs fjarri, og börnin í Bamaskóla Blönduóss létu ekki segja sér það tvisar að fara út í frímínútunum og leika sér í snjónum. íslenska herliðið Það er ekki of djúpt í árinni tekið að fullyrða að ekkert hafi raskað ró þjóðarinnar eins mikið í langan tíma og hörmungamar sem fylgt hafa snjóflóðunum undanfarið, sérstaklega harmleik- urinn í Súðavík. Og er þá ekki undanskilið þeg- ar gjósa tók í Heymaey í janúar 1973 og snjó- flóðin miklu urðu í Norðfirði tæpum tveim ámm síðar. Undirritaður er örugglega ekki einn um það að finnast síðasta vikan nokkuó frá- bmgðin öðmm venjubundum vikum. Það hefur verið tóm hjá Islendingum síðustu dagana, enda fréttaflutningur mjög mikill af snjóflóðasvæð- um. Trúlega margfalt meiri en þegar snjóflóðið mikla féll á Norðfirði fyrir 20 ámm, enda var fjölmiðlabyltingin þá ekki gengin í garð. Sagt er að baráttan við náttúruöflun sé það gjald sem við þurfum að inna að hendi til að vera Islendingar. Einn ónefridur ágætur maður fjallaði skemmtilega um þessa staðhæfingu í pistli á Rás tvö á dögunum. Pistilritarinn sagði eitthvað á þá leið, að hann væri alltaf stoltur af því þegar tækifæri gæfust að segja útlendingum sem hann hitti, frá Islandi og þeim mikla kosti sem fylgdi því að vera Islendingur. Hér þyrftu menn sem sagt ekki að gegna þeirri skyldu að ganga í herinn og læra að drepa mann og annan. Við Islendingar þyrftum ekkert að hugsa um svoleiðis hluti. Hinsvegar þyrftum við alltaf að hafa varann á gagnvart náttúruöflunum. Oftast væm þau okkur blíð, en stundum kæmi það fyr- ir að þau leystust úr læðingi og þá væm þau ekkert lamb að leika sér við. Já, það er ekki laust við að stríð hafi geysað nú undanfarið. Og hverjir hafa skipað þennan her sem landinn hefur sett traust sitt á. Jú, það eru björgunarsveitarmennimir sem rækja ætíð þá hetjulegu skyldu að leita að fólki og bjaiga fólki, á hvaða tíma sólarhringsins sem er og hvemig sem á stendur. Björgunarsveitarmenn- imir unnu þrekvirki við björgun í Súðavík og þær eru orðnar margar hetjudáðimar sem ís- lenskir björgunarliðar hafa drýgt bæði til sjós og lands í erfiðu björgunarstarfi í gegnum tíðina. Sjálfsagt gera fáir sér grein fyrir hinu erfiða hlutverki björgunarmannsins og þeirri miklu lífshættu sem bjöigunarsveitir setja sig í á stund- um, eins og t.d. í Súðavík á dögunum, þegar enn eitt flóðið hefði þessvegna getað komið úr hlíðinni meðan á bjöigunarstarfmu stóð. En það komust ekki allir til Súðavíkur, eins og glögglega má lesa um í viðtali í blaðinu í dag. För liðsmanna Skagfirðingasveitar vestur hefur verið talsvert til umræðu í bænum og gagnrýnisraddir heyrst varðandi undirbúning þeirrar farar. Hvort sem mönnum finnst þær ákvarðanir hafi verið réttar eða rangar er rétt að hafa í huga er einn reyndur björgunarsveitar- maður sagði. „Það er oft hægt að deila um ákvarðanir, en hitt er óumdeilanlegt að hér þarf að vera til staðar sterk og öflug bjöigunarsveit. Það er ekkert sjálfgefið að menn gefi kost á sér til þessara starfa. Þau em eins og önnur félags- störf, geta á stundum verið kvöð og menn þurfa að færa ýmsar fómir fyrir það að taka þátt í björgunar- og öryggisstörfúm“. IFEYKIR Óháð fréttablað á Noröurlandi vestra Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa Aðalgötu 2, Sauðárkróki. Póstfang: Pósthólf 4, 550 Sauðárkróki. Sími 95-35757. Myndsími 95-36703. Ritstjóri Þór- hallur Asmundsson. Fréttaritarar: Magnús Olafsson A.-Hún. og Eggert Antonsson V.-Hún. Blaðstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guðbrandsson, Sæmundur Hermannson, Sigurður Agústsson og Stefán Arnason. Askriftarverð 137 krónur hvert tölublað m/vsk. Lausasöluverð 150 kr. m/vsk. Setning og umbrot Feykir. Prentun Sást hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðsfrétta- blaða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.