Feykir - 25.01.1995, Blaðsíða 7
4/1995 FEYKIR7
Vetrarorlof bænda á Staðarflöt
við Hrútafjörð að þessu sinni
Á undanfömum 12 ámm hafa
verið haldnar orlofsvikur fyrir
bændur og þeirra fólk á Hótel
Sögu. Samtals hafa tekið þátt í
þessum orlofsvikum 710 manns.
Nú hefúr verið ákveðið að breyta
til og lífga upp á þessa starfsemi
meó því að bjóða upp á langa
helgi á Hótel Staðarflöt við Hrúta-
fjörö. Við steffium að því að vera
með dagskrá tvær helgar. Gist
verður fjórar nætur á glæsilegu
hóteli við Staðarskála. Þar eru
átján tveggja manna herbergi, öll
með sér snyrtingu, og mjög fal-
leg setustofa þar sem þátttakendur
geta átt sameiginlegar stundir á
kvöldin.
Þátttakendur mæti síðdegis á
föstudegi og yfirgefi svo hótelið
á þriðjudegi. Sameiginlegur morg-
unverður og kvöldverður er alla
daga. Verð fyrir þessa fjóra sólar-
hringa á hótelinu er kr. 14.900 á
mann miðað við gistingu með
öðmm á tveggja manna herbergi.
Fyrri orlofsdagamir, 10.-14.
mars, em fyrst og fremst ætlaðir
þeim sem hafa sérstakan áhuga á
sauðfjárrækt. Á þessu sviði em
margir mjög snjallir fjárbændur á
svæðinu og nokkrir þeirra verða
heimsóttir. Þá verður einnig litið
vió á söfnum og merkum stöðum
í Vestur- og Austur-Húnavatns-
sýslu.
Seinni orlofsdagamir, 31. mars
- 4. apríl em ætlaðir fólki með
fjölbreytt áhugasviö. Þá daga
verður efnt til nokkurra heim-
sókna m.a. á Blönduós,
Hvammstanga, um Vatnsnes og
Vatnsdal. Byggðasöfnin verða
skoðuð. Kvöldvökur verða flest
kvöld og tekið í spil.
Allir geta verið með
Þessir orlofsdagar em ekki
ætlaóir sérstökum aldursflokkum,
þeir ættu að geta hentað öllum
ungum sem öldnum. Stefnt er að
því að þátttakendur geti notið
þess að vera til og ekki hvað síst
að geta hitt starfsbræður og
systur á glæsilegu hóteli í glæsi-
legu umhverfi hjá þægilegum
gestgjöfum.
Það má nokkum veginn slá
því föstu að það getur verið jaíh-
mikil upplifun að dvelja fjóra
sólarhringa við Hrútafjörð eins
og að skreppa í ferð til útlanda,
hvort sem um er að ræða Irland
eða Skotland, meira að segja er
ágætt að versla í Húnavatns-
sýslum.
Hafið samband við Agnar eða
Halldóru hjá Stéttarsambandi
bænda ef þið óskið eftir nánari
upplýsingum. Síminn er 91-
630300. (fréttatilkynning)
Hulda Sigurrós Pálsdóttir
Höllustöðum
Fædd 21. ágúst 1908, dáin 9. janúar 1995
Það var á þeim vordögum
þegar Blöndudalurinn var búinn
að sprengja af sér vetrarfjötrana.
Gróðurangan íyllti loftið og lóan
söng dýrðin, dýrðin. Allt var að
vakna til lífsins og bæjarlækurinn
söng og skoppaði hlæjandi niður
brekkuna. Hrossahópur tók á
sprett í hlíðinni, taktfast
vélarhljóð hinum megin við ána
hvatti menn til vorverka. Það
heyrðust hróp og köll í dalnum.
Böm hlupu með skólatöskur milli
bæja og krefjandi kindajarmur
heyrðist úr fjarska. Það var á
slíkum vordögum sem leiðir
okkarHuldu lágu saman.
Blöndudalurinn er um margt
sérstakur, þar er veðursæld mikil,
dalurinn algróinn til efstu brúna.
Hann hefur í tímans rás myndað
eitt samfélag, þó svo að hann
liggi í tveimur hreppum og
jökulfall skilji bæina að. Fyrir um
það bil 150 árum gerðist þar
menningarlegt og félagslegt
ævintýri sem var stofnun fýrstu
búnaðar- og lestrarfélaga í
landinu. Þar voru áar Huldu
Pálsdóttur í forystu.
Hulda Pálsdóttir frá Höllu-
stöðum var fædd og alin upp á
Guðlaugsstöðum í Blöndudal,
dóttir Páls Hannessonar bónda
þar og konu hans Guðrúnar
Björnsdóttur. Guðlaugsstaða-
heimilið var alltaf talið búnaðar-
og menningarheimili. Upp úr
þessum jarðvegi óx Hulda og
Blöndudalurinn varð hennar
lífsumgjörð. Hún giftist Pétri
Péturssyni frá Steiná og bjuggu
þau alla sína búskapartíð á
Höllustöðum í Blöndudal.
Fyrstu kynni mín af Huldu
voru þau að ég gekk í bamaskóla
á Höllustöðum. Þá var gaman og
ég á margar góðar
bemskuminningar frá dvölinni
hjá Huldu. Hulda hafði alla tíð
gaman af ljóðum og söng og vildi
láta okkur krakkana syngja en
hún spilaði sjálf eftir nótum. Við
áttum að læra þjóðsönginn hjá
kennaranum svo það var upplagt
að syngja hann. Það reyndist
erfitt. Hulda lýsti þá þeinri skoðun
sinni að hún hefði gjaman viljað
að annað ljóð og annað lag hefði
orðið þjóósöngur Islendinga, og
það var Rís þú unga Islands
merki. Sungu nú allir Rís þú unga
íslands meiki / upp með þúsund
radda brag, og var gerður góður
rómur að.
Stundum kom það fyrir að
stelpur og strákar vom að stríða
hvert öðm og ef það var í hófi
hafði Hulda gaman af og þá kom
stelpuglampi í augun og kátína í
andlitsdrættina því húmorinn var
sko í lagi hjá henni. Ef stríðnin
gekk út yfir allan þjófabálk tók
hún í taumana og skakkaði
leikinn.
Það er margt sem gerir Huldu
mér minnisstæða. Hún var
glaðsinna, skemmtileg kona og
fróð. Hún hafði sérstætt skopskyn
og óvenju litríkt málfar og
sérstakan frásagnarmáta. Hún bjó
að menningararfleifð, sem geröi
henni kleift að hafa gott vald á
íslenskri tungu og málfari. Hulda
gat séð það smáa og skoplega í
fari fólks án þess að það særði.
Hún gat síðan fært þetta í frásögn
og klætt hana litbrigðum málsins.
Hún hafði sérkennilegar
áherslur og hreim sem fór hennar
persónuleika vel og hef ég ekki
heyrt hann hjá öðmm. Oft gat
ffásögn byijað með séikennilegri
þögn, síðan komu brosvipmr á
andlitið og glettni í augun og
síðan kom frásögnin og þá hóf
hún sig á flug á vængjum
málsins. Þannig var hún hvort
sem var í daglegu tali yfir
kaffibolla eða í stærri hópi.
Leiðir okkar Huldu lágu aftur
saman er við urðum nágrannar á
áttunda áratugnum. Þá var Hulda
farin að reskjast en samt svo ung í
anda og fylgdist vel með öllu
hvort sem það vom landsmálin,
nýir straumar í fatatísku eða
menningarmál. Hún sýndi
heimili sínu og högum alla tíð
vinsemd og áhuga og viljum við
hjónin þakíca þessi samskipti og
velvilja.
Hulda Pálsdóttir er gengin
burt úr dalnum en sunnanblærinn
mun bera anda hennar um
hlíðamar. Blessuð sé minning
hennar.
Þorsteinn H. Gunnarsson
bóndi, Reykjum.
Ókeypissmáar
Til sölu!
Til sölu hvítt rörarúm, 1x2 m.
Verð krónur 15. þús. Upplýs-
ingar í síma 35862.
Til sölu Masda 323 árgerð
1986, ekin 93 þús. km. Nýtt
pústkerfi og ný nagladekk.
Upplýsingar í síma 36681 eða
985-34338.
Hlutir óskast!
Þrekhjól óskast! Upplýsingar í
síma 36533.
Snjósleði óskast á verðbilinu
100-200 þúsund, helst Yamaha
eða Polaris. Á sama stað er til
sölu GTX sólógítar með tösku
og fleiru. Upplýsingar í síma
95-24495.
Óskum eftir tveggja til þriggja
herberja íbúð á leigu sem fyrst.
Erum í síma 35825.
Barnapössun!
Get bætt við mig bami í gæslu,
hálfan eða allan daginn.
Upplýsingar gefur Kidda í
síma 35013.
Vinningsnúmer í
happdrætti Körfuknatt-
leiksdeildar Tindastóls
Dregió hefur veriö í happdrættinu. Eftirfarandi
númer voru dregin út: 1. vinningur númer 796, 2.
vinningur númer 976, 3. vinningur númer 286, 4.
vinningur nr. 412, vinningar 5.-10. númer 876,878,
946, 897, 854, 887, vinningar 11.-20. númer 323,
320, 229, 295, 258, 500, 289, 589, 254 og 407.
Vinninga ber aó vitja á skrifstofu Tindastóls milli
10 og 12. Einnig var dregió úr nöfnum handhafa
stuöningsmannaskírteina um farmióa á leik í NBA
deildinni og kom upp númerið 76. Körfuknatt-
leiksdeildin vill þakka fyrir stuðninginn fyrr og nú.
Firmakeppni í knattspymu!
Fimmtudagskvöldið 2. febrúar og föstudagskvöldið 3.
febrúar verður haldin firmakeppni í knattspyrnu í
íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Öll fyrirtæki og
félagasamtök em velkomin til þátttöku og einnig geta
hvaða hópar sem er sent lið til keppni. Lið skulu skipuð
4-10 leikmönnum. Aðrar reglur verða birtar síðar.
Þátttökugjald fyrir hvert lið er krónur 5000. Keppt er um
nýjan og glæsilegan farandgrip.
Aðeins einn leikmaður mfl. Tindastóls er löglegur
þátttakandi með hverju liði og skal greitt sérstakt
kaupverð fyrir hann til framkvæmdaaðila mótsins.
Kaupverð hvers leikmanns er hið minnsta 2000 krónur.
Leikmenn sjá sjálfir um saminga sína við þátttökulið.
Allar upplýsingar veitir Ómar Bragi Stefánsson og
þátttökutilkynningar skulu berast í síðasta lagi 30.
janúar.
Lögfræðiþjónusta!
Hef opnaö útibú frá lögmannsstofu minni á
Sauóárkróki að Suðurgötu 3 (Framsóknarhúsinu).
Fastir viótalstímar annan og fjóröa mánudag
hvers mánaöar og einnig eftir nánara samkomu-
lagi.
Símar 95-36757,91-623757 og myndsími 91-15466.
Jón Sigfús Sigurjónsson
héraósdómslögmaöur