Feykir - 01.02.1995, Side 2
2FEYKIR 5/1995
Bæjarstjórn Sauðkróks:
Samþykkt að taka
upp sorpurðunar-
gjald á fyrirtæki
Á bæjarstjórnarfundi í gær
var ákveðið að taka upp sér-
stakt sorpurðunargjald á ár-
inu. Gjaldið verður lagt á fyr-
irtæki, stofnanir og einstak-
linga með atvinnurekstur og
eru gjalddagar tveir 1. mars
og 1. maí.
Gjaldtökunni er skipt í fimm
gjaldflokka eftir magni og um-
fangi soips frá fyrirtækjunum.
Bæjarstjóm raðar fyrirtækjun-
um í flokka. Þau fyrirtæki sem
lenda í efsta flokknum greiða
300 þúsund krónur yfir árið.
Næsti flokkur greiðir 150 þús-
und. Flokkur þar fyrir neðan
75 þúsund, sá næsti 25 þúsund
og smæstu fyrirtækin greiða
einungis 4 þúsund. Aðilar skulu
sjálfir sjá um að koma sorpinu
á urðunarstað.
Ekki urðu miklar umræöur
um gjaldtökuna á bæjarstjóm-
arfundinum og hún samþykkt
með öllum greiddum atvkæðum.
Gjaldskráin verður nú send
umhverfísráðuncytinu til sam-
þykktar.
Sorpurðunargjaldið er
hugsað sem þjónustugjald og er
ætlað að standa undir kostnaði
við urðun þess sorps er frá
fyrirtækjum fellur. Lauslegar
áætlanir gera ráð fyrir að
gjaldið skapi bæjarsjóði um
eina milljón í tekjur.
Héraðssjúkrahúsið á Blönduósi:
Byrjað að innrétta
á annarri hæðinni
Framkvæmdir eru nýlega
hafnar við innréttingar á
annarri hæð nýbyggingar
Héraðssjúkrahússins á
Blönduósi. Fyrsta hæðin
var tekin í notkun fyrir
nokkrum misserum og þar
er heilsugæslan til húsa. Á
annarri hæð sem tekin
verður í notkun í vor, er
röntgenstofa, rannsóknar-
stofur, skrifstofur yfir-
lækna, fagbókasafn, setu-
stofa og ljósahebergi fyrir
psoriasis sjúklinga.
Að sögn Guðbjartar Á.
Olafssonar bæjartækni-
fræðings er sérstaklega
beðið aóstöðunnar fyrir
röntgenmyndunina, en
nýlega var keypt nýtt
röntgentæki til sjúkra-
hússins, er leysir gamalt
tæki að hólmi, „sem nánast
er gufuknúið, það er orðið
svo gamalt“, sagði Guð-
bjartur.
I útboði voru 640 fer-
metrar hæðarinnar. Fyrir á
hæðinni er bráðabyrgða-
aðstaða fyrir sjúkraþjálfun.
Það hom verður látió bíða,
en þar á að koma aðgerð-
arherbergi þegar aðstaða í
kjallara fyrir sjúkraþjálf-
unina verður tilbúin.
Það er Stígandi hf sem er
aðalverktaki fyrir fram-
kvæmdunum. Fyrirtækið átti
lægsta tilboðið í verkið, 18,5
milljónir, sem er mjög
nálægt kostnaóaráætlun.
Fjórir aðrir aðilar sendu inn
tilbpð.
Áætlun gerir ráð fyrir að
röntgenstofan verði tekin í
notkun í lok apríl og fram-
kvæmdum í útboðinu verði
lokið í lok júní.
Feykir skiptir um lit
Eins og sjá má á blaðinu í dag, hefur Feykir skipt um lit, eftir
að hafa verið grænn um tíma, og gulur í langan tíma þar á undan.
Litaskiptin nú eru þó ekki vegna þeirrar staðreyndar að nú styttist
óðum í kosningar, og þá reynir meir en ella á þaó hlutleysi sem
óháðu blaði er ætlað að sýna í umfjöllun sinni af pólitíska
vettvangnum. Græni liturinn var aldrei hugsaður sem neinn
framtíðarlitur, það er brúni liturinn reyndar ekki heldur, en
vonandi fellur hann lesendum í geð.
Samanburður á þremur sjúkrahúsum á landsbyggðinni:
Kostnaður við legurúm lægstur
á Sjúkrahúsi Skagfirðinga
Birgir Gunnarsson framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Skag-
firðinga.
í skýrslu sem ríkisendurskoð-
un hefúr gert um samanburð
á rekstri þriggja sjúkrahúsa
úti á landi; á Sauðárkróki,
Húsavík og Akureyri, kemur
fram að meðalkostnaður á
hvert legurúm á dag er lægst-
ur á Sjúkrahúsi Skagfirðinga,
11.600 kr., á Húsavík 13.300
og í Vestmannaeyjum 18.600.
Sjúkrahúsið á Sauðárkróki
kemur vel út úr þessum sam-
anburði milli sjúkrahúsanna
þriggja. Hinsvegar kemur
fram að kostnaður við heil-
brigðisþjónutu á hvern íbúa á
þjónustusvæði heilsugæslu og
sjúkrahúss í Skagafirði er 100
þúsund að meðaltali yfir árið,
í Vestmannaeyjum 99.400 og
á Húsavík 106.300. Þarna er
lyfjakostnaður og allur hjúkr-
unarkostnaður meðtalinn.
„Þetta er ágæt skýrsla og
hlutimir settir fram eins og þeir
eru. Hinsvegar er samanburður
á milli sjúkrahúsanna þriggja í
ýmsum tilfellum erfíðuf', segir
Birgir Gunnarsson framkvæmda-
stjóri Sjúkrahúss Skagfírðinga,
og bætti við, „okkar styrkur er
vaxandi starfsemi á öllum svið-
um og mjög gott starfsfólk".
Skýrslan sýnir að mikill ár-
angur hefur náðst í hagræðingu í
stofnuninni á síðustu árum.
Þctta kemur t.d. berlega fram í
úttekt á rekstri eldhúss, sem vik-
ið er að á öórum stað í blaðinu í
dag. Þrátt fyrir þcnnan árangur
gera fjárlög ráð fyrir að launa-
liður sjúkrahússins verði skertur
um 5% á þessu ári. Birgir Gunn-
arsson segist vonast til þess að
þetta verði ekki svona mikið.
Það sé ekki búið að útfæra
hvemig eigi að fara að því að
lækka launakostnaðinn svona
mikið, og augljóst að það verði
mjög erfitt án þess að það komi
niður á starfseminni og þjónust-
unni þaraf leiðandi.
Á Sjúkrahúsi Skagfirðinga
eru nú 121,6 stöðugildi, og
starfsmannafjöldi er yfirlcitt 170
manns. Sumarafleysingafólk er
um 30. Á sjúkrahúsi og dvalar-
heimili em 81 lcgurúm og að
auki 10 í þjónusturými á dvalar-
heimili.
Teiknimyndasagan úr Laxdælu:
Teiknarinn er
aðeins 14 ára
Pálmi Jónsson t.h. ásamt
Sverri Bergmann Magnús-
syni, við listaverk það er þeir
jafnaldrarnir teiknuðu á
Skjaldarhúsið í Sumarsælu-
vikunni á liðnu sumri.
Eins og lesendur blaðsins
hafa eflaust tekið eftir, hóf
göngu sína í næstsíóasta tölu-
blaði Feykis, er út kom 18. jan-
úar, teiknimyndasaga gerð úr
texta Laxdælu. Tekur saga þessi
við af Grettissögu er rann sitt
skeið í lok síðasta árs.
Það er ritstjóri blaðsins, Þór-
hallur Ásmundsson, er styttir og
gengur frá texta sögunnar, og er
hann fenginn úr safni Islend-
ingasagna er Svart á hvítu gaf út
fyrir nokkmm ámm.
Til þcss verkefnis að teikna
myndir við söguna var fenginn,
Pálmi Jónsson 14 ára Sauð-
krækingur, ættaður m.a. af Gömlu
símstöðinni á Króknum í móður-
ættina og frá Axlarhaga í Blöndu-
hlíð og úr Laugardal í Dalsplássi
er fóðuikynið komið. Pálmi þessi
hefur þrátt fyrir ungan aldur
þegar getið sér gott orð sem
teiknari, en Om Ingi listakennari
og fjöllistamaður á Akureyri
hefur látið þau orð falla að þeir
jafnaldramir á Króknum, Pálmi
og Sverrir Bergmann Magnús-
son, séu með efhilegri teiknurum
landsins um þessar mundir.
Þegar ritstjóri blaðsins bað
Pálma að teikna myndimar við
söguna, sagðist hann hlédrægur
geta reynt. Varla verður sagt
annað en það takist bærilega.
Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi
Feykir hf. Skrifstofa Aðalgötu 2, Sauðárkróki.
Póstfang: Pósthólf 4, 550 Sauðárkróki. Sími
95-35757. Myndsími 95-36703. Ritstjóri Þór-
hallur Ásmundsson. Fréttaritarar: Magnús
Olafsson A.-Hún. og Eggert Antonsson V.-Hún.
Blaðstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ.
Guðbrandsson, Sæmundur Hermannson,
Sigurður Ágústsson og Stefán Árnason.
Áskriftarverð 137 krónur hvert tölublað
m/vsk. Lausasöluverð 150 kr. m/vsk. Setning
og umbrot Feykir. Prentun Sást hf. Feykir á
aðild að Samtökum bæja- og héraðsfrétta-
blaða.