Feykir - 01.02.1995, Síða 3
5/1995 FEYKIR 3
Skarðshreppur:
Oddvitinn keyrði
mjólkinni til að
spara snjómokstur
Nýju tölvurnar tólf gjörbreyta allri aðstöðu í skólanum til tölvu-
kennslu og aðstöðu nemenda til að nýta sér tölvur við námið.
Gagnfræðaskóla
berst stórgjöf
Það getur reynst dýrt fyrir fá-
menna sveitarhreppa að
standa straum af snjómokstri,
t.d. vegna mjólkurflutninga,
þar sem sveitarsjóðir verða að
greiða a.m.k. helming mokst-
ursins á móti vegagerðinni.
Úlfar Sveinsson oddviti á Ing-
veldarstöðum á Reykjaströnd
brá á það ráð í byrjun síðustu
viku að bjóðast til að keyra
mjólkinni á traktornum frá
eina bænum á Ströndinni sem
selur mjólk, Fagranesi, í stað
þess að láta moka fyrir mjólk-
urbílinn úteftir.
Vika var liðin frá því mjólk-
urbfllinn hafði komist út í Fagra-
nes. Brugðið var á það ráð að
setja mjólkina í 50 lítra brúsa, er
reyndar voru aflagðir í mjólkur-
flutningum fyrir allmörgum
árum, og kom Úlfar brúsunum
fyrir í skúffú aftan á traktomum.
Úlfar sagðist með þessu ekki
einvörðungu hafa verið að hugsa
um að spara hreppnum íjármuni,
heldur sé það mjög bagalegt
þegar snjórinn væri orðinn þetta
mikill að fá ruðninga meðfram
veginum. Þá megi ekki hreyfa
vind til þess að allt lokist strax
aftur.
„Það er miklu betra ef næst að
gera góða slóó. Hún var onðin það
troóin og fín núna fyrir helgina
að það lá við að væri fólksbíla-
færi hingað út eftir. Það mundi
aldrei svara kostnaði að láta
moka tvisvar í viku, fyrir einn
mjólkurlfamleiðanda“, segir Úlf-
ar oddviti á Ingveldarstöðum.
Hvammstangi:
Sigurborg
úr sinni
fyrstu
veiðiferð
Sigurborgin sem Hvamms-
tangamenn keyptu nýlega frá
Vestmanneyingum kom úr
fyrstu veiðiferð sinni fyrir
nýja eigendur á mánudags-
morgun og lagði upp 23 tonn
hjá Meleyri.
Að sögn Guómundar Sig-
urðssonar framkvæmdastjóra
Meleyrar var Sigurborgin sex
sólahringa að veiðum á rækju-
miðunum fyrir norðan land.
Þrátt fyrir brælur og lítinn frið
gengu veiðamar vel í þessum
fyrsta túr. Nægt hráefni hefur
borist til vinnslu í rækjunni
undanfarið og einnig hefur
þónokkur vinna verið í skel-
vinnslunni, þann tíma sem hún
hefur staðið í desember og jan-
úar. Olafur Magnússon frá
Skagaströnd hefur lagt upp hjá
Hólanesi og Hafrún um tíma,
en það skip er nú úr leik eftir að
það sökk í Skagastrandarhöfn á
dögunum. Borist hafa allt upp í
30 tonn af hörpudiski til Mel-
eyrar yfir vikuna, en fyrirséð er
að það magn minnki ef ekki
bætist annar bátur við á skel-
veiðamar.
SI. sunnudag barst Gagnfræða-
skóla Sauðárkróks stórgjöf, tólf
fullkomnar tölvur af gerðinni
PC 486 ásamt fylgibúnaði. Það
er áhugahópur foreldra barna
við skólann sem fengu fyrirtæki
í bænum til liðs við sig. Að sögn
Frosta Frostasonar er leiddi
hópinn, voru undirtektir for-
ráðamanna fyrirtækja frábær-
ar og er það forsendan fyrir því
að svona vel til tókst, en þess má
geta að tölvubúnaðurinn er að
verðmæti rúmlega 1,3 milljón.
Jóhann Friðriksson kennari við
Gagnfræðaskólann segir þessa
gjöf til skólans skapa gjörbyltingu
í möguleikum til aukinnar kennslu
í tölvunotkun við skólann. Nýju
tölvumar leysa af hólmi sex gaml-
ar tölvur, og hafa nokkrar kynslóð-
ir tölva runnið sitt skeið frá því
þær vom framleiddar.
Stefnt er að því að allir bekkir
Gagnfræðaskólans fái kennslu í
tölvunotkun, auk þess sem nem-
endum gæfíst kostur á notkun
talva við námið, væri möguleiki á
nýtingu margmiðlunar, þar sem
hljóökort og geisladrif fylgdi einni
vélinni.
□
Athugasemd vegna fréttar
Vegna fréttar í síðasta Feyki þar sem fjallað var um tap tveggja
síóustu rekstrarára hjá ÚS, tel ég rétt að birta nákvæmar tölur úl frekari
skýringar. Söluhagnaður sem ekki var tekinn með í þessum tölum var
verulegur bæði 1988 og 1989 vegna sölu skipa ÚS eða samtals 433
milljónir. Þær tölur sem vom birtar em framreiknaó tap af reglulegri
starfsemi beggja ára samanlagt en rekstrartapið var 110 milljónir 1988
og 126 milljónir 1989 á verðlagi þessara ára. Framreiknaó var miðað
við lánskjaravísitölu. Kær kveðja.
Einar Svansson.
HEIAI/L/SL/NA BÚNAÐARBANKANS
„Frd og með deginum í dagþurfum
við ekki að borga drdttarvexti “
Útgjöldum ársins er dreift á jafnar mánaðargreiðslur
— reikningarnir greiddir á réttum tíma
Áunninn lánsréttur með reglubundnum sparnaði gefur
möguleika á hagstæðari lánum.
Félagar fá handhæga skipulagsbók og möppu
fyrir tjármál heimilisins. Auk þess eru
Ijármálanámskeiðin á sérstöku verði fyrir félaga. Sauðárkróki5 Hofsósi, Varmahlið
-QDHE
RAÐGJOF OG AÆTLANAGERÐ
m
áfnmiimiu
BUNAÐARBANKI
ÍSLANDS
HEIMILISLINAN
- Heildarlausn ájjármálum
einstaklinga.