Feykir - 01.02.1995, Síða 7
5/1995 FEYKIR7
Engar upplýsingar bárust um
myndir nr. 27-30, sem birtust í
blaöinu 18. janúar sl, þótt allar
væru teknar á Sauðárkróki. Við
reynum samt aftur með myndir
teknar á Sauðárkróki á árunum
1909-1914, af Jóni Pálma ljós-
myndara.
Kristján Sigfússon á Húns-
stöðum hcfur ásamt flcirum
unnið í að fá upplýsingar um
mynd nr. 22 af fjölskyldunni á
Breiðavaði og má hafa fyrir satt
að þar séu bræðumir á Breiða-
vaði, Einarssynir, frá vinstri
talið: Kristófer, Ami og Sveinn,
ásamt Sigríði Kriftófersdóttur
og börnum hennar tveimur,
Kristjönu Haraldsdóttur og
Einari Haraldssyni.
Bestu þakkir fyrir þetta.
Sími Héraðsskjalasafns er 95-
36640.
Mynd nr. 31.
Mynd nr. 33.
Mynd nr. 32.
Mynd nr. 34.
Lionsklúbbur Sauðárkróks:
Gefur til byggingar endur-
hæf ingastöðvar við Sjúkrahúsið
Lionsklúbbur Sauðárkróks af-
henti í síðustu viku 400 þúsund
króna framlag sem ætlað er til
byggingar sundlaugar og end-
urhæfingaraðstöðu við Sjúkra-
hús Skagfirðinga. Aður hafði
klúbburinn gefið til þessa verk-
efnis 100 þúsund, þannig að
Iionsfélagar hafa nú lagt með
aðstoð einstaklinga og fyrir-
tækja í bænum, 500 þúsund til
þessa aðkallandi verkefhis.
Þessa stærra og seinna ffam-
lags, öfluðu lionfélagar með út-
gáfú afmælisritsins, þar sem jafn-
ffam var minnst 30 ára lionsstarfs
á Sauðárkróki. Peningamir vom
afhentir í hófi í Dvalarheimilinu
sl. fimmtudag. Þar sagði Steinar
Skarphéðinsson forseti Lions-
klúbbsins m.a. að lögð hefði ver-
ið mikil áhersla á öflun auglýs-
inga og styrktarlína í blaðið og sé
skemmst ffá því að segja að und-
irtektir urðu frábærar.
„Nánast hvert fyrirtæki og
stofnun sem leitað var til hér í bæ
vildi taka þátt í þessu átaki og
sýnir það góðan hug bæjarbúa til
sjúkrahússins og einnig að lions-
klúbburinn er vel meúnn og nýtur
traust í bænum. Alls urðu aug-
lýsendur 66 talsins, að sjálfsögðu
með misháar greiðslur og hefur
Björn Sigurbjörnsson formaður stjórnar Sjúkrahúss Skag-
firðinga tekur við ávísunni úr hendi Steinars Skarphéðins-
sonar forseta Lionsklúbbs Sauðárkróks.
þeim verið þökkuð þátttakan.
Auðvitað gemm við okkur grein
fyrir því að þessi upphæð sem
hér er afhent og er hagnaður af
útgáfúnni, er lítil og nær skammt
úl að koma því verki áleiðis sem
stefnt er að", sagði Steinar. Hann
gat þess einnig að það væri von
lionsmanna að þetta ffamlag yiði
hvaúiing þeim er meira fjármagn
hafa og koma til með að fjár-
magna ffamkvæmdina að mest-
um hluta, svo ffamkvæmdir geú
hafíst sem fyrst. Augljóst sé að
bæjarbúar sjái gagnsemi þessarar
ffamkvæmdar og styðji hana.
Frábært og þægilegt tæki fyrir ritvinnslu og
ýmsa aðra notkun. Upplýsingar gefur Þórhallur
í vs. 35757 og hs. 35729.
Bændur!
Skorin bíldekk, hentug í mottur undir hross, fást hjá
Verslun Haraldar Júlíussonar
Aðalgötu 22, Sauóárkróki, sími 35124
Vinningsnúmer í
happdrætti Körfuknatt-
leiksdeildar Tindastóls
Dregið hefur verió í happdrættinu. Eftirfarandi
númer voru dregin út: 1. vinningur númer 796, 2
vinningur númer 976, 3. vinningur númer 286, 4
vinningur nr. 412, vinningar 5.-10. númer 876,878
946, 897, 854, 887, vinningar 11.-20. númer 323
320,229, 295, 258, 500, 289, 589, 254 og 407.
Vinninga ber aó vitja á skrifstofu Tindastóls milli
10 og 12. Einnig var dregió úr nöfnum handhafa
stuöningsmannaskírteina um farmióa á leik í NBA
deildinni og kom upp númerió 76. Körfuknatt-
leiksdeildin vill þakka fyrir stuóninginn fyrr og nú.
Bókband!
Bind inn flestöll tímarit, bækur og blöó. Hef alls
konar efni, svo sem rexin, striga, pappír, roö og
leóur. Hringió í síma 36925.
Sara Karlsdóttir Drekahlíó 1 Sauöárkróki.
Barnaverndarnefnd Skagafjarðar
Hér meó tilkynnist, aö þær breytingar uróu á bamavemdarmálum í Skaga-
firði um síóustu áramót, aö nú starfar ein bamavemdamefnd fyrir allt héraðiö.
í nefndinni eru: sr. Gísli Gunnarsson Glaumbæ formaöur, Steinunn Hjartar-
dóttir Sauðárkróki varaformaóur, Bryndís Guómundsdóttir Merkigarði, Snæ-
bjöm Reynisson Hofsósi og Linda Hlín Sigurbjömsdóttir Sauöárkróki.
Þeir sem þurfa aó hafa samband viö bamavemdamefnd eru því beónir að
snúa sér til einhvers ofantalinna nefndarmanna.
Hver er
maðurinn?
Ókeypás smaar
Til sölu!
Til sölu Emmaljunga barna-
kerra, sem ný, einnig AEG
eldavél. Upplýsingar í síma
36363 og 35929.
Hlutir óskast!
Þrekhjól óskast! Upplýsingar í
síma 36533.
Óska eftir startara í Marsey
Ferguson 35X árgerð '63.
Rússajeppi árgerð 1976 fæst til
niðurrifs, einnig varahlutir í
Candy og Philco þvottavélar.
Upplýsingar í síma 24264.
Óska eftir að kaupa notað
hljómborð með midi-tengi.
Upplýsingar í síma 35632.
íbúð óskast!
Óska eftir íbúð til leigu.
Hringið í síma 35721.
Tapað-fundið!
Sá sem tók bláan karlmanns-
frakka í misgripum í Héðins-
minni þann 28. janúar sl. hafi
samband í síma 38256..
Sauðfjárkvóti!
Til sölu er 310 ærgilda kvóti ef
viðunandi tilboð fæst. Tilboð
sendist fyrir 8. febrúara nk í Box
540 Blönduósi.
Til sölu ung velættuð hross.
Upplýsingar í síma 24264.
Ferðatalva til sölu!
Til sölu Tandy 102 feróatalva, tiltölulega lítió
notuö. Tækió gengur bæði fyrir rafhlöðum og
heimilisrafmagni. Spennubreytir fylgir.