Feykir - 01.02.1995, Qupperneq 5
5/1995 FEYKIR5
Jarðlaust frá því í
nóvemberbyrjun
„Segja má að það hafi verið
mikið til jarðiaust fyrir skepn-
ur alveg frá nóvemberbyrjun.
Þannig hugsa ég að hafi háttað
til víða. Það eru þessir sífelldu
blotar með frostum á milli er
hafa skapað þessi skilyrði“,
sagði Leifur Þórarinsson
bóndi í Keldudal í samtali við
Feyki og það er á mörgum
hrossabændum að heyra að
veturinn hafi verið gjafafrek-
ur. Hinsvegar virðist ljóst að
mjög mismunandi er hvernig
hugsað er um hrossin, sum-
staðar eru þeir hlutir í góðu
lagi, en annars staðar ekki og
vitað er til þess að ákveðnir
aðilar eru hreinlega undir
eftirliti varðandi fóðrun og með-
ferð útigangshrossa.
Þegar ekið er um vegi í
Skagafirói og Húnaþingi blasa
ætíð við stórir hópar af hrossum,
sérstaklega er þessi mikli fjöldi
áberandi í mið- og framsveitum
Skagaíjarðar. Þaó velkist enginn
í vafa um að á bæjunum þar sem
fjöldinn er mikili, þarf kynstrin
öll af fóðri á hverjum bæ, geri
jarðleysu í lengri tíma, því hross-
in þurfa mikið fóður. Og hverjir
eiga að fylgja því eftir að fóðrun-
in sé næg. Fyrst og fremst forða-
gæslumenn í hverjum hreppi,
með því að kanna fóðurbirðir
bæði á haustin og síðvetrar og
ástand búsmalans.
Feykir hefur spumir af því að
þótt forðagæslumennimir ræki
vel þær skyldur sínar að kanna
fóðurbirðir, sé mikill misbrestur
á aó því sé fylgt eftir að menn
leysi sín fóðurmál, og einnig sé
því mjög ábótavant að ástand
bústofnsins sé kannað, og þama
verði hrossin sérstaklega útund-
an, enda óhægara um vik að
nálgast þau en aðrar skepnur.
Þá er einnig víða sem aðstaða
er hreinlega ekki til staóar að
gefa stóði. Algengt er að 40-50
hross og jafnvel fleiri séu höfð
saman í hólfi, og víða er hross-
um gefið beint á jörðina. Það
liggur í augum uppi að þegar
svona mörg hross eru í hóp er
mikil hætta á að sum verði út-
undan, að þau frekari verji fóðrið
fyrir hinum sem minna mega
sín. Slíkt gerist örugglega ef
hross á ýmsum aldri eru höfð
saman í hólfi, en víða má sjá
folold og trippi innan um fulloróin
hross.
Kvóti á
hrossaeigninni?
„Það fer alveg eftir dyntum
hvers einstaklings hvemig farið
er með skepnur. Það á að vera
Sænsk listakona
sýnir í Kaffi Krók
Irena Jensen opnar sína fyrstu
einkasýningu í Kaffi Krók á
Sauðárkróki laugardaginn 4.
febrúarkl. 15.
Irena stundaði myndlistamám
í Stokkhólmi 1976-77 og í Mynd-
lista- og handíðaskóla íslands
1990-1994. Útskrifaðist hún
þaðan úr grafíkdeild. Irena tók
þátt í alþjóðlegu grafíkverkefni á
vegum Boston University 1993.
Hún er meðlimur myndlista-
hópsins Afram veginn, sem
rekur grafíkverkstæói í Þing-
holtsstræti 5 í Reykjavík.
Myndimar á sýningunni eru
koparætingar, mezzotinta og
þurmál, þrykktar í lit. Sýningin
er opin til 1. mars, mánudaga til
föstudaga kl. 20-23,30, föstu-
daga til sunnudag frá 15-03.
(fréttatilkynning)
Munið endurskinsmerkin....
Stórir hópar útigangshrossa eru algeng sjón við bæi í Skagafirði og Húnaþingi.
trúnaðarmaður Dýravemdunar-
félagsins í hverjum hreppi og
forðagæslumenn eiga að fylgja
þessum hlutum eftir. Nú nýlega
voru lög um búfjárhald hert
þannig að það ætti að vera enn
ríkari ástæða til að menn haldi
vöku sinn. Eg eins og margir
fleiri hef það fyrir augunum að
það er óskaplegt hvemig farið er
með skepnurnar, þó svo að
ástandið hafi víða lagast til stórra
muna á seinni ámm. Það er samt
þannig ennþá að trassamir eru
margir, þeir sem hreinlega hugsa
ekki fyrir því að hafa nægt fóður,
skapa ekki þá aðstöðu sem þarf
til að gefa hrossum, skjól og fóð-
urgrindur eða einhverja slíka að-
stöðu, og síðan að hólfa beiti-
löndin niður þannig að minni
hætta verði á að hluti stóðsins
verði útundan", sagði Guðmund-
ur Valtýsson á Eiríksstöðum.
Guðmundur segist mikið hafa
hugsað um þaó hvemig spoma
megi við þessum mikla fjölda
hrossa, sem sjálfsagt kemur mik-
ið til af því að bændur eigi erfitt
með ákvarðanir um grisjun
stoínsins, sem hrossaræktarráðu-
nautar em þó sífellt að hvetja til.
„Eg hallast eiginlega helst að því
að það þurfi að koma á einhvers-
konar kvóta í hrossaeigninni eins
og í öómm ffamleiðslugreinum.
Mér sýnist það vera helsta lausn-
in“, segir Guómundur á Eiríks-
stöðum.
' , (I'1''“ ''
W Jí'' i 'r -jása.
Ertuí
við þína heimabyggð?
yatu fylgjast með því sem er að gerast á
Norðurlandi vestra?
Býrð þú eða einhver náinn vinur þinn
fjarri heimabyggð?
^skrift að Feyki tryggir að engar stærri
fregnir fari fram hjá þér, og samband
þitt við heimahagana helst
Feykir óháð fréttablað á
Norðurlandi vestra
Sími (95)35757
Ferskt fréttablað !
Augljós auglýsingamiðill!