Feykir - 01.02.1995, Side 4
4FEYKIR 5/1995
„Við Norðlendingar
vorum á undan en
erum nú samsíða
Sunnlendingum"
„Það hefiir verið fundið að höfuðlag-
inu í ræktuninni hjá okkur. Ég vil
ekki skipta á höfuðlagi okkar hesta og
fíngerðu höfði sem engir drættir eru í.
Hugsa sér að sumir þeir stóðhestar
sem hæstar einkunnir hafa hlotið fyrir
höfuð á síðustu árum hafa verið með
merarskál, já, stóðhestur með merar-
skál. Ég vil hafa mikilúðlegt höfúð á
mínum hestum, dálítið langt og með
skarpa drætti“, segir Sveinn Guð-
mundsson m.a. í skemmtilegu viðtali
Sigurðar Sigmundssonar Eiðfaxa-
manns, við þá ræktunarfeðga Svein og
Guðmund Sveinsson, er birtist í
nýjasta hefti hestablaðsins.
I viðtalinu kemur fram að Sveinn tel-
ur kjölfestuna í hrossaræktinni enn vera í
Skagafirði, það sé ekki rétt sem Kristinn
Hugason hrossaræktarráðunautur hefur
haldið fram að kjölfestan væri komin
suður, samhliða því sem Sunnlendingar
hefðu tekið forustuna í hrossaræktinni.
„Sunnlendingar em með alveg skín-
andi hross og það kom berlega í ljós í
sumar, en hvaðan em þessi hross? Flest
öll eiga þau rætur að rekja norður í land
og kjölfestan getur ekki sveiflast til á
einu eða tveimur árum. Hún er enn
héma! Það getur þó farið svo að hún fari
suður yfir fjöll. Við Norðlendingar vor-
um á undan og við emm nokkuð samsíða
Sunnlendingum enn í hrossaræktarmál-
um, hvað svo sem framtíðin ber í skauti
sér. Sunnlendingar sitja betur að mark-
aðnum en við héma fyrir norðan. Fyrir
sunnan er markaðurinn stærri og pen-
ingamennimir fleiri sem stunda ræktun“,
segir Sveinn.
Eftir fjóra áratugi í hrossræktinni
stendur Sörli enn næstur Sveini eftir öll
þessi ár. Næstur honum kemur Hrafn-
katla systir hans. Sveinn segir yngri
hrossin eiga eftir að sanna sig eins og
þessi tvö. Það hafi margt gott komið
undan og útaf Sörla. Til dæmis em fjórir
heiðursverðlaunahestar nú þegar til út af
honum. Þá má einnig minna á hrossin í
B-flokki, Orra frá Þúfu, Þyril frá Vatns-
leysu og Sögu frá Þverá, einnig tvo efstu
í A-flokki, Dvalar frá Hrappsstöðum og
Prúð frá Neðra-Asi. Þessi hross em öll
útaf Sörla ásamt fleirum sem í úrslitum
vom á landsmótinu í sumar.
Sköpulagið lykillinn að
gangrýminu
Viðtalið ber með sér að „Siggi í
syðra“ Eiðfaxamaður og þeir feðgar
Guðmundur og Sveinn hafa farið djúpt í
hrossaræktarmálin, og ljóst er að
feðgamir em miklir sérfræðingar á þessu
sviði, enda Sveinn orðlagður sem kon-
ungur hrossaræktarinnar í landinu, og
Guðmundur virðist ætla að feta í fótspor
föður síns, þótt kongstitilinn muni hann
trúlega ekki hreppa.
„Við teljum að sköpulagið sé lykillinn
að miklu gangrými. Við emm íogandi
hræddir við hross sem eru mjög
skrokklöng, teljum fullsannað að það
bitni á gangrýminu. Bakið má reyndar
Feðgarnir, Sveinn til hægri og Guðmundur til vinstri, staddir á
íþróttavellinum á 17. júní fyrir nokkrum árum að lofa ungum hestamönnum
að skreppa á hestbak
ekki verða of stutt heldur, því þá er feg-
urðin farin. Annað sem hefur einkennt
okkar hross og hefúr aukið afköst þeirra
er þessi sjóðandi vilji ásamt góðri lund.
Þessi atriði em einnig ákaflega mikilvæg.
Það er ýmislegt sem bendir til að það
sé heppilegt fyrir okkur að nota Flugu-
mýrar-Ofeig eða blóð út af honum. Galsi
heillaði alla á landsmótinu í fyrra og það
komu góð hross undan Hmnari, hálf-
bróður Galsa í föðurætt. Þá eigum við
þennan bleikskjótta og ætlum einnig að
nota Hrannar frá Kýrholti næsta vor.
Hann kom snemma til, hefur góða fóta-
lyftu með framgnpi og mjúku tölti“.
Sveinn segir Ófcigsblóðið eftirsóknar-
vert til að fá góðan fótaburð í afkvæmin.
Það sé þó ekki allt fengið með því að
hrossin geti rifið fótinn nógu hátt upp,
ekki sé síður að huga að framgripinu, fót-
urinn þurfi að koma fram í löngu spori.
Þeir feðgar vom sammála um að þrátt
fyrir að gæta þyrfti að fótaburðinum,
vegi hreinleiki töltsins þó alltaf þyngst.
„Það er lítið varið í að sjá hástígan töltara
þar sem knapinn hendist til í hnakknum.
Því miður hafa sumir gæðingadómarar
verið svolítið veikir fyrir svoleiðis jögur-
um“, sagði Guðmundur.
Og þá er fyrir þá sem vilja lesa meira
að ná sér í nýjasta hefti Eiðfaxa.
□
Bókabúð Brynjars hlaut gullíilmuna
Bókabúð Brynjars á Sauðárkróki var einn þriggja aöila er hlaut gullfilmuna,
viðurkenningu frá Kodakumboðinu, Hans Pedersen, fyrir að hafa náð yfir 90%
árangri í gæða- og þjónustukönnun Kodak Express fyrir árió 1994. Hinir tveir að-
ilamir era sérhæfðar ljósmyndaþjónustur á Akureyri og Isafirði.
I viðurkenningunni segir að Kodak geri miklar kröfur til þjónustuaðila sinna,
ekki einvöróungu varðandi gæöi framleióslunnar sjálfrar heldur einnig þjónust-
unnar; afgreiðslunnar, fyrirkomulag verslunarinnar og útstillinga. Mælingamar
eru gerðar af óháðum aðilum í óundirbúnum heimsóknum þar sem metnir eru
fjölmargir þættir sem hafa áhrif á þjónustu og gæði. (fréttatilkynning)
Af mannskæðum
snjóflóðum
Siglufjörður séður ofan úr fjallinu fyrir ofan Hól, þar sem
skíðatogbrautin var staðsett fyrir nokkrum árum.
Þegar annap mannskæðasta
snjóflóð á þessari öld féll við
Siglufjörð árið 1919, var Siglu-
fjörður orðinn kaupstaður með
nálægt 100 íbúum auk þess
þess sem 200 manns bjuggu
annars staðar í Hvanneyrar-
hreppi, vestur í Dölum, á Siglu-
firði, í Héðinsfirði og á
nokkrum bæjum innan við bæ-
inn í Siglufirði.
I apríl þetta ár snjóaði mjög
mikið í austanátt og féllu þá snjó-
flóó víóa í hreppnum sem ollu
miklu manntjóni og eignartjóni.
Austan Siglufjarðar, á móti kaup-
staðnum, splundraðist í ofboós-
legu snjóflóði nýleg síldarverk-
smiója og fómst níu manns á því
svæði. Bærinn Engidalur, sem
stóð skammt ffá Sauðanesi, eyði-
lagóist og lést allt heimilisfólkið
sjö manns. Loks biðu bana tveir
menn í Héðinsfirði í tveim flóð-
um. Alls fómst þessa daga 12.-14.
apríl 18 manns í fjómm snjófióð-
um í Hvanneyrarhreppi.
Það er Örlygur Kristfinnsson
kennari og listamaður á Siglufirði
er rifjar þetta upp í nýjasta blaði
Hellunnar, og vimar í góða frá-
sögn af þessum atburðum í
Grímu, riti um þjóðlegan ffóóleik.
Á seinustu öld, ffá 1818, fómst
sex menn í fimm snjóflóðum í
Siglufirði og virtust allir hafa ver-
ið á ferð á hættusvæðum svo sem
í Hestsskarði. Litlum sögum fer af
veralegum snjóflóðum í Siglufirði
ffá 1919 og fram á miðjan 7. ára-
tuginn en þá árið 1963 eyðilagðist
Hvanneyrarhlíð, mannlaust hús í
snjófióði. Síðan hafa fallið all-
mörg snjóflóð úr fjöllunum ofan
við kaupstaðinn og ógnað byggó-
inni án þess að nokkur slys hafi
orðið á fólki. Síðustu 20 árin hafa
fallið snjófióð sem valdið hafa
miklu tjóni á mannvirkjum hita-
veitunnar í Skútudal og skíðalyft-
unni sem staðsett var í vestan-
verðri Hólshymu. Við þetta má
svo bæta að snjófióð féll á lyftu-
hús í Skarðsdal á skíðasvæði Sigl-
firðinga á dögunum og gjöreyði-
lagðist lyftuhúsið.
Við hættumat vegna snjófióða
má ekki vanmeta gamlar sagnir
eða upplýsingar um þessa vá. Til
dæmis segir sagan að norskir eig-
endur síldarverksmiðjunnar sem
eyðilagóist 1919 hafi verið varað-
ir við að byggja verksmiójuna á
þessum stað því sagnir hemidu að
mikil snjóflóó gætu fallió þar á
svæðinu. Önnur og nýrri dæmi
sýna að menn verða að gera ráð
fyrir hinu versta og ýkja heldur en
aó draga úr, þegar mið cr tekið af
gömlum upplýsingum.
Þegar talin em upp mannskæð
og hörmuleg snjóflóð sem orðið
hafa í þéttbýli á Islandi, annað en
það sem áður greinir, þá em þessi
verst: Snjóflóó í Bjólfinum á
Seyðisfirði árið 1885, 24 fómst,
ijölmargir slösuðust, 14 íbúöarhús
eyðilögðust. Hnífsdalur 1910,20
biðu bana, margir slösuðust, íbúð-
arhús ónýt. Neskaupstaóur 1974,
12 fómst og ægileg eyðilegging
varð á mannvirkjum.