Feykir


Feykir - 01.02.1995, Síða 6

Feykir - 01.02.1995, Síða 6
6FEYKIR 5/1995 ~7ei6*t: ‘Pá£*ftc £?Ó*tti&<uc ~7extc: 'ÞönÁ-. s4<u*tu*tcC&&. 5. Þorsteinn hefti hest sinn við jaðarinn og gekk síðan inn í skóginn eftir afstíg einum er lá af þjóð- götunni. Sem hann hafði lengi gengið fann hann hús eitt mikið og vel gert Gekk hann inn í skálann og fann þar stórar kistur og margt til gæóa. Þar var skíðahlaði mikill en annars vegar vara í sekkjum og alls kyns vamingur. Þar sá hann rekkju eina, var sú miklu meiri en nokkur sæng er Þorsteinn hafói séð áður. Þótti honum sá ærið hár er þetta rúm var mátulegL Þar var og borö búið með hreinum dúk- um, heióarlegum krásum og hinum besta drykk. Ekki gerði Þorsteinn að þessum hlutum. 6. Síöan leitaði hann undanbragðs, ef brýnt yrði. Fór síðan upp í milli sekkjanna í vöruhlaðann og sat þar. Síðan heyrði hann út dyn mikinn er á leið kveldið og inn kom maður og leiddi eftir sér hesL Sjá maður var harðla mikill, hvítur á hár og féll það á herðar með fögrum lokkum. Þorsteini sýndist maðurinn vera hinn fríóasti. Síðan kveikti þessi maður upp eld fyrir sér og leiddi áður hest sinn til stalls. Setti svo munnlaug og stórt stéttar- kar fýrir sig og þó sig, og tók síðan til matar. Allt var athæfi þessa manns merkilegt og mjög hæversklegt og að sjá var hann miklu meiri maður en Ketill faðir Þorsteins, sem þó þótti manna mest- ð 7. Er skálabúinn var mettur sat hann við eld, horfði í og mælti: „Eldurinn er nú miður fölskavð- ur en ég hugði. Hygg ég að hann hafi verið fýrir skömmu uppkveiktur og veit eg eigi hvaó þaö veiL Vera má að menn séu komnir aö sitja um líf mitt og er það eigi fyrir sakleysi. Síðan tók hann eldiskíð og leitaði og kom þar aö sem vöruhlaðinn var. Þá var Þorsteinn úti. Hinn leitaði þrisvar um húsið og fann ekki. Síðan gekk hann til hvílunnar og tók saxið. 8. Svo sýndist Þorsteini sem þaó væri gersemi og alllíklegt til bits, og gerði sér í hug að duga mundi vel ef þaó næðisL Kom Þorsteini þá í hug eggjan föður síns. Síðan sofnar skálabúinn og Þor- steinn gerir tilraunir meó nokkru harki hve fast hann svæfi. Hann vaknaði við og snérist á hlið. Hið þriðja sinn er Þorsteinn gekk fram var allt kyrrt. Þá kveikti hann log og gekk að rekkjunni. Þorsteinn sér að hann liggur þar í silkiskyrtu gull- saumaðri og horfði í loft upp. Sýnishorn úr Iokaprófverkefni Péturs Inga frá skólanum í USA. Ný Ijósmyndastofa opnuð á Króknum Þessa dagana er að taka til starfa á Sauðárkróki ný ljós- myndastofa. Það er ungur Sauðkrækingur, nýútskrifaður úr virtum fagskóia í Banda- ríkjunum, Pétur Ingi Björns- son, sem hyggst bjóða íbúum Norðvesturlands þjónustu sína. Ljósmyndastofa Péturs er til húsa á Hólavegi 33 (bak- húsi). „Eg fékk ljósmyndabakterí- una þegar ég var 12 ára gamall, af stússi með bræðrum rnínum. Þokkalegir möguleikar Tindastóls í úrvalsdeildinni Nú þegar átta umferðir eru eft- ir í úrvalsdcildinni í körfubolta er ljóst að hörð keppni verður um áttunda sætið í deildinni, sem gefúr rétt til þátttöku í úr- slitakeppninni. Tindastóll hefur nú 16 stíg, jafhmörg og Haukar og Valur. Skagamenn eru þarna rétt fýrir neðan með 12 stig og á botninum er síðan Snæfell með fjögur stig. Snæ- fellingar hafa verið á uppleið að undanfórnu og hafa unnið tvo síðustu leiki sína, gegn KR á Seltjarnarnesi og móti Skaga- mönnum í Ilólminum. Þrátt fýrir þennan bata í Hólm- inum má telja nokkuð víst að það bíði Karls Jónssonar fyrrum Tindastólsmanns og félaga hans í Snæfelli aó falla í fyrstu deild. Spurningin er síðan hvaða lið endar í næstneðsta sætinu og þurfi að berjast fyrir tilverurétti sínum í deildinni gegn næstefsta liðinu í fyrstu deildinni. Staða Skaga- manna er verst í dag, en lítið þarf að gerast til að Tindastóll, Valur og Haukar verói í fallhættu. Það er skemmtilegt aö velta fýr- ir sér þeim möguleikum sem liðin hafa þegar átta umferðir eru eftir. Tindastóll á eftir leiki heima gegn KR, Grindavík og ÍR, en úti á móti Haukum, Skallagrími, Þór, Val og Keflavík. Samkvæmt bók- inni ætti Tindastóll að eiga góða möguleika á sigri í heimaleiknum gegn KR og ef liðið nær mjög góðum leik ætti að reynast unnt að leggja IR-inga að velli. Varla er raunhæft að reikna meö sigri gegn Grindavík, sem sýndu það í bikarúrslitunum um helgina að þeir eru með besta liðið á landinu í dag. Af útlileikjunum er mjög mikilvægt að vinna Valsmenn og Haukana einnig, Haukana helst þá með meiri mun en þeir sigruðu Tindastól á Króknum. Þá er einnig raunhæft aó leggja Þórsara og Skallagrímsmenn að velli, jafnvel Keflvíkinga. Tindastóls- menn eiga sem sagt eftir þessum kokkabókum möguleika á sigri í 6-7 af þessum átta leikjum, þrátt fyrir að einungis þrír leikir séu eftir heima. Haukar eiga eftir að leika heima gegn Tindastóli, Grinda- vík, IA, Þór og Njarðvík, og úti móti KR, Skallagrími og Snæ- felli. Haukamir eiga góða mögu- leika á sigri í sex leikjum og eiga trúlega mesta möguleikana á 8. sætinu. Valur á eftir leiki heima gegn Njarðvík, ÍR, Tindastóli og KR. Á útivöllum eiga Valsmenn eftir að mæta Þór, Snæfelli, Keflavík og Grindavík. Reikna má með að Valsmenn eigi raunhæfa sigur- möguleika í 6-7 af þessum leikj- um. Skagamenn eiga eftir heima KR, ÍR, Skallagrím og Snæfell, úti gegn Grindavík, Haukum, Njarðvík og Þór. Þrátt fyrir slakt gengi liðsins að undanfömu verð- ur að reikna Skagamönnum sigur- möguleika í 6-7 leikjum. Af þessari upptalningu má sjá aó möguleikarnir eru margir, staðan óviss, og að sjálfsögðu hafa innbyrðisviðureignir liðanna mikið að segja, úrslitin í fjögurra stiga leikjunum skipta alltaf gífur- legu máli. Þeir höfðu þá verið ljósmyndarar fyrir skólablöðin á staðnum og fylgdi ég vitaskuld í fótspor þeirra. Fyrir fimm árum tók ég það stóra skref að fara í ljós- myndaraskóla til Noregs og stundaði nám þar í eitt ár, lærði þar svokallaða grunnljósmynd- un. Til að öðlast fulla menntun í faginu fór ég síðan í skóla til Bandaríkjanna og útskrifaðist þaóan 20. desember sl.“, sagði Pétur Ingi, en hann opnar stofu sína á morgun, fimmtudag. Pétur tekur að sér alla al- menna ljósmyndaþjónustu, s.s. myndatökur vegna ferminga, stúdentaútskrifta, einnig bama-, fjölskyldu- og brúðarmyndir, portrett-, passamyndir og fleira. Að sögn Pétur er tækjabúnaður hans þannig úr garói gerður, að hann getur tekið sig upp og flutt stúdio sitt hvert á land sem er, án mikillar íýrirhafriar. I lokin má geta [ress að á öllu Norðvesturlandi hefur til þessa einungis verið ein ljósmynda- stofa, Ljósmyndaþjónustan Að- algötu 10 Sauðárkróki, en nú bætist önnur við. f/Wun/ð eff/'rj • smáfugl- . ! unum! j

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.