Feykir


Feykir - 31.05.1995, Síða 1

Feykir - 31.05.1995, Síða 1
Steinullarverksmiðjan: Mikill aukning í útflutningnum Hagnaður á rekstri síðasta árs Það er aðallega vegna stórs verkefnis í Bretlandi sem útflutn- ingur á steinull hefúr stóraukist á þessu ári. Rckstrarafkoma Steinullar- verksmiðjunnar fyrir fjár- magnskostnað og afskriftir batnaði um 19,6 milljónir milli áranna ‘93 og ‘94. Það ásamt lægri fjármagnskostnaði varð til þess að fyrirtækið skilaði 6,6 milljóna hagnaði á síðasta ári en árið á undan var tap á rekstri Steinullarverksmiðj- unnar upp á 47 milljónir. Utlit er fyrir góða útkomu fyrirtæk- isins á þessu ári. Afkoman fyrstu fjóra mánuði ársins er jákvæð um 8 milljónir en rekstraráætlun ársins alls ger- ir ráð fyrir u.þ.b. 10 milljón króna hagnaði. Rekstrartekjur fyrstu fjóra mánuði þessa árs nema um 187 milljónum, sem samsvarar um 45% hækkun milli ára, en útflutningur hefúr aukist verulega vegna sérstaks verkefnis í Bretlandi. Tekjur vegna innanlandsmarkaðar hafa aukist um 9% fyrstu fjóra mánuði ársins. Þetta kom fram á aðalfundi Steinullarverksmiðjunnar sem haldinn var sl. mánudag. Heild- arsala verksmiðunnar á síðasta ári var 5935 tonn, sem er um 14% aukning frá árinu á undan. Tekjur fyrirtækisins jukust úr 376 milljónum árið 1993 í 445 milljónir 1994 eða um 18%. Söluverðmæti afurða á innan- landsmarkaði var um 270 millj- ónir miðað við 248 millj. árið 1993 cn útflutningsverðmæti nam um 175 milljónum, sem er um 38% aukning milli ára. Fjármunamyndun í rekstri var um 64 milljónir miðað við 50 milljónir árið áður og nam hand- bært fé frá rekstri á síðasta ári um 45 milljónum. Afborganir langtímalána og fjárfestingar námu um 59 milljónum og lækk- uðu nettó skuldir fyrirtækisins um 53 milljónir og voru í árslok um 382 milljónir. Helstu fjárfest- ingar vom rafhitari fyrir herslu- loft sem kemur í stað svartolíu- hitunar og búnaðar til endumýt- ingar varma frá rafbræðsluofni. Veltufjárhlutfall í árslok var um 1,82 og eigið fé fyrirtækisins er nú um 154,3 milljónir og eig- infjárhlutfall 20,73%. Stöðugildi í árslok voru 41,5 og námu heildar launagreiðslur um 70 milljónum króna miðað við 65,7 milljónir árió áður. Aætlað er að fjöldi starfsmanna verði óbreytt- ur á þessu ári. Eggjataka í eyjunum með rýrara móti Fyrirsjáanlegt er að eggjataka í skag- flrsku eyjunum verður með rýrara móti þetta vorið og er það aðallega rakið til kaldrar og óhagstæðrar tíðar nú í vor. Atta manna flokkur, sem fór til eggjatöku í Drangey fyrir helgina, fékk cinungis tvo daga til sigs, og varð frá að hverfa eftir að hafa beðið á annan dag í sæluhúsinu á eynni eftir að gæfi til að síga í bjargið. Björgunarsveitarmenn á Hofsósi hafa far- ið tvær síðustu helgar út í Málmey til eggjatöku og afrakstur þeirra ferða verið í rýrara lagi. Að sögn Viggós Jónssonar frá Fagranesi Drangeyjarmanns, vom góðar aðstæður til sigs á miðvikudag og fengust þá tæplega 1400 langvíuegg. Það var síðan í það harð- asta að hægt væri að síga á fimmtudag, sök- um bleytu. „Það verður eiginlega að vera svo til þurrt. Strax og fer að blotna í berginu verður flughált í fugladritinu", segir Viggó. A fimmtudag fengust tæp 600 langvíuegg og afraksturinn úr Drangey þetta árið virðist því einungis ætla að verða um þriðjungur af því sem það er þegar best lætur. „Þcgar við síðan vöknuðum á föstudags- morgun var komin grenjandi hríð. Þannig að það var ekkert hægt að gera þann dag annað en safna kröftum spila, éta og segja lygasög- ur. Við látum okkur ekki leiðast í útilegunni. A laugardag var kominn talsverður snjór í eynni og útséð með aö ekki yrði hægt að síga frekar. Vió héldum því heim á leið. Eg reikna með að við fömm út aftur í vikunni, en það verður sjálfsagt ekkert að marki sem við höfum upp úr því“, sagði Viggó. Hann sagði að eyjan hefði litið vel út fyrir hretið um síðustu helgi og ef aó hefði verið hægt að halda stanslaust áfram í eggjatökunni, hefði þetta sjálfsagt orðið gott. Jóhannes Sigmundsson í Brekkukoti sagói ennþá snjó í brúnum Málmeyjar að vestanverðu og sums staðar lægi við að fugl- inn verpti í snjóinn. Varp væri í minna lagi og afrakstur eggjatöku eftir því, en yfirleitt hafa verið tekin um 2000 fýlsegg úr Málmey á hverju vori. A Náttúmfræðistofnun er óttast aö varp misfarist í vor vegna kuldatíðarinnar. Sér- staklega sé hættan á Norður- og Vesturlandi. Fyrirsjáanlegt er að varpi æðarfuglsins seinki og einnig er talin veruleg hætta á að fugl geldist. Mörg dæmi em þess, samkvæmt upplýsingum frá Náttúmfræðistofnun. © rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU1 SAUÐÁRKRÓKI Vegagerð ríkisins: Nýr tæknifor- stjóri ráðinn á Norðurlandi vestra Gunnar H. Guðmundsson hefúr verið ráðinn tæknifor- stjóri Vegagerðar ríkinsins á Norðurlandi vestra í stað Jónasar Snæbjörnssonar sem hefur tekið við starfi tækniforstjóra í Reykjanes- umdæmi. Gunnar, sem starfaði um skeið sem tæknifræðingur hjá vega- gerðinni á Sauðárkróki fyrir rúmum 10 árum, hefúr síð- ustu þrjú árin verið yfir- verkfræðingur í Vestfjarða- umdæmi. Fjórir sóttu um starf tækni- forstjóra Vegagerðar ríkisins á Norðurlandi vestra. Gunnar Guðmundsson er fæddur Dýr- firðingur en hefur lengst af búið á Isafirði. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á ísafirði 1976, lauk prófi í byggingartæknifræði frá Tækniskóla íslands 1982 og varð byggingarverkfræðingur frá Aalborg Universitetscenter 1992. —ICTcn^ill kp|— Aðalgötu 24 Skr. síml 35519, bílas. 985-31419, fax 36019 Almenn verktakaþjónusta, Frysti- og kœliþjónusta, Bíla- og skiparafmagn, Véla- og verkfœraþjónusta bílaverkstæði M M M M sími: 95-35141 Sœmundargötu 16 Sauöárkróki íax: 36140 Bílaviðgerðir Hjólbarðaverkstœði Réttingar Sprautun

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.