Feykir


Feykir - 31.05.1995, Blaðsíða 2

Feykir - 31.05.1995, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 21/1995 ALMANNATENGSL STOFAN - betri samskipti við samstarfsaðila, viðskiptavini og starfsfólk. Hafðu samband! Deborah J. Robinson Stjórnsýsluhúsið Sauðárkróki S: 453 6281 F: 453 6280 □ Erlend Samskipti □ Fjölmiðlun □ Námskeið □ Kynningar □ Gagnasðfnun □ Þýðingar □ Markaðsráðgjöf □ Bœklingagerð □ Ferðamál □ Fundir □ Ráðstefnur □ Gestamóttöku Deild 5 á Hjúkrunar- og dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki bárust í síðustu viku góðar gjafir, m.a. frá starfsfólki deildarinnar. Starfsfólkið hafði aflað fjár til kaupa á ýmsum hlutum fyrir vistmenn heimilsins með sölu á árlegum jólabasar. Gjafirnar eru litsjónvarpstæki, myndbandstæki og fleira. Tónleikar í Varmahlíð Tónlistarfélag Skagafjarðar heldur tónleika í félagsheimil- inu Miðgarði á annan í hvíta- sunnu, mánudaginn 5. júní kl. 15. Allur ágóði rennur til kaupanna á nýja flyglinum í Miðgarði. Efnisskrá tónleikanna er fjöl- breytt. Aðstandendur tónleikanna hvetja Skagfiróinga til aö fjöl- menna og njóta góórar skemmt- una ásamt því að styðja þarft menningarframtak, en tilkoma nýja flygilsins er talin nauö- synjarmál fyrir frekari framgang tónlistarlífs í Skagafiröi, sem það eigi eftir að dafni við um áratugi og aldir. Æðarvarpið á Skaganum: Seinna á ferð en vanalega „Það hafa nú ekki verið mikil tækifæri til að undirbúa varp- ið fyrir þessari bölvaðri ótíð og kollurnar eru sáralítið byrjað- Toyota Landcruser, stuttur disel, árg. '87, ekinn 110 þús. Vcrð 1150.000. Einn með öllu. MMC Colt GLX.I 1600 árg. '93, ekinn 35 þús.km. Verð kr. 1.200.000. Einn með öllu. ar að setjast upp og verpa. Þetta er allt miklu seinna á ferðinni núna en vanalega. Venjulegast kem ég hingað í byrjun maí til að taka á móti kollunum mínum, en ég sá enga ástæðu til að flýta mér norður í þetta skiptið“, sagði Jón Benediktsson nytjabóndi á Höfnum á Skaga þegar blaða- maður Feykis sló á þráðinn til hans sl. föstudag. Þá var hríð- arjagandi á Skaganum. Jón kom noróur upp úr miðj- um mánuðinum og síðan hefur lítið viðrað til verka. „Við feng- um jú gott á sunnudaginn var. Þá var ég með nokkra með mér við að undirbúa þetta svolítið og það var greinilegt að þá kom strax hugur í fuglinn, en ég sé ekki að maóur standi mikið í varpland- inu úr þessu“, segir Jón. Það rekur hver vertíóin aðra hjá nytjabóndanum í Höfnum. Þegar æðarvarpiö er um garð gengið byrja selveiðamar. Það er svona í kringum Jónsmessuleyt- ið sem Jón leggur net sín fyrir selkópana, en það er reyndar einnig undir tíðinni komið eins og æðavarpið. Jón hefur stundað selveiöamar um áraraðir og hafði lengi vel drjúgar tekjur af. „Eg hef verið að veiða þetta 60-80 vorkópa árlega í um 40 ár eöa þar til markaðurinn féll um 1980 og vitanlega gaf þetta vel af sér. Það var talað um þaö þeg- ar verð á selskinnum var sem hæst að skinnið legði sig á um sex þúsund krónur aó núvirði“, segir Jón. Aðspurður um afstöðu bænda til veiða og nýtingu á sel og þær ásakanir að selveióar séu villimannslegar segir hann. ,Af- staða okkar bænda til nýtingar á sel er einföld. Við teljum sjálf- sagt að veiða meó skynsamleg- um hætti, þannig hafa veiðamar verið stundaðar um aldir og þannig ættu þær að þróast áfram. Selalátrin eru viðkvæm fyrir ágangi manna og dýra og það em hagsmunir okkar bænda sem veiðiréttinn ciga að rétt sé að far- ið svo látrin séu ekki eyðilögð". Jón er í Höfnum allt sumarið og fram á haust, venjulegast fram í október. Hann segir alltaf nóg að gera, þó ekki sé það veiðiskapurinn og heyannir, en grastekju stundar hann ekki í Höfnum. Það er nostur í kring- um rekann, sem er talsverður á Skaganum. Það þarf að dytta að MMC Pajero V6 3000, langur 4x4, ekinn 90 þús. kiíi. Verð 2,2 millj. Fallegur bíll. MMc Colt GLX.I 1500 árg. '91, ekinn 90 þús. km. Verð 840.000. Góðurbíll. Mazda 323 LX 1300 árg. '87, ekinn 113 þús. Verð 350.000. BÍLALEIGA SKAGAFJARÐAR SF. BÍLASALA Borgartúni 8, Sauðárkróki, sími 95-36050 og 95-36399. Jón nytjabóndi í Höfiium flær sel á borði úr rekaviði. Borðið er að hans sögn yfir 100 ára gamalL girðingum og ýmsum öðrum eignum í Höfhum og búa undir veturinn. Þeim árstíma eyðir Jón í Reykjavík. „Eg er nú að verða svo gamall að það fer að síga á seinni hlutann“, segir Jón í Höfn- um. Hann varð 74 ára 23. maí sl. FEYKIR iM- Óháð fréttablaö á Noröurlandi vestra Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa Aðalgötu 2, Sauðárkróki. Póstfang: Pósthólf 4, 550 Sauðárkróki. Sími 95-35757. Myndsími 95-36703. Ritstjóri Þór- hallur Asmundsson. Fréttaritarar: Magnús Olafsson A.-Hún. og Eggert Antonsson V.-Hún. Blaóstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guðbrandsson, Sæmundur Hermannson, Sigurður Agústsson og Stefán Arnason. Askriftarverð 137 krónur hvert tölublað m/vsk. Lausasöluverð 150 kr. m/vsk. Setning og umbrot Feykir. Prentun Sást hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðsfrétta- blaða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.