Feykir


Feykir - 31.05.1995, Blaðsíða 4

Feykir - 31.05.1995, Blaðsíða 4
4FEYKIR 21/1995 „Tilhlökkunin er alltaf til staðar að haustinu þegar skólinn byrjar að nýju" Rætt við Evu Snæbjarnardóttir skólastjóra Tónlistarskólans á Sauðárkróki sem nú er 30 ára „Þótt ég sé oft oróin þreytt þegar skóla lýkur á vorin, eftir amstrið sem fylgir prófum og tónleikahaldi, þá er tilhlökk- unin alltaf til staóar aó haustinu þegar skóli byrjar aö nýju. Þaó eru mikil forréttindi aó fá að starfa við þaó sem áhug- inn beinist aó. Eg hef yndi af tónlist og aó mióla henni til ungra nemenda, þetta er krefjandi starf en þaó gefur líka mikiö. Ef áhugi á kennslunni væri ekki til staóar væri ég löngu hætt sem skólastjóri“, segir Eva Snæbjamardóttir skólastjóri Tónlistarskólans á Sauðárkróki, en þess var minnst á dögunum að 30 ár em lióin frá stofnun skólans. Eva hefur starfaó aö kennslu vió skólann frá upphafi og tók vió skólastjóm áriö 1974 af Eyþóri Stefánssyni tón- skáldi, sem fram til þess tíma haföi haldið um stjómar- taumana. ,Jú það var mikill söngur og tónlist á bemskuheimili mínu í Bakaríinu og oft sungiö fjórraddaó“, sagói Eva þeg- ar blaóamaóur Feykis hitti hana að máli á heimili sínu á Smáragmndinni um helgina. Bæði lék honum forvitni á aö skyggnast í sögu Tónlistarskólans og um tónlistarferil þeirrar manneskju sem mest tengist starfí skólans. Að loknum afmælistónleikunum sl. fímmtudag. Ásgeir Eiríksson, Svana Berglind Karls- dóttir, Eva Snæbjarnardóttir, Heiödís Lilja Magnúsdóttir og Sigurður Marteinsson. „Systur mínar, Lolla og Gýgja, sem voru nokkrum árum eldri en ég, fóru snemma að læra á hljóðfæri og ég var níu ára þegar ég byrjaði að læra á orgel hjá Eyþóri." Aðspurö hvemig kennari Eyþór hefói verið sagði Eva: „Hann var vandvirkur og ákaflega elskulegur eins'og hann er alltaf. Síðar kenndi frú Sigríð- ur Auðuns kona Torfa Bjama- sonar læknis mér á píanó og að loknu gagnfræðafrófi á Akureyri hóf ég nám við Tónlistarskólann í Reykjavík. Fyrstu fjögur árin var kennari minn frú Hermína Kristjánsson, sem með einstakri ósérhlífni byggði upp að heita má frá grunni píanó- og píanó- kennaradeild skólans og vann þar ómetanlegt starf. Persónu- lega á ég henni mikið að þakka. Hún var kennari minn í mörg ár og náinn vinur, sem studdi mig í starfi á margvíslegan hátt, ekki síst fyrstu árin. Segja má að Hermína hafi verið einn helsti hvatamaður að stofnun tónlistar- skólans hér og prófdómari var hún í mörg ár. Síðan var Rögnvaldur Sigur- jónsson kennari minn í tvö ár. Það var ekki síður lærdómsríkt að kynnast þeim frábæra píanó- leikara. Eg var í gegnum tíðina einstaklega heppin með kennara. Þá vil ég í leiðinni geta þess aó í þrjú ár var ég í söngnámi hjá Sigurói Birkis söngmálastjóra, Snæbjörg systir mín, sem var tveimur árum yngri en ég, var þá komin suður til söngnáms hjá Sigurði og var einnig í píanótím- um hjá Hermínu. Sigurður Birkis var sérlega elskulegur maður og mikilI Skagfirðingur. Ég gleymi því ekki er ég kvaddi hann áður en ég fór til New York, en þangað Fyrstu nemendur og starfslið Tónlistarskólans á Sauðárkróki. Aftari röð frá vinstri: Valgarð Valgarðsson, Guðni Friðriksson, Frímann Guðbrandsson, Magnús Rögnvaldsson, Dagur Jóns- son, Valgeir Kárason, Stefán Evertsson, Bjarni Dagur Jónsson og Sveinn Árnason. Fremri röð írá vinstri: Anna Hjaltadóttir, Kristín Dröfn Ámadóttir, Kristín Ögmundsdóttir, Svava Ögmunds- dóttir, Eyþór Stefánsson skólastjóri, Eva Snæbjarnardóttir kennari, Ólöf A. Ólafsdóttir, Elín Stephensen, Helga Valdimarsdóttir, Ingibjörg Sigtryggsdóttir og Ingibjörg Jónasdóttir. Tvo nemendur vantar á myndina. Ljósm. Stefán Pedersen. lá leiðin að loknu tónlistamámi í Reykjavík. Þá sagöi hann: „Eva mín. Þegar þú kemur heim, farðu þá aftur í blessaðan Skaga- fjörðinn okkar og leyfðu Skag- firðingum að njóta þess sem þú hefur lært. Ég var í framhalds- námi í New York í tæp þrjú ár. Þá má geta þess að á þessum tíma var ekki um nein námslán að ræða, svo ég vann alltaf með náminu. í ballett hjá Minnu Eitt vil ég neífia sem átti mik- inn þátt í því að ég tók ástfóstri við tónlistina, en það var ballett- kennslan hjá Minnu Bang. Þar kynntist ég margs konar yndis- legri tónlist, sem söng í eyrum mínum löngu eftir að kennslu- tíma lauk. Minna og Oli Bang voru al- veg einstök og fluttu hingað með sér mikla menningu í bæjarlífið. Minna var lærð í ballettdansi og kenndi ballett í nokkur ár við rniklar vinsældir. Eins og margar stelpur byrjaði ég ung í ballett hjá Minnu. Það var hreinasta ævintýri að fá að taka þátt í þessu. Haldnar voru sýningar í Bifröst og ávallt fyrir fullu húsi. Man ég sérstaklega eftir einni sem hét „Brúðkaupió í höllinni“. Þar komu fram kóngur, drottn- ing, prinsessa, prins og öll hala- rófan, sem tilheyrir hirðinni. Alla búninga lét Minna sauma og var mjög vandað til alls. Ennþá man ég tilfinninguna og tilhlökkunina þegar farið var í apótekið til að máta þessa „flottu“ búninga. Ekki má gleyma Ola Bang, sem sýndi starfi konu sinnar mikinn áhuga og stjómaði „grammófón- inum“ á þessum sýningum. Þá má geta þess að Minna var með leikfiminámskeið fyrir kon- ur, og það held ég að hafi nú ekki tíðkast í bæjum af svipaðri stærð og Krókurinn var á þcss- um tíma. Minnu og Ola Bang mun ég ávallt minnast með þakklæti og af virðingu. Þau settu vissulega mikinn svip á líf- ið í litla bænum okkar, og það gerir Minna enn þann dag í dag“. Lítil hljóðfæraeign háði starfseminni Hvað tekur svo við þegar þú kemur hingaó heim að loknu námi? Það er árið 1957 og þá er eng- inn skóli héma. Ég snéri mér þá að einkakennslu, en síðan er skólinn stofnaður 1965, Tónlist- arskóli Skagafjarðar eins og hann hét þá og er ennþá skráður undir því nafni, þótt í daglegu tali sé talað um Tónlistarskólann á Sauðárkróki. Eyþór Stcfánsson var skólastjóri og kenndi tón- fræói og tónlistarsögu, en ég sá um hljóðfærakennsluna. Fyrsta árió vom nemendur 20 og kennt var á þrjú hljóðfæri, píanó, orgel og melódíku. Fljótlega datt melódíkan út, enda ekkert sér- staklega skemmtilegt hljóófæri, og í staðinn var kennt á blokk- flautu. Síðan bætist gítarkennsl- an fljótlega við. Á fyrstu árum skólans háði það kennslunni nokkuð að hljóðfæraeign í bæn- um var lítil. Ég hugsa að það séu nú jafnmörg píanó héma í göt- unni og vom til í öllum bænum á þcssum tíma”, segir Eva þegar hún rifjar upp þessi fyrstu ár Tónlistarskólans. Fyrsta veturinn var tónlistar- kennslan í bamaskólanum, að loknum skóladegi í þeim skóla, sem þýddi að nemendur vom aö læra á hljóðfæri sín fram eftir

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.