Feykir


Feykir - 31.05.1995, Blaðsíða 8

Feykir - 31.05.1995, Blaðsíða 8
Öháð fréttablað á Norðurlandi vestra 31. maí 1995,21. tölublað 15. árgangur. Auglýsing í Feyki fer víða! Það komast allir í Gengið unglingaklúbb Landsbankans ISIáðu til og komdu í Gengið Pottþéttur klúbbur! Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Útskriftamemar vorið 1995 ásamt skólamcistara fjölbrautaskólans FNV slitið í sextánda sinn „Mér er umhugað að nemend- ur þessa skóla fari ekki frá honum án þess að minnast þess að einhver orð hafi þeir heyrt í skólanum um hversu fuið veganesti drambið, hrok- inn, tilgerðin og steigurlætið eru þeim sem ganga á vit sinn- ar framtíöar, frekari þekking- arleitar og mannlegra sam- skipta. Einnig að þeir gefi gaum að gildum tilverunnar og áhættum, án þess að áræðni þeirra visni til að leggja góðum málstað lið. Megi gleðin ráða ríkjum meðal ykkar og megið þið eiga jafnframt hugljúfar minningar um skólavistina. Heill og hamingja fylgi ykkur um alla framtíð11, sagði Jón F. Hjartarson skólameistari m.a. í ræðu sinni sl. sunnudag, þeg- ar Fjölbrautaskóla Norður- lands vestra var slitið í 16. sinn. Þessa 16. skólaárs verður e.t.v. minnst fyrir tvennt þegar fram líða stundir. I fyrsta sinn var kennt í glæsilegu húsnæði nýja bóknámshússins. Síðan setti langvinnt kennaraverkfall á miðri vorönn strik í reikninginn og varð til þess að 60 nemendur hættu í skólanum eða 13% heild- amemendafjölda. I vetur lögðu 356 nemendur stund á nám við skólann. A haustönn voru 476 nemendur og voru 140 þeirra nýnemar. 411 héldu ál'ram námi á vorönn og 60 nemendur komu til náms sem ekki höfðu verið í skólanum á haustönn, því vom 471 nemandi á vorönn. Af þessum nemendum stunduðu 37 nám á Siglufirði og 18 á Blönduósi báðar annir. A Siglufirði em nokkrir nemendur á sjúkraliðabraut en annars em nemendur í framhaldsdeildum eða útibúum skólans í almennu bóknámi á fyrsta ári. Að þessu sinni brautskráðust 44 nemendur frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, 41 af stúd- entsprófsbrautum, tveir af at- vinnulífsbraut og einn af ión- námsbraut. Verölaun fyrir námsárangur til stúdentsprófs fengu: Halldór Stefánsson frá Laugamýri í Lýt- ingsstaðahreppi, nemandi á fé- lagsfræðibraut, fyrir ágætan al- hliöa námsárangur. Arnfríður Amarsdóttir Sauðárkróki fyrir ágætan námsárangur í sérgrein- um félagsfræðibrautar. Stella Hrönn Jóhannsdóttir Keflavík í Rípurhreppi fékk viðurkenningu fyrir ágætan árangur í íslensku, ensku, dönsku og þýsku, og fyrir heilladrjúg og fórnfús störf í þágu Nemendafélags fjölbrauta- skólans. Einnig fengu viðurkenn- ingu fyrir heilladrjúg og fómfús störf og þakklæti frá nemendafé- laginu, Heiðrún Jóhannsdóttir, Júlía Pálmadóttir, Pálmi Vil- hjálmsson, Rósa María Vésteins- dóttir og Sigríður Gunnarsdótúr. Fjórir kennarar skólans munu láta af störfum eða fara í leyfi. Þór- dís Magnúsdóttir „dönskukennari Islands", eins og Jón F. Hjartar- son skólameistari kallaði hana í ræðu sinni, lætur nú af kennslu eftir að hafa starfað við skólann frá stofnun hans 1979, en Þórdís er að flytja ásamt fjölskyldu sinni til Reykjavíkur. Kristján Hall- dórsson kennari í stærðfræði og eðlisfræði er að halda utan til náms sem og Einar Oddsson líf- fræðingur. Þá fer Gunnlaug Hart- mannsdóttir námsráðgjafi í árs- leyfi, en hún hefur starfað við skólann í fjögur og hálft ár. Við skólaslitin á sunnudag söng kór skólans undir stjórn Hilmars Sverrissonar og þau Svana Berglind Karlsdóttir og Gísli Magnason sungu sitthvort verkió við undirleik Heiðdísar Lilju Magnúsdóttur. Stefán Kemp flutti kveðjuorð nýstúd- enta og Júlíus Guðni Antonsson ávarp 10 ára stúdenta. □ Jón Arnar bætti íslandsmetið Jón Arnar Magnússon tug- þrautarmaður úr Tindastóli bætti um helgina glæsilcga Islandsmet sitt á sterku móti í Götzis í Austurríki. Jón varð fimmti í keppninni með 8237 stig og bætti ársgamalt met sitt um 361 stig og er nú einungis 166 stigum frá Norðurlanda- metinu. Arangurinn fleytti Jóni úr 51. í 13. sæti á listanum yfir bestu tugþrautarmenn heims. „Þetta small vel saman aö þessu sinni og árangurinn kom í sjálfu sér ekki mjög á óvart, ncma 400 metra hlaupið. Ég er greini- lega á uppleið, á eitthvað inni í langstökkinu og í 1500 metra hlaupinu. Þessi árangur gefur mér góðar vonir um framtíóina. Nú er farið að styttast í þá albestu í heiminum", segir Jón í samtali við DV sl. mánudag. Jón Amar hljóp 100 metrana á 10,77 sekúntum í mótvindi sem var 1,0. Hann stökk 7,45 m í langstökki, en Islandsmet hans þar er 8,00 metrar, varpaði kúlu 15,37 metra sem er hans besti árangur og bæting í þraut um meter, stökk 2,02 í hástökki, hljóp 400 metrana á 47,82 sek. sem er bæting um tæpar tvær sekúntur, 110 metra grindahlaup á 14,32 sek., sem er nýtt Islandsmet, kastaði kringlu 46,96 metra, stökk 4,90 metra í stangarstökki sem er bæting um 20 cm, kastaði spjóti 58,94 metra og hljóp 1500 metrana á 5:09,22 mínútum. Hafnarstjórn Sauðárkróks: Úthlutar Shell og Olís lóð á hafnarsvæðinu Hafnarnefnd Sauðárkróks samþykkti nýlega að úthluta Olíuverslun Islands hf. og Skeljungi hf. lóðina Strand- götu 1, en það er syðsta lóðin á hafnarsvæðinu, nánar til tekið þar sem fiskeldisfyrirtækið Fornós var áður með sína eld- istanka. I>essi umsókn Olís og Shell hafði legið fyrir í tals- verðan tíma hjá hafiiarstjórn. Feykir hafði samband við Ekki eru taldar miklar líkur á því að ný olístöö Olís á Sauð- árkróki muni rísa á næstunni. Hjört Amason fulltrúa hjá Skelj- ungi. Hjörtur sagði að engin ákvöróun lægi fyrir um að hefja framkvæmdir á þessari lóð og altént yrði sú ákvörðun ekki tek- in í ár. Aðspurður sagðist Hjört- ur síður búast við því að af sam- starfi þessara stöðva yrði með byggingu bensínstöðvar á Sauð- árkrók, og líkumar á því hefðu minnkað eftir að Esso keypti hluti í Olís fyrir skömmu. „Esso er náttúrulega langstærsti aðilinn og með nýbyggða og velstóra bensínstöð á Króknum, skilst mérí', sagði Hjörtur.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.