Feykir


Feykir - 31.05.1995, Blaðsíða 6

Feykir - 31.05.1995, Blaðsíða 6
6FEYKIR 21/1995 07ec&*t: 7^<z£*ttc (lóM&á-OH' *7extc: 'Þón/l. s4<u*tu*tcíáá. mundur áttu fé saman og komu þá með miklu meira herfangi en fyrr þá gerðust þau tíðindi í Noregi að her safnaðist saman austur við jaðar og var þá kom- inn nálega allur landher í tvo staði. Var þar öórum megin Haraldur er var kallaöur lúfa. Hann barðist í mót landshöfóingjum og átti þann hinn síðasta bar- daga áður hann ynni allt undir sig er hann barðist í Hafursfirói, sem víða getur í sögum. Og í því bili komu þeir Ingimundur og Sæmundur í land, sem sagt var áður, þar nær sem herinn var saman kominn. 38. I>á mælti Ingimundun „Hér horfist nú til mik- sjó með sitt lið en Ingimundur sigldi inn í Hafurs- fjörð og leggur að skipafiota Haralds konungs. Þess- ir höfðingjar voru mestir í mót Haraldi konungi: Þór- ir haklangur og Asbjöm kjötvi þeir höfðu allmikið lið og harðsnúið. Ingimundur lagði að við lyftinguna á konungs- skipinu og kvaddi konung á þessa leið: „Heill, heill, herra.“ Konungur svaran “Vel fagnar þú eða hver ertu?” „Ingimundur heiti ég og er Þorsteinsson og því hér kominn að ég vil bjóða yður mitt lið og hyggjum illa tíðinda þótt ég telji Harald konung mest verðan og sá maður er mér vel að skapi og vil ég honum bjóða mitt lið því að eigi er það við hvoriga muni.“ Sæmundur kvaðst eigi mundu hætta lífi sínu fyrir hans sakir. Kom hann og eigi í þann bardaga. Ingimundur svaran „Sjá máttu fóstbróðir að mik- ill er afli konungs eða hvort þeim gegnir betur er með honum eru eða hinum er í mót honum standa að því er ég hygg. Mun hann það og góóu launa þeim er honum veita nú sæmd og eftirgöngu. En mér mundi þykja óvíst hvað fyrir lægi ef eigi er hans vilji ger og mun það skilja með okkur.“ ég nýkominn úr hemaði meó nokkurum skipum.“ 40. Konungur tók hans máli og kvaðst hans heyrt hafa getið að góðum hlutum „og það mundi ég vilja að þér yrði launað þitt starf því að ég skal allan Nor- eg undir mig leggja. Og mikinn mun á ég að gera þeirra er mér vilja þjóna eða þeirra er nú hlaupast á braut í fiokka fjandmanna vorra eða til eigna sinna sem ég hefi spurt að Sæmundur hefir gert félagi þinn og kalla ég meira manndóm sýnast í slíkum tiltektum sem þú hefir haft.“ Ingimundur segir Sæmundi margt þjóðvel gefið. 4. deildin í fótboltanum: Stígandi 50 ára Sitja má ég sunnanfjalla, sjúkdómsbönclin að mér herða. Norðan vindar naprir gjalla, nœði er smátt til langraferða. Ligg ég því og lœt mig dreyma, líður á hinsta vetrardaginn. Söðla fákinn hugarheima, hleypi djarft í svalan blœinn. Óðum vetrar valdið dvínar, vaknar lífog grœnkar jörðin. Líta sálar sjónir mínar sólu bryddan Skagafjörðinn. Og ég greini fylkingfrjálsa, ferðamenn á heiðum degi. Reiðar Ijón með reista hálsa renna hratt á sléttum vegi. Reiðargnýsins tónar titra, taktfost hófaslögin gjalla. Á fœgðum skeifiun geislar glitra, glettnir kvikna, rísa og falla. Er sem hrökkvi afaugum neisti afi í vöðva ei þarf að dylja. Tengist fjör ogfáksins hreysti finiri hönd og knapans vilja. Lœt ég hugannfrjálsaflakka um fornar slóðir „vœngjum hröðuni “. Vindheimamela, Vallnabakka og vinamót á fleiri stöðum. Ferðalög um fjöll og hálsa, fjölbreytt stefum hófaglauminn. Örœfannafaðminn frjálsa, fagra bjarta heiða drauminn. Stígandi meðfrjálsu fasi fagnar þessum tímamótum. Létt er drunga, lyft er glasi, löginflutt á hœrri nótum. Fimmtíu ára sögð er saga, sigraður var hver einn vandi. Megi enn um ár og daga endast þrek og félagsandi. Jói í Stapa. Norðurlandamót pilta í körfubolta á Króknum í næstu viku verður haldið á Sauðárkróki Norðurlandamót piltalandsliða, 21 árs og yngri, í körfubolta. Svokallað Pólar cup. Fimm lið taka þátt í mót- inu, auk landsliðs Islands, Norðmenn, Svíar, Danir og Finnar. Keppnin hefst á fimmtudags- kvöld og lýkur á sunnudag. Fyrsti leikur Islands verður gegn Dönum á fimmtudagskvöld, sá næsti móti Norðmönnum á föstudag, Danir em andstæðingar íslands á laugardag og lokaleik- urinn á sunnudag er síðan viður- eign íslendinga og Svía. Tveir núverandi og fyrrver- andi Tindastólsmenn eru í ís- lenska liðinu, Hinrik Gunnarsson og Ingvar Ormarsson. Sá þriðji, Ómar Sigmarsson, var einnig valinn í liðið, en hann tók prófin í Fjölbrautaskólanum fram yfir landsliðsæfingamar. Þessa dagana stendur yfir for- sala á alla leikina í keppninni, og em miðamir seldir á hlægilega lágu verði. Nánari upplýsingar um miðasöluna eru veittar á skrifstofu Tindastóls í síma 36080. Tindastóll og KS byrja vel Siglfirðingar og Tindastóll fara vel af stað í 4. deildinni í fótboltanum, einkum þeir fyrrnefndu, en KS-ingar gjörsigruðu Neistamenn með 9:0 á Siglufirði sl. sunnudag. Tindastóll vann öruggan sigur á Þrym, 4:0, og Hvatarmenn biðu lægri hlut fyrir SM, 1:2, í leik sem fram fór á nýja grasvellinum á Blönduósi. Siglfirðingar vom heldur betri aóilinn í fyrri hálfieiknum gegn Neista, en lengi vel steíridi í að hálfieikurinn yrði markalaus, þar til Mitsa skoraði beint úr auka- spyrnu fjórum mínútum fyrir leikhlé. A síðustu mínutu fyrri hálfieiks bættu sínan KS-ingar við öðm marki. Var Mitsa þar aft- ur að verki. Siglfirðingar byrjuðu síðan seinni hálfleikinn eins og þeir enduðu þann fyrri og smám saman brotnaði Neistaliðið og flóðgáttir opnuðust. Mörkin urðu sjö í seinni hálfleiknum og loka- tölur 9:0. Mitsa skoraði 5 mörk og þeir Steingrímur, Agnar, Haf- þór og Þórarinn sitthvert markið. Þrymsmenn sýndu ágætis baráttu gegn Tindastóli, en þrátt fyrir að Tindastóll væri sterkara liðið og færin létu ekki á sér standa, gekk þeim erfiðlega að skora. Um miðjan fyrri hálfleik- inn náði Helgi Már Þórðarson að koma liði sínu í 1:0.1 seinni hálf- leiknum bættu síðan Davíð Rún- arsson, Gunnar Gestsson og Smári Eiríksson við mörkum fyrir Tindastól og lokatölur urðu 4:0. Strekkingsvindur var þvert á völlinn og setti hann nokkuð svip sinn á leikinn. Aó auki er malarvöllurinn á Sauðárkróki í mjórra lagi og á það sjálfsagt sinn þátt í því að leikirnir sem þama em leiknir vilja oft leysast upp í hnoð og þvögubolta. Það var líka hvasst á Blöndu- ósi, en nýi grasvöllurinn þar kemur mjög vel undan vetri. Eftir barning og markalausan fyrri hálfleik kom Sigurður Skarphéðinsson gestunum í SM í 1:0. Hörður Guðbjörnsson jafnaði fyrir Hvöt um miðjan hálfleikinn, en 10 mínútum síðar skoraði Donald Celly rnark sem reyndist sigurmark SM. Frá leik Tindastóls og Magna í Bikarkeppninni í síðustu viku. Öll Iiðin af Norðvesturlandi sem léku í 1. umferð féllu út. Tindatóll tapaði fyrir Magna 0:1, KS tapaði fyrir Völsungi 0:1 á Húsavík og Hvöt fyrir Dalvík 0:6 á Blönduósi.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.