Feykir


Feykir - 31.05.1995, Blaðsíða 3

Feykir - 31.05.1995, Blaðsíða 3
21/1994 l EYKIR 3 Brautskráning frá Hólum Brautskráning nemcnda frá Bændaskólanum á Hólum fór fram við hátíðlega athöfn í Hóladómkirkju si. laugardag. Að þessu sinni brautskráðust einungis fimm nemendur frá skólanum, allir af hrossarækt- arbrauL Nýtt námsfyrirkomu- lag við skólann, þýðir að nem- endur Ijúka verknámi að sumrinu og brautskrást því í ágúst nk., þeir 29 nemendur sem innrituðust í skólann sl. haust og hafa stundað námið í vetur. Af þeim fimm sem nú brautskráðust hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir frábæran námsárangur Helga Thorodd- sen frá Þingeyrum. Þeir sem ljúka búfræðiprófi af hrossaræktarbraut og ná lág- markseinkunn í ákv. greinum hestamennskunnar geta sótt um inngöngu í Félag tamninga- manna. Jóhann Þorsteinsson bóndi á Miðsitju, fulltrúi FT, veitti fimmmenningunum inn- göngu og fagnaði hinu nánu samstarfi Hólaskóla og FT. Við athöfnina í Hóladóm- kirkju flutti vígslubiskupinn séra Bolli Gústafsson hugvekju og kirkjukór Hóladómkirkju söng við undirleik Sigrúnar Þorsteins- dóttur. Bergur Pálsson formaður Félags hrossabænda flutti ávarp og heillaóskir og Sveinbjörn Eyjólfsson deildarstjóri flutti kveðjur landbúnaöarráöherra. Stefán Árnason í Innbúi & hlutum, sem er til húsa í gömlu Gránu. Nýtt líf kviknar í Gránu Frá Skeifukeppninni á Hólum. Mikil þátttaka í Skeifukeppninni Um síðustu helgi kviknaði líf að nýju í Gömlu Gránu, í þeim hluta hússins sem barnafata- verslun var til húsa um nokk- urt skeið. Þarna hefúr nú skot- ið rótum ný starfsemi í bænum og reyndar í kjördæminu öllu. Innbú & hlutir, heitir fyrir- tækið, og er verslun með notað innbú og hluti, bæði stórt og smátt. Innbú & hlutir taka í umboðssölu flesta hluti sem nöfnum tjáir að nefna, t.d. húsgögn, heimilistæki, hljóm- flutningstæki, sjónvörp, töivur, antikmuni, málverk og nánast allt sem þú hefúr ekki not fyrir lengur en veist að aðrir geta nýtt sér, eins og segir í tilkynn- ingu frá I&h. Fyrir um 30 árum hóf störf sem innanbúðarmaður hjá Jóni Bjömssyni þáverandi verslunar- stjóra í Gránu, ungur drengur á Sauðárkróki. Ásamt því að kenna drengnum að vinna öll al- menn störf í versluninni vildi Jón gjarnan kenna honum sölu- mennsku. Ekki hafði drengurinn verið í marga daga í Gránu þegar þannig hittist á að stjómarfúndur í kaupfélaginu var haldinn á efri hæðinni, þar sem aðalbækistöðv- ar kaupfélagsins vom í þá daga. Sveinn Guðmundsson þáverandi kaupfélagsstjóri hringir í Jón og segir honum að nú vanti stjómar- menn öl til að svala þorsta sín- um. Jón segir drengnum að taka til nokkrar maltflöskur, fara með þær upp á efri hæðina og færa stjómarmönnum KS á fundinn. Jafnframt eigi hann að spyrja hvort sé hægt að gera eitthvað meira fyrir þá. Drengurinn trítlar upp á efri hæðina með maltið og segir við Svein kaupa, hvort að sé hægt að gera eitthvað meira fyrir þá. Það rymur svolítið í Sveini, þegar hann segir: „Hvar er pilsner- inn?“. Skilaboðin voru skýr. Drengurinn vippar sér niður á neðri hæðina, tekur til umgang af pilsner og færir kaupfélagsstjóm- inni. Þar meó hafði hann selt tvo umganga af öli. Þessi umræddi drengur er nú aftur kominn til starfa í Gránu. Stefán Amason heitir hann og er talsvert bjartsýnn á starfsemina. „Það finnst mörgum þægilegra að koma með hluti til sölu á svona staó, heldur en að standa í því að selja þá í gegnum auglýs- ingar. Þetta tekur kannski svolít- inn tíma fyrir fólk að átta sig á þessari þjónustu, þar sem aó þetta er alveg nýtt á þessu svæði, en ég er bjartsýnn", segir Stefán. Sl. laugardag var hinn árlegi Skeifúdagur á Hólum. Þá réðst hvaða nemandi Hólaskóla hlaut hinn eftirsótta verð- launagrip Mogunblaðsskeif- una, sem veitt er fyrir bestan árangur í verklegum hluta hrossanámsins við skólann. í vetur voru 24 nemendur á hrossaræktarbraut skólans og tóku allir þátt i skeifúkeppn- inni. Skeifuhafi þessa árs er Valberg Sigfússon úr Kópa- vogi með einkunina 8,45. Eið- faxabikarinn fyrir best hirta hestinn hlaut Jakop Svavar Sigurðsson frá Akranesi og ásetuverðlaun Félags tamn- ingamanna Alexandra Montan frá Svíþjóð. Næstur Valberg í „skeifu- keppninni" kom Bóel Anna Þór- isdóttir frá Miðkoti í Landeyjum með einkunina 8,37 og í þriðja sæti Alexandra Montan frá Sví- þjóð með 8,34. Baráttan um ofangreinda verðlaunagripi hefst strax og nemendur mæta í skólann, því þá byrja fyrstu námsgreinamar sem telja í skeifukeppninni og henni lýkur um vorið á skeifudeginum. Áð haustinu læra nemendur að jáma og fá einnig kennslu í reið- mennsku á sérþjálfuðum hestum skólans. Um þá kennslu sáu þeir Egill Þórarinsson og Eyjólfúr Is- ólfsson. Eftir áramót koma síðan nemendur með sína eigin hesta sem þeir þjálfa undir leiðsögn Ingimars Ingimarssonar fram á vorið. Fyrir skeifudag er prófað á hestunum í hlýðniæfingu (G2) og á skeifudeginum sjálfum í gangtegundum. Á vorönn læra nemendur einnig að fmmtemja og fá til þess tryppi á vegum skólans. Um þá kennslu sjá þau Sigrún K. Halldórsdóttir og Ingi- mar Ingimarsson. Þá kennir Jó- hann Þorsteinsson á Miðsitju hvemig á að leggja hest á skeið. Mikill áhugi er fyrir náminu í hrossarækt við Hólaskóla, m.a. hefur hann farið vaxandi erlend- is. í vetur stunduðu 6 nemendur frá fjórum löndum nám við Hólaskóla. Ártorgi 1, 550 Sauðárkrókur. Sími 455 4500 - Símbréf 455 4501 Nýtt símanúmer KS frá 3- júní 455 4500 Beint innval í deildir fyrirtækisins. Sjá nánar í nýrri símaskrá.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.