Feykir


Feykir - 31.05.1995, Blaðsíða 5

Feykir - 31.05.1995, Blaðsíða 5
21/1995 FEYKIR5 Ásgeir Eiríksson og Svana Berglind Karlsdóttir syngja saman á afrnælistónleikum. kvöldi. Eyþór kenndi tónfræóina og tónlistarsöguna ætíð á heimili sínu, en hljóófærakennslan var á faraldsfæti í nokkur ár. Eva kenndi hcima í tvo vetur, en síð- an fékk tónlistarskólinn inni í Safnaðarheimilinu og var þar í nokkur ár. Mikil breyting var síðan í starfsemi skólans árió 1974 þcgar hann fékk inni í Safnahúsinu. Það sama ár lét Ey- þór af skólastjóm og Eva tók vió. Stóra stundin rann upp „Það má líka segja að það hafi orðið þátttaskil í starfsemi skólans árió 1975 þegar við fengum heimild til aó ráða tvo nýja kennara að skólanum. Báðir voru þeir aðkomumenn, Lárus Sighvatsson kennari á blásturs- hljóðfæri og Gunnlaugur Olsen tónmenntakennari. Koma Lárus- ar varó til þess að blásarasveit var stofnuð við skólann og hún kom í fyrsta sinn fram opinber- lega vorið 1976. Við höfum lagt mikla áherslu á að starfrækja blásarasveit vió skólann, enda tel ég nrjög mikilsvert fyrir hvert bæjarfélag að eiga góða blásara- sveit. Það setur svip á allt bæjar- lífið“. Eftir nokkur ár í Safnahúsinu var enn komið að því að flytja, og það er kannski von að Eva segir að húsnæðismál skólans hall lcngi verið mikið basl. Næst var llutt í leiguhúsnæði að Borg- armýri 1. Það var síðan árið 1989 sem stóra stundin rann upp og skólinn llutti loks í eigið hús- næði. Var aðalhvatamaðurinn að því átaki, Marteinn Friðriksson sem lengi var formaður Tónlist- arfélags Sauðárkróks og mikil driffjöður í tónlistarlífinu í bæn- um. Fljótlega eftir kaupin á hús- næðinu yfirtók síðan Sauðár- króksbær starfsemi Tónlistar- skólans á Sauðárkróki. Dægurlagasöng- deildin vinsæl Starfsemi Tónlistarskólans hefur stöóugt færst í aukana og nemendum hans fjölgað jafnt og þétt. Síðasta vetur voru þeir 170 og kennt er á flest hljóðfæri. Erl'- iðlega hefur gengið að fá fiðlu- kennara í gegnum tíðina. Nýlunda í starfsemi tónlistar- skólans er kennsla í dægurlaga- söng, og popp- og tölvutónlistar- deild. Þetta bættist við fyrir tveim árum, og t.d. hefur verið mjög mikil eftirspum og aðsókn að námi í dægurlagasöng. „Mér finnst nauðsynlegt fyrir skólann að fylgjast með og bjóða upp á flest það sem krakkamir hafa áhuga á“, segir Eva, en auk tónlistarkennslunar hefur Tón- listarskólinn lagt mikla áherslu á tónleikahald. Skólinn hefur alla jafnan staðið fyrir 2-4 tónleikum á ári og fengið þekkt tónlistarfólk í heimsókn. Kennarar við Tónlistarskól- ann á Sauðárkróki eru átta í dag. Eva Snæbjamardóttir, Rögnvald- ur Valbersson sem kennt hefur frá árinu 1979, Guðbrandur Guð- brandsson, Sveinn Sigurbjöms- son, Hilmar Sverrisson, Eiríkur Hilmisson, Anna Sigríður Helga- dóttir og Sigurdríf Jónatansdóttir. Heiðdís Lilja Magnúsdóttir og Sigurður Marteinsson leika fjórhent á píanó. HJmdlr IBwglimíí „Skagaströnd á fljótandi gengi" Vatnsveitumál Skagstrend- inga hafa verið í brennidepli að undanförnu vegna lekavanda- mála sem em hreint ekki smá- vægileg. Vatnsból kauptúnsins er uppi á Hrafhdal, þar sem bor- að var á sínum tíma og munu tvær holur af þremur í stöðugri notk- un og ein hvíld á meðan. Vatnið frá þessum holum er leitt í miðl- unartank sem er steinsteyptur og staðsettur við Hrafná nokkm fyr- ir neðan gömlu stífluna. Tankur- inn mun taka 400 tonn af vatni og man ég að sú var tíóin að það tók 4 klst. að fylla hann. Ef til vill hafa þær forsendur breyst og þá vonandi til hins betra. Hitt er svo annað og verra mál, að flestar lagnir í bæjarkerf- inu em komnar til ára sinna og flutningsgeta þeirra því vafalaust orðin mun minni en upphaflega, þar sem mikið hlýtur að hafa sest innan í rörin. Allt er nefnilega breytingum háð og það sem Jxátti viðunandi kerfi fyrir hálfri öld, er það kannski ekki í dag. Til dæm- is er nú rækjuvinnsla til staðar sem þarf vatnsmagn sem dygði langt til að vökva Sahara-mörk- ina á einum degi. Það er allt á floti Það er í fyllsta máta athyglis- vert að því hefur verið haldið fram að vatnstapið á kcrfinu sé um 5 lítrar á sekúntu. Það gerir að mér skilst 432 tonn á sólar- hring og þá væntanlega tæp 13 þúsund tonn af vatni á einum mánuði. Þetta er sem sagt nokk- uð viðamikill leki. Þar sem þessi vandi hefur verið viðvarandi í marga mán- uði, ef ekki ámm saman, þá er ekki að undra þó Skagaströnd sé á fljótandi gengi þessa dagana í orðsins fyllstu merkingu. Að vísu hefur verið nijög óljós gengisskráning hér í bæjarpóli- tiskum skilningi síðan í fyrravor, að nokkrir ágætir drengir slysuö- ust til að vinna svo stóran sigur í kosningunum aó j)eir em að slig- ast undan afleiðingunum. En vatnsveituvandinn er nú eldri en það og erfitt hefur verið að finna haldbær rök fyrir lekan- um. Mikið hefur verið grafið, bæði í jöró og snjó og sjást um- merkin víða. Sumir em famir að óttast að staðurinn fljóti burt þá og þegar, enda sé undirstaðan að verað lítið annað en vatn. Ekki er gæfúlegt til þess að hugsa að svo kunni að fara. Þetta er því aó verða hið versta mál. Sú tilgáta hefúr líka komið fram, að í stór- viðmm liðins vetrar, hafi eins- hversstaðar opnast göt í jarð- skorpuna og vatnsstrókar staðið tugi metra upp í loftið með þcim gífurlega þrýstingi sem bæjar- kerfið býr yfir, samkvæmt bestu heimildum. Þctta vatn hafi skilað sér úr háloftunum nióur í jxirpiö aftur, í því efnisformi sem við alla jafna köllum snjó, og þar sé komin skýringin á því ofboðs- lega fannfergi sem nánast kaf- færði kauptúnið á nokkmm vik- um eftir áramótin. Engan dóm vil ég lcggja á þessa kenningu, enda er hún nokkuð sérstæð, hins vegar má segja aó hún sé ekkert ósenni- legri cn margt af því sem frá virt- um sérfræðingum kemur nú á dögum um hin og þessi mál. En mér finnst sjálfsagt að nota tækifærið í jtessum pistli til að varpa fram þeirri spumingu hvort einhver hafi orðið var við óvenju mikinn vatnsaga í ná- grenni Skagastrandar eóa jafnvel á milli húsa þar - magnið gæti numið sem svaraði litlum 432 tonnum á sólarhring? Skyldi annars nokkur telja sig þurfa að fjárfesta þessa dagana í vatnsrúmi á Skagaströnd? -Það væri sannarlega algjör óþarfi, staðurinn er nefnilega að verða eitt allsherjar vatnsrúm eða eig- um við kannski að segja eitt alls- herjar meðanjarðar Kántrý- haf... Rúnar Kristjánsson. Skagflröingar Einangrunargler Rúðugler. % Hamrað gler. íj: Vírgler, slétt og hamrað. ❖ Öryggisgler, glært, grænt og hrúnt. :J: Litað gler, hrúnt og glært. íjí Hringið og leitið tilhoða um verð og greiðslukjör. Speglagerö ❖ Spegilgler. :J: Rammagler. ij: Öryggisgler í háta, híla og vinnuvélar íj: Borðaplötur, sniðnar eftir máli. íj: Speglar sniðnir eftir máli. íj: Speglar í römmum. sjí Speglaflísar. ij: Gler í útihús. l’lexígler, margar þykktir. íj: Sendum um allt land. Heildsala Silikon. H: Akrýlkítti. Úretan ij: Þéttilistar, svartir og hvítir. :J: Þéttifrauð, þéttipulsur. ^i Silikonprimer, eldvarnarhorði. Öryggisskór. Vinnuvetlingar. Eigum töluvert af ósóttum pöntunum af einangrunargleri, sem henta vel í sumarhús o.fl. Seldar á hálfvirði. Skerum gler í gróðurhús og útihús eftir óskum. Verð kr. 950/fm með vsk. Furuvellir 15 Sími 96-22333 600 Akureyri Fax 96-23294 Auglýsing í Feyki ber árangur...

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.