Feykir


Feykir - 14.06.1995, Qupperneq 5

Feykir - 14.06.1995, Qupperneq 5
23/1995 FEYKIR5 Jón Amar Magnússon. bestu tugþrautarmönnum heims, en að þessu sinni mættu Banda- ríkjamennimir ekki þar sem aö stutt var í bandaríska meistara- mótið. En eigi aó síður var mótið sterkt og keppendur vom m.a. Tékklendingurinn Robert Zmelik, sem varð olympíumeist- ari 1992 og franski Evrópumeist- amn frá 1990, Cristinan Plaziat. Þeir urðu báðir á eftir mér núna. Sem dæmi má nefna, að 14 keppendur fóru yfir 8000 stig núna, en í íyrra varð ég 13. með 7895 stig. Sá árangur hefði dug- aðtil 18. sætisnú". Enn nokkur ár í kjöraldur Kjöraldur tugþrautarmanns er talinn í kringum 30 ára aldurinn og Jón Amar á nokkur ár í hann enn. „Breti sem keppti við mig í Götz var 32ja ára og hann bætti sig, þannig að ég er bjartsýnn. Eg hóf líka ekki alvöru æfingar lyrr svo seint og hef sloppið við meiriháttar meiðsli þannig að líkaminn á að vera í góðu standi. í tugþraut koma hæðir og lægðir og því verður að sýna þolinmæði þar eins og annars staðar“, segir Jón Amar. Hofsósingar halda átthagamót Um næstu mánaðamót verð- ur haldið á Hofsósi í fyrsta sinn, Átthagamót Hofeósinga. frar munu koma saman burt- fluttir Hofeósingar og núver- andi íbúar staðarins og blanda geði eina helgi. Að sögn Björgvins Guðmundssonar annars forvígismanns Átt- hagamótsins er mikill áhugi fyrir því og útlit fyrir góða þátttöku. „Eg setti smáauglýsingu í DV í vetur og þá strax hringdu margir. Geiri á Bakkanum var t.d. einn þeirra sem fyrstir hringdu og síðan hringdi hann út um allar trissur og það hafa fleiri gert, þannig aö þetta virð- ist líta nokkuð vel út“, sagði Björgvin. Komið verður saman á Hofsósi seinnipart föstudagsins 30. júní og grillað um kvöldið. Engin eiginleg dagskrá verður á laugardeginum en reiknað með góðri fjölskyldu- og tjaldbúðar- stemmingu. Grillað verður um kvöldið og síðan fjölskyldu- dansleikur í Höfðaborg, þar sem að Gautamir leika fyrir dansi. „Ég vil beina því til fólks að taka söngbókina með, gítarinn og harmonikkuna. Þetta verður á léttu nótunum hjá okkur“, seg- ir Björgvin. Fyrir þá sem vilja, t.d. eldra fólk, er hægt að panta mat, sem framreiddur verður í félagsheimilinu Höfðaborg. All- ar upplýsingar um Átthagamót- ið fást hjá hinum forvígismann- inum, Steinunni Ingvadóttur í síma 453 7341 og 453 7367, og hjá Björgvin í síma 453 5609. Hross til sölu! Til sölu hross á ýmsum aldri. Mörg skjótt hross í hópnum. Upplýsingar í síma 453 5971. Jón Arnar Magnússon tugþrautarmaður: Æfir grimmt fyrir heims- meistaramót og ólympíuleika Jón Arnar Magnússon tug- þrautarkappi heldur áfram að gera það gott. Um helgina bætti hann Islandsmetið í 110 metra grindarhlaupi sem hann setti í Austurríki fyrir skömmu. Sumarið verður annríkt hjá Jóni Arnari. Hann hefúr sett stefnuna á Olympíu- leikana á næsta ári, en næsta stórverkefni hans er heims- meistaramótið í Gautaborg í ágúst. Þar vonast hann til að árangur mikilla æfinga skili sér, þannig að hann verði einnig gjaldgengur á miklu frjáls- íþróttamóti í Talance í Frakk- landi mánuði síðar. Þangað er 16 bestu á heimslistanum boð- ið, en árangur Jóns á mótinu í Götz á dögunum, 8237 stig, skipaði honum í 6. sæti Iistans. I undirbúningi er að Jón Am- ar fái styrk frá Olympíuneínd ís- lands og einnig nýtur hann stuðnings fleiri aðila. Sjálfúr seg- ist hann svo að segja vera orðinn atvinnumaður, hafi verið kippt út úr kennslu við gmnnskólann en njóti þó grunnlauna, enda er lítill tími til vinnu þegar æft er sex-sjö tíma á dag. Það er Gísli Sigurðs- son sem er þjálfar Jón og gengur samstarf þeirra vel. Það orð fór af Jóni Amari á árum áður að hann væri einn lat- asti íþróttamaður sem sögur fara af, en það slyðruoró hefur hann svo sannarlega rekið af sér. Sl. vetur er þó sá fyrsti sem hann æfði á fullu, fram að þeim tíma æfói hann bara þegar hann nennti“, eins og hann sagði í samtali við blaðamann Mbl. ný- lega. Skaust fram úr evrópu- og heimsmeisturum „Ég þurfti að æfa mikið inn- anhúss í vetur, en auk þess hljóp ég um götur bæjarins og æfði spretthlaup í sandinum niður í fjöru, það var mjög gott og hafði sína kosti. Auk þess lyfti ég í í- þróttahúsinu í hádeginu á hverj- um degi og eftir kennslu æfði ég hlaup og spretti. Þá fékk ég tima inni í íþróttasalnum á föstudags- kvöldum og sunnudagsmorgn- um, og notaði þá vel þrátt fýrir að þetta væm ekki bestu tímamir sem til voru“. Jón Amar komst mjög óvæt inn á mótið í Götz í Austurríki í fyrra, sökum þess að einn tug- þrautarmaður hrökk úr skaptinu á elleftu stundu. Fyrirvarinn var því lítill en samt náðist þrettánda sætinu á þessu sterka móti. „I kjölfarið var ég boðinn vel- kominn til leiks nú í ár og mér hefur líka verið boðið að vera með næsta ár. Mótiö í Götz er mjög öflugt. Á það er boðið 36 Skagfirðingar Einangrunargler \ M j Speglagerð Heildsala íjí Rúðugler. ijí Hamrað gler. Vírgler, slétt og hantrað. ❖ Öryggisgler, glært, grænt og brúnt. i|{ Litað gler, brúnt og grænt. Hringið og leitið tilboða um verð og greiðslukjör. ❖ Spegilgler. ijí Rammagler. íji Öryggisgler í báta, bíla og vinnuvélar iji Borðaplötur, sniðnar eftir máli. iþ Speglar sniðnir eftir máli. ijl Speglar í römmum. iji Speglaflísar. iji Gler í útihús. íji Plexígler, margar pykktir. iji Sendum um allt land. % Silikon. ijí Akrýlkítti. % Úretan iji Þéttilistar, svartir og hvítir. iji Þéttifrauð, þéttipulsur. iji Silikonprimer, eldvarnarborði. Öryggisskór. íjí Vinnuvetlingar. Eigum töluvert af ósóttum pöntunum af einangrunargleri, sem henta vel í sumarhús o.fl. Seldar á hálfviröi. Skerum gler í gróöurhús og útihús eftir óskum. Verö kr. 950/fm meö vsk. fUl InJ Furuvellir 15 600 Akureyri Sími 96-22333 Fax 96-23294 Auglýsing í Feyki ber arangur...

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.