Feykir


Feykir - 27.09.1995, Blaðsíða 3

Feykir - 27.09.1995, Blaðsíða 3
33/1994 FEYKIR 3 Alheimsforseti í heimsókn hjá Drangey Jón Svavarsson forseti Drangeyjar, Eyjólfur Sigurðsson verðandi alheimsforseti og Stefán Jónsson verðandi umdæmisstjóri. Af götunni Ófarir stóðhests Það hefur ekki gengið vel hjá stóðhestinum Viðari frá Viðvík að fylja meramar í hólfinu í sum- ar. Við ómskoóun nýlega reynd- ust aðeins þrjár af 24 merum sem Viðar hefur verið í tygjum við í sumar með fyli. Eigendur meranna sem Viöar gagnaöist ekki em að vonum ekki ánægðir og þykir þetta ekki góð útkoma, að aóeins áttunda hver meri skuli fyljast. Astæður þessara ófara Viðars em raktar til þess að fyrir ári fékk hann spark í sköndulinn og er talið að þaö hafi haft þessi áhrif á kyngetu hestsins í sumar. Dýr folatollur Af þessu tilefni rifjast upp annað dæmi þar sem hrossa- bóndi einn fór illa út úr því að taka tiltekinn stóðhest á leigu. Sagan segir að bóndi einn hafi tekið á leigu stóðhest sem hann hafði mikla trú á. Stóóhesturinn var í hólfi með 19 hryssum bónda og nokkmm hryssum sem aðrir áttu. Eins og gengur meó ræktunarmenn varð bóndi strax nokkuð spenntur hvað kæmi undan þessum graðfola og fylgd- ist grannt með hryssunum sín- um. Þegar leið að áramótum þótti honum þær vera famar að gildna nokkuð og sparaói í engu vió þær fóðrió. Og enn gildnuðu hiyssumar þegar leið á veturinn og bónda sýndist þetta líta nokk- uð vel út. Og ekki stóó á því að fyrsta folaldið kæmi um vorið á tilsettum tíma, en hún varð ærin biðin eftir því næsta, og þegar tíl kom reynist þetta hafa verið eina merin af öllum hópnum í hólfinu sem hinn álitlegi stóðhestur hafði gagnast. Bóndi var að sjálfsögðu ekki ánægður með þetta og vildi fá vemlegan afslátt af folatollinum, en ekki var við það komandi. Hann fékk því ekkert endurgreitt af þessum rúmlega 200 þúsund- um sem hann borgaði fyrir fol- ann í hólfið. Þegar bóndi kom síðan á landsþing hestamanna um haustíð hafði þetta greinilega spurst út, því menn fóm strax að falast eftir folaldinu, þessu eina. Bóndi var argur og svaraði lengi vel engu, sagði síðan þegar hon- um fannst nóg komið. ,Jæja þió getið þá fengið það á kostnaðar- verði“. Eins og kunnugt er af fréttum hefur sá einstæði atburður gerst að Islendingur hefur verið kosinn forseti alþjóða- samtaka kiwanishreyfingar- innar. Er þetta í fyrsta skipti sem forseti samtakanna er ekki frá enskumælandi landi og um langt skeið hafa ein- ungis Ameríkanar gegnt þessu embætti, enda er heimsþing kivanismanna skipað 80% Bandaríkjamönnum og tveir þriðju hiuti alheimsstjórn- arinnar erþesslensk. Kiwanismenn í Drangey á Sauðárkróki fengu góða gesti sl. föstudagskvöld. I heimsókn komu verðandi forseti alheims- samtakanna Eyjólfur Sigurðsson úr Mosfellsbæ og Stefán Jóns- son verðandi umdæmisstjóri umdæmisins Island/Færeyjar. Fluttu þeir ávörp á fundinum og svömðu fyrirspumum félaga í Drangey. Stefán Jónsson, sem mun eiga ættir sínar að rekja að Hrauni í Sléttuhlíð, vék að helstu málum hreyfingarinnar og hvatti menn til dáða. Það sama gerði Eyjólfur Sigurðsson og hann greindi ffá því hvemig næsta ári yrði hagað hjá sér og konu sinni, en greinilegt er að mjög annasamt ár bíður forseta alheimssamtakanna. Eyjólfi reiknast til að þau hjónin verði 250-270 daga á ferðalagi, og samt gefst ekki tími til að fara á alla þá staði sem nærvem forset- Leiðrétting I grein um RafVeitu Sauðár- króks í síðasta blaði, var rang- lega farið með tvö atriði. Mann- j virkió sem birt var mynd af meó j greininni var ekki gamla stíflan, heldur miðlunarhús virkjunar- | innar. Stíflan gamla er nokkur hundmð metmm ofar í Sauðár- gilinu. Þá var ranglega netnt að hús það sem stendur við Sauð- ána og notað hefúr verið sem áhaldageymsla fyrir skólagarð- ana væri gamla stöðvaihús Sauð- árvirkjunar. Það er ekki rétt. Stöðvarhús Sauðárvirkjunar var rifið fyrir nokkmm ámm. Það stóð neðst í Grjótklauf á svipuðum slóðum sem heima- vist Fjölbrautaskólans stendur nú. ans er óskað. Það er mjög yfirgripsmikil áætlun sem bíður Eyjólfs. M.a. mun það vera árlegur viðburður að forseti alheimssamtaka kiwanis hitti Bandaríkjaforseta að máli í Hvíta húsinu. Eyjólfúr segir að þrátt fyrir þétta dagskrá hafi hann ákveðið að vera við- staddur Islendingadaginn á Gimli og heimsækja Thalehasse í Florida í Bandaríkjunum, en klúbburinn þar er móðurklúbbur fyrsta kiwanisklúbbsins sem stofnaður var á íslandi. í Thala- hasse er Hilmar Skagfield ræðismaður ffá Páfastöðum bú- settur, en Hilmar er mikill kiwanismaður. Eyjólfur sagði að sjö ára vinna og barátta sín og vina sinna í hreyfingunni hefði skilað þeim árangri að hann var kosinn forseti. „Eg hef lagt mikla vinnu á að undirbúa starfið og er ákveðinn í að standa mig vel í því. Jafnffamt er ég ákveðinn í því að kynna ísland eins vel og ég mögulega get“, sagði Eyjólf- ur. I máli Eyjólfs máttí heyra að þegar væri hafin kynning á Is- landi á þessum vettvangi. Til að mynda verður nóvemberhefti Kiwanis Magasin, tímariti al- heimshreyfingarinnar, helgað Islandi. INNBU& hlutir Umboðssala með notað og nýtilegt Aðalgötu 21 (Gránu) Sími 453 6646 Tökum í umboóssölu flest sem nöfnum tjáir að nefna. Hafðu samband! Opió eftir hádegi virka daga frá kl. 13-18 og á laugardögum kl. 10-16. BÚNAÐARBANKINN OPNAR HEIMILISBANKA 28. SEPTEMBER N.K. Þeir sem vilja nýta sér Heimilisbanka Búnaðarbankans geta sinnt öllum almennum bankaviðskiptum hvenær sólarhringsins sem er frá sinni eigin tölvu. Viðskiptavinir Heimilisbankans fá að auki fjármálahugbúnaðinn Hómer sem er nauðsynlegur til að fullnýta þá möguleika sem bjóðast með beintengingunni. Búnaðarbankinn er eini bankinn sem býður slikan fjármálahugbúnað. Nánari upplýsingar færðu í síma 525 6344 4\bDnaðarbanki íslands M J Útibúið á Sauðárkróki Afgreiðslurnar Hofsósi og Varmahlíð

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.