Feykir


Feykir - 27.09.1995, Blaðsíða 1

Feykir - 27.09.1995, Blaðsíða 1
© rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Útflutningur á lambakjöti: Hugsanlegt sam- starf við ÍS í bið „Við teljum það ákjósanlegt þegar þeir aðilar sem mesta reynslu hafa af sölu og mark- aðssetningu íslenskra matvæla erlendis, sem óumdeilanlega eru IS og SH í fiskafurðunum, lýsa sig tilbúna til samvinnu um sölu á dilkakjöti. Við vilj- um gjarnan láta reyna á slíkt samstarf í kjötsölumálum“, segir Þórólfúr Gíslason kaup- félagsstjóri. Þórólfur segir aó þetta fyrir- hugaöa verkefhi sé enn á undir- búningsstigi, en IS-menn hafa lýst sig tilbúna til samvinnu um sölu á íslensku lambakjöti sé til þess vilji. Haft hefur verið sam- band viö kaupfélög sem reka sláturhús víðsvegar um landiö varöandi þátttöku og vænst er svara frá þeim um næstu mán- aðamót. Stjóm Framleiðnisjóðs land- búnaðarins haínaði í sumar þátt- töku í verkefninu, en vonir standa til að sjóðurinn endurmeti þá afgreiðslu liggi fyrir almenn þátttaka sláturhúsanna í verkefh- inu. Fyrir liggur að talsvert fjár- magn þarf til að leggja út í þessa tilraun. Nefnt hefur verið 15- 20 milljónir króna. Það má því segja að boltinn sé nú hjá for- ráðamönnum sláturhúsa kaupfé- laganna um land allt, en ffam til þessa hefur lítið gengið með markaðssetningu á íslensku lambakjöti erlendis. Þeir voru ekki öfundsverðir busarnir í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra þegar þeir voru vígðir sl. föstudag. Veður var hálfhryssingslegt, kalsaveður. Busarnir voru leiddir með bundið fyrir augu út í Sauðána og látnir kjúpa þar á fleka. I þann mund sem leyst hafði verið frá augum þeirra kom svo steypibaðið, úr fúllri vatnsfötu sem skvett var framan í busana. Vígslan fór vel fram og busaballið fjölmennt, en skiljanlega gætti þreytu hjá mörgum er leið á nóttina. Bílar með fölsuðum mæli út á land Grunsemdir hafa vaknað um að óprúttn- ir aðilar í bílaviðskiptum hyggist nú beina viðskiptum sínum í meira mæli en áður út á landsbyggðina, eftir að upp komu mái vegna sölu á tveimur bifreið- um á Sauðárkróki nýlega, þar sem sterk- ur grunur leikur á að mælar bflanna hafi verið skrúfaðir niður. Þessir bflar komu báðir frá bflasölu einni í Reykjavík, og eru fleiri bflar frá þessari sömu bflasölu nú til sölu á Sauðárkróki. Eftir að þetta kom á daginn þykir ástæða til að benda þeim á sem standa í bílaviðskiptum, að láta ganga rækilega úr skugga um feril bflanna sem þeir hyggjast kaupa. Annar þeirra tveggja sem lenti í þessum viðskiptum, sagði í samtali við Feyki, að það hafi verið nokkru eftir að viðskiptin fóru ffam sem símtal hafi orðið til þess að kvikn- að hafði á pemnni hjá sér. „Það er hugsan- legt að ef ekki hefði komið til þessa símtals, þá hefði ég átt bílinn áffam án þess að gera neitt í málunum. Þó fannst mér dálítíð undarlegt að það voru famir að fara hlutir í bílnum sem ekki áttu að gefa sig fyrr en eftir meiri keyrslu, og ég var líka búinn að eiga bílinn í mjög stuttan tíma þegar þetta gerðist". Það var Bílasala Baldurs á Sauðárkróki sem seldi þessa bíla. Baldur Heiðdal bílasali sagðist í samtali við Feyki kannast við þessi tvö mál, en frá þeim hefði verið gengiö í sátt. Aðspurður sagðist Baldur ekkert hafa um þetta vitað og aö hans áliti væri sökin ekki heldur hjá Nýju bílasölunni í Reykja- vík, þaðan sem bílamir komu. „Þetta var einhver strákur, bifvélavirki í Reykjavík skilst mér, sem var þama aö verki“, sagði Baldur. Hann sagði enga ástæóu til að óttast um að svipað væri ástatt með nokkra aðra bíla sem hann hefði nú til sölu og komið heföu ffá bílasölunni syðra. Ingimar Sigurðsson formaður Félags lög- giltra bifreiðasala sagði í samtali við Feyki að samtökin hefðu átt tfumkvæmið að því að rannsaka málið. Fylgst var með tveimur bílum sem vom til sölu hjá Nýju bílasölunni og fluttir vom út á land til sölu. Annar bíl- anna fór á Sauðárkrók og hinn vestur á firði. Ingimar sagði að þeir hefðu báðir reynst með niðurskrúfaða mæla þegar þeir komu þangað. „Þaö er gert út á þetta og það er mjög slæmt fyrir stéttina, þegar við emm að reyna að breyta og bæta ímynd bflasölunnar í landinu. Vió emm að reyna að skjóta mál- um til rannsóknarlögreglunnar, en hún seg- ist ekkert geta aðhafst fyrr en kæra liggur fyrir ffá einhverjum þeim sem í þessum vió- skiptum lendir“, sagði Ingimar, sem jafh- framt því að vera formaður samtakanna ný- stofnuðu er eigandi Nýju bílahallarinnar í Reykjavík. Skýringin á því hvers vegna engin kæra liggur fyrir í málum sem þessum, gæti legið í því sem annar þeinra er lenti í viðskiptun- um á Sauðárkróki sagði: ,Jvtaður þorir ekki að gera neitt eða kæra. Þetta mundi taka 2-3 ár fyrir dómstólunum og á meðan geta þess- ir karlar verið búnir að láta gera sig upp eða famir á hausinn“. Kári Snorrason framkvæmda- stjóri Særúnar á Blönduósi og Óttar higvarsson ffamkvæmda- stjóri íslensku útflutningsmið- stöðvarinnar eru þessa dagana staddir á Grænlandi að skoða tvo grænlenska rækjutogara, sem taldar eru miklar líkur á að keyptir verði til landsins. Aætlað er að þessi kaup verði geið í nafni Rækjuvers á Bíldudal og Særúnar á Blönduósi, en Dög- un á Sauöáikróki kemur einnig til með að vinna smærri rækju frá skipunum. Islenska útflutnings- miðstöðin er stærsti eignaraðilinn í öllum þessum fyrirtækjum. Gert er ráð fyrir að kaupverð beggja skipanna verði um 230 milljónir króna. Þau em um 400 og 1000 tonn að stæró. —Kte^il! I*|DI— Aðcdgötu 24 Skr. sími 453 5519, bílas. 853 1419, fax 453 6019 Almenn verktakaþj ónusta, Frysti- og kœliþjónusta, Bíla- og skiparafmagn, Véla- og verkfœraþjónusta yíMTtbílaverkstæði Æ J.Æ.M-ÆL Sími 453 5141 Sœm undargötu 16 Sauöárkróki íax: 453 6140 Bílaviðgerðir Hjólbarðaverkstœði Réttingar Sprautun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.