Feykir


Feykir - 27.09.1995, Side 6

Feykir - 27.09.1995, Side 6
6FEYKIR 33/1995 inn. Hann var vænn maður og mikill vexti og hafði mjög á sér kaupmanns æði. Fjórði hét Högni, fimmti Smiður. Hann var frilluson. Þorsteinn var þeirra vitrastur allra bræðra. Þórdís hét dóttir Ingimundar, heitin eftir móður hans, önnur Jórunn. Jörundur hét maður og var son Þóris jarls þegj- anda, bróðir Vigdísar. Hann lýsir yfir því að hann mun fara til Islands með Ingimundi, lét b. ði til halda vingan og mágsemd. Ingimundur lést því v>.kunna. Hvati hét maður og Asmundur, þrælar Ingimundar. Þá hét maður Friðmundur, annar Þórir, þriöji Refkell, fjórði Úlfkell, fimmti Böðvar. Þessir menn bjuggu ferð sína til íslands með Ingimundi og höfðu allir 63. Ingimundur fór á Hvanneyri, kona hans og synir, en lið hans var þar allt umhverfis. Grímur veitti þeim stórmannlega og lét ekki undan dregið þeim til sæmdar um veturinn. Ingimundur fór noröur um sumarió í landaleitan og fór upp Norðurárdal og kom ofan í eyðifjörð einn. Og um daginn er þeir fóm með þeim firði þá hlupu úr fjalli að þeim tveir sauöir. Það vom hrútar. Þá mælti Ingimundur: „Það mun vel fallið aó þessi fjörður heiti Hrútafjörðuf‘. 64. Síðan komu þeir í fjörðinn og gerði þá þoku mikla. Þeir komu á eyri eina. Fundu þeir þar borð 1Þ<zí**tc (lóttáAa** *7cxtó: ‘Pó't/i. z4á**tu*tcCá&. 62. Lætur Ingimundur í haf þegar hann var búinn með sitt föraneyti og áttu góða útivist og komu út vestur fyrir Island og sigldu inn á Borgarfjörð í Leimvog. Brátt spurðist skipskoman. Grímur reið til skips og fagnaði vel fóstbróður sínum og kvaðst mikla þökk kunna hans þarkomu „og kemur hér nú að því sem mælt er að torsótt er að forðast örlögin." JEigi vetður við gert fóstbróðir“, sagði Ingimundur. Grímur bauð heim öllu fólki og Ingimundi fé allt er hann vildi, ,Jivort það em lönd eða aðrir aurar.“ Ingimundur þakkað boðið og kvaðst munu vera hjá honum í vetur en síðan leita þangað sem honum var á vísað til landnáms. stórt nýrekið. Þá mælti Ingimundun „Það mun ætlað að vér skulum hér ömefni gefa og mun það haldast og köllum eyrina Borðeyri. Þeir komu nær vetri í dal víði vaxinn, sem Ingi- mundur gaf nafnið Víðidalur. Byggði hann sér þar skála og hafði vetursetu í tvo vetur. Þar heitir nú Ingi- mundarhóll. ,Nú mun eigi vera vistin jafnglöð sem í Noregi en eigi þarf nú að minnast á það því að marg- ir góðir drengir em hér enn saman komnir til gamans og gleðjumst enn eftir tilföngum". Allir tóku vel und- ir. Þar vom þeir um veturinn og höfðu leika og alls kyns gleði. „Strákarnir orðnir reynslunni ríkari" Páll Kolbeinsson þjálfari Tindastóls á von á skemmtilegum vetri í körfunni „Mér líst vel á komandi keppnistímabil, en það er samt ljóst að þetta verður erfitt. Enn og aftur erum við í þeim riðli deildarinnar sem er áberandi sterkari og liðin hafa verið að styrkja sig, fá til sín góða leikmenn. Eg á von á því að við verðum á svipuðu róli og í fyrra, og komum til með að eiga raunhæfa möguleika á að komast í úrslitin“, segir Páll Kolbeinsson þjálfari úr- valsdeildarliðs Tindastóls í körfubolta. Keppnin í úrvals- deildinni hefst annað kvöld (fimmtudagskvöld). Þá koma IR-ingar í heimsókn. Auk ÍR- inga eru Keflvíkingar, Njarð- víkingar, Haukar og Breiða- bliksmenn í riðli með Tinda- stóli, sem þýðir að Tindastóll leikur fjóra leiki gegn þessum liðum, en tvo leiki við liðin í hinum riðlinum: KR-inga, Grindvíkinga, Skallagríms- menn, Akurnesinga, Vals- menn og Þórsara. „Ég held ég geti lofað áhorf- endum skemmtilegum og spennandi leikjum héma heima í vetur. Það er okkur nauðsyn að vinna sem allra flesta heimaleiki og til þess þurfum við góðan stuðning áhorfenda. Boltinn sem liðið spilar verður hraðari í vetur en í fyrra. Þá var liðið reynslulít- ið og maður þorði ekki almenni- lega að sleppa beislinu af strák- unum en nú eru þeir orðnir reynslunni ríkari. Ég hef gert þá breytingu að færa Torrey meira út fyrir og læt þá Hinrik og Pétur sjá um baráttuna í teignum. Þeg- ar þeir síðan koma á fullu upp, Torrey á öðrum vængnum og Lárus hinum megin, þá eykur það til muna hraðann í leikn- um“, segir Páll þjálfari. Páll spáir því að það verði Keflvíkingar, Grindvíkingar og Njarðvíkingar sem berjist um sigurinn í vetur. Haukamir fylgi þessum liðum fast eftir, en síðan verði í einum pakka Reykjavík- urfélögin KR og IR, Skallagrím- ur, Skagamenn, Þór og Tinda- stóll. Botnbaráttan að þessu sinni komi til með að standa á milli nýliðanna Breiðabliks og Valsmanna. ..........Feykir Ljós punktur í tilverunni..... Borgarbikarinn í fimmtánda sinn Nýlega var haldið á Hlíðar- endavelli, Borgarbikarinn, golfinót sem Trésmiðjan Borg hefúr styrkt og staðið fyrir um áraraðir. Keppt var í öllum flokkum í 36 holu leik, nema í byrjendaflokki þar sem leikn- ar voru 18 holur. Keppendur voru 37 talsins. Úrslit í mótinu urðu þau, að í byrjendaflokki sigraði Jón Bjami Loftsson, í stúlknaflokki Halla Björk Erlendsdóttir, í drengja- flokki Gunnlaugur Erlendsson í keppni án forgjafar og Guð- mundur Víðir Guðmundsson með forgjöf, í kvennaflokki sigr- aði Svanborg Guðjónsdóttir bæði með og án forgjafar. í karlaflokki sigraði Stefán Peder- sen með forgjöf og Halldór Heiðar Halldórsson án forgjafar. Golfklúbbur Sauðárkróks vill koma á framfæri þakklæti til for- ráðamanna Trésmiðjunnar Borg- ar fyrir þetta glæsilega mót, en þetta var 15. árið sem mótið var haldió. í mótslok færði Guð- mundur Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Trésmiðjunnar Borgar og formaður unglinga- nefndar Golfklúbbs Sauðár- króks, golfklúbbnum 20 þúsund krónur til áframhaldandi upp- byggingar á unglingastarfi innan Golfklúbbs Sauðárkróks. Þátttakendur í Borgarbikarnum.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.