Feykir


Feykir - 27.09.1995, Blaðsíða 8

Feykir - 27.09.1995, Blaðsíða 8
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra 27. september 1995, 33. tölublað 15. árgangur. Auglýsing í Feyki fer víða! N • A • M • A • N Að nema... ber ávöxt Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Sími 453 5353 Verðlaun fyrir snyrtimennsku Blönduós: Fegrunarnefnd Blönduósbæjar veitti nýlega sínar árlegu viðurkenningar til þeirra aðöa sem að mati nefndarinnar hafa sýnt afburða snyrtimennsku við umhirðu lóða og garða í bænum. Að þessu sinnu féllu viðurkenningamar í hlut tveggja aðila. Annars vegar Sigursteins Guð- mundssonar yfírlæknis Árbraut 7 fyrir fallega og vel hirta lóð. Hins vegar til upplýsingamiðstöðvar ferðamála í Brautarhvammi fyrir einstaklega vel heppnaða endurbyggingu og nýtingu gamals húss í snyrtilegu umhverfi. A mynd Gunnars Benders nýs liðsmanns Feykis á Blönduósi em frá vinstri talið: Páll Þórð- arson fulltrúi eignarhaldsfélags Kaupfélags Hún- vetninga um Brautarhvammshúsið, Skúli Þórðar- son bæjarstjóri og Sigursteinn Guðmundsson. Hlýsjávareldið Máki: Fær góðan fjár- styrk frá ESB „Þessi styrkur er mjög mikil- vægur fyrir fyrirtækið og ég held að það sé mikill fengur fyrir héraðið að þessi þekking komi hingað“, segir Guð- mundur Örn Ingólfsson fram- kvæmdastjóri Máka, en fyrir- tækið fekk nýlega úthlutað 55 milljón króna styrk frá Evr- ópusambandinu vegna tveggja rannsóknarverkefna sem Máki hefúr umsjón með. Máki sjálf- ur fær um helming þessa fjár, hinn helmingurinn rennur til samstarfsaðilanna í þremur Iöndum. Máki hefur yfimmsjón með tveimur samevrópskum verk- efnum, sem unnin eru í sam- vinnu við Frakka, Norðmenn og Svía. Um er að ræða annars vegar verkefhi sem tengist eldi barra, líffæna þættinum og endur- nýtingarkerfi, og hins vegar verk- efni er tengist þróun hreinsi- búnaðar vegna sjótöku. Kostnaður við þessi verkefni er áætlaður um 100 milljónir króna og styrkir ESB verkefhiö að hálfu. ESB veitir 5 milljóna króna styrk til skipulagningar verkefhanna. I hlut Máka koma 25 milljónir, Frakkar fá 20 millj- ónir og Norðmenn og Svíar samtals 5 milljónir. Skýringin á þessum mismun milli landa er sá, að Frakkamir vinna að upp- setningu eldisstöðvar eins og Máki, en í Noregi og Svíþjóð er barraeldið enn á undirbúnings- stigi. I vor komu aó nýju barra- hrogn í eldisstöð Máka, eftir slys er varð við eldið á síðasta ári. Um 10 þúsund fiskar em nú í uppeldi. Dafna þeir samkvæmt áætlun að sögn Guðmundar Amar og er reiknað með að þeir verið komnir í sláturstæró um mitt næsta ár. I vetur bætist síóan við í stöðina svipað magn, og kemur það inn í þremur skömmtum, 350 þúsund hrogn í hvert sinn. Rækjuvinnslan Dögun byggir frystigeymslur Nýlega hófust framkvæmdir við 583 fermetra viðbyggingu hjá rækjuverksmiðjunni Dög- un á Sauðárkróki. Með við- byggingunni eignast fyrirtæk- ið loksins sinn eigin frystiklefa, ísklefinn verður endurbættur og í nýbyggingunni verður einnig hráéfhismóttaka. Stefnt er á að húsið verði komið und- ir þak fyrir nóvemberlok og eftir það verður lögð höfuð- áherslan á að koma frystiklef- anum í notkun sem fyrst. Viðbyggingin var boðin út og kom lægsta tilboð ffá Djúpós sf, sem er sameignafyrirtæki Tré- smiðjunnar Ýr og K-Taks. Til- boðið hljóðaði upp á 25,9 millj- ónir sem er 95% af kostnaðar- áætlun. Að sögn Agústs Guðmunds- sonar framkvæmdastjóra Dög- unar var vöntun á ffystiklefa að- alástæðan fyrir því að fyrirtækið fór út í framkvæmdirnar. En Dögun hefur ætíð þurft að leigja sér ffystipláss og nú um stundir er framleiðslan geymd í frysti- gámi. Aó sögn Agústs hefur vinnsl- an og reksturinn gengið vel í ár. Verð hefur haldist ágætlega á er- lendum mörkuðum og hráefnis- öflunin verið nokkuð jöfn og góð. Haföm SK-17 skip Dögun- ar hefur aflað vinnslunni hráefh- is auk tveggja aðkomubáta. Síð- an fara innfjarðarrækjuveiðamar í hönd og þá er vonast til að allir þeir fjórir bátar sem hafa leyfi á Skagafirði leggi upp hjá Dögun. Agúst segir gott útlit með inn- fjarðarrækjuna. Mikið hafi verið af rækju í fyrra en hún í smærri kantinum. En þar sem lítið hafi Unnið að mótauppslætti í nýbyggingu Dögunar oróið vart fiskgengdar á firðin- um, séu góðar vonir bundnar við veiðina miðað við vaxtahraða rækjunnar. Hjá Dögun eru tæplega 30 manns á launaskrá, skipshöfn Hafamar er þar meðtalin. Hjá vinnslunni sjálfri starfa 15-20 manns. Gæöaframköllun jtóKAgUÐ BKYHJAHS

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.