Feykir


Feykir - 27.09.1995, Blaðsíða 7

Feykir - 27.09.1995, Blaðsíða 7
33/1995 FEYKIR7 Verkalýðsfélagið Fram: Mótmælir úrskurði kjaradóms um skatt fríðindi þingmanna Ofkæling Þann 7. október nk. standa lækna- og hjúkrunarfélögin á Noróurlandi vestra fyrir fræðslufundi á Siglufirði um oflcælingu. Fundurinn er aðal- lega ætíaður starfsfólki í heil- brigðisþjónustu. Aðalfyrirlesari fundarins verður Dr. Börje Renström. Dr. Börje er fyrrverandi yfirlæknir í Östersund í Svíþjóð en þar í grennd eru helstu skíða- og úti- vistarsvæði Svíþjóðar. Hann hefur því áratuga reynslu í meðferð ofkælingar. Samhliða hefur hann stundað viðamikfar rannsóknir á áhrifum ofkæling- ar og meðferð, og er mjög þekktur fyrirlesari á þessu sviði í Svíþjóð og víðar. Dr. Börje hefúr verið einn helsti ráðgjafi sænska hersins varðandi ofkæl- ingu, klæðnað og meðferð tengdra sjúkdóma, auk þess sem hann hefur verið ráðgjafi margra heimskautaleióangra. Aðrir fyrirlesarar á fundin- um verða Ari Trausti Guð- mundsson jarðeðlisfræðingur og „heimskautafari“, Chister Magnusson hjúkrunarfræðing- ur á Borgarspítala og Amaldur Valgarðsson svæfmgalæknir á Borgarspítala. Fundur haldinn í stjórn og trúnaðarmannaráði Verka- lýðsfélagsins Fram á Sauðár- króki 13. sept. sl. mótmælir harðlega nýlegum úrskurðum kjaradóms um launahækkanir til æðstu embættismanna ríkis- ins. Jafnframt er mótmælt ákvörðun forsætisnefndar Al- þingis um úthlutun 40 þúsund króna greiðslu tii alþingis- manna til að mæta kostnaði sem undanþegnar eru skatti og ekki þarf að færa sönnur á að notaðar hafi verið til kostnað- argreiðslna, en þessar ákvarð- anir eru allar teknar með stoð í lögum sem alþingismenn hafa sjálfir sett. I ályktun fundarins segir enn- fremur að einn af homsteinum í efriahagsstefriu síðustu ára hafi verið að viðhalda þeirri lágu verðbólgu og stöðugleika sem grunnur var lagður að með kjara- samningum í febrúar 1990. Það var ekki síst almennt launafólk sem lagði af mörkum þaó sem til þurfti til að þau markmið tækjust. I þeim kjarasamningum sem gengið hafa síðan hefur ver- ið samið um mjög litlar launa- hækkanir og í síðustu samning- um var sem kunnugt er samið um 2700-3700 króna hækkun á mánuði, yfir samningstímabilið og var talið, ekki síst af stjóm- völdum, að sú hækkun myndi veita því fólki hæfilega hlutdeild í þeim efriahagsbata sem menn þóttust sjá fyrir. Þrátt fyrir það hefur sú saga endurtekið sig aö hærra launaðir hópar hafi getað samiö, ekki síst við ríkisvaldið, um verulega meiri hækkanir. Síðan koma þessir tveir úrskuró- ir, um tugþúsunda hækkanir til embættismanna og skattfríar greiðslur til alþingismanna, sem kórónan ofan á þetta sköpunar- verk. Með þessu er réttlætis- kennd almenns launafólks mis- boðið svo að tæpast verður við unaó. Merkjasölu- dagur SÍBS Þann 1. febrúar sl. voru 50 ár liðin frá því að Vinnuheimili SÍBS tók til starfa á Reykjalundi. I tilefrii þess komu stjómir SIBS og Reykjalundar saman til hátíð- arstjómarfundar. Þar var m.a. ályktað: „að áfram skuli sem hingað til unnió að uppbyggingu þjálfunaraöstöðu á Reykjalundi og með því stuðlað að áfram- haldandi fjölþættri og framsæk- inni endurhæfingarstarfsemi þar“. I framhaldi af þessari sam- þykkt var ákveðið að hefja nú þegar á þessu ári fjársöfriun til að fjármagna ffamkvæmdir vió nýja endurhæfingaraðstöóu á Reykja- lundi, sem kemur til með að hýsa þjálfunarsal ásamt sundlaug. Akveðið var að endurvekja merkjasöludag SIBS af þessu til- efrii og skipaði stjóm SIBS sér- staka nefrid til að hrinda því máli í ffamkvæmd. Var það gert og hefur nefridin ákveðið að merkja- salan fari fram um allt land og verði helgina 29. september til 1. október. Með merkjasölu, ásamt öðrum fjáröflunarleiðum var safnað fé til byrjunarfram- kvæmdanna á Reykjalundi. Þess er vænst að sem flestir landsmenn vilji nú aðstoða við frekari uppbyggingu á Reykja- lundi með því að kaupa merki samtakanna og sýna þeim þannig þakklæti sitt í verki fyrir það ffá- bæra starf sem þar hefur verið unnið á liðnum 50 ámm. (fféttatilkynning). Ókeypássmáor Til sölu! Til sölu er nýleg fólksbílakerra. Upplýsingar í síma 453 6048 á kvöldin. Til sölu Ecoline 305 sendiferða- bíll árg. '88, bensín, ekinn ca 50 þús. mílur. I góðu ásigkomulagi. Ymiss skipti koma til greina. Upplýsingar í síma 453 5124. Stór Rafha suðupottur fæst gefins í Reykjavík. Belgþvottavél, lítið notuð með vindu, fæst fyrir lítið á sama stað. Upplýsingar í síma 554 3279 og 453 5380. Húsnæði óskast! Óska eftir sem fyrst 3-4 her- bergja íbúð helst niðri í bæ. Tilboð leggist inn á Feyki merkt íbúð. Kolbrún Þorvaldsdóttir. Malarvöllurinn flóðlýstur Þessa dagana eru starfsmenn Rafveitu Sauðárkróks að koma fýrir staurum fyrir raflýsingu við malarvöllinn. Reistir eru 10 staurar við völlinn og komið verður fyrir á hverjum þeirra þverslá með tveimur kösturum. Lýsing vallarins, sem væntanlega verður orðin staðreynd innan skamms, mun gjörbreyta aðstöðu til knattspyrnuiðkunar í bænum yfir haust- og vetrarmánuðina og auka nýtingu malarvallarins til muna. Ekki veitir af þar sem til að mynda eru tímar knattspyrnufólks í íþróttahúsi af skomum skammti. isa Sauðárkróksbúar Athygli bæjarbúa er vakin á því að afgreiðsla bæjarskrifstofu er opin alla virka daga frá klukkan 12.30 til 15.00. Bæjarstjóri. Neðri hæð til sölu Til sölu er neðri hæð hússins nr. 11 við Sæmundargötu á Sauðárkróki ef viðunandi kauptilboð fæst. Um er að ræða 3ja herbergja 80 fermetra íbúð. Nánari upplýsingar gefur undirritaður í síma 453 5670. Blokkaríbúð við Víðigrund Til sölu er fjögurra herbergja íbúð að Víðigrund 2 á Sauðárkróki. íbúðin er í góðu ástandi og er til afhendingar í haust. Nánari uplýsingar gefur undirritaður í síma 453 5670. Þorbjöm Ámason hdl. Aðalfundur Bifrastar! Aóalfundur eignarhaldsfélags Bifrastar veróur haldinn fimmtudaginn 27. september kl. 21,00 í félagsheimilinu Bifröst. Dagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf. Bifrastarstjóm. Góðir áskrifendur! Munið að greiða heimsenda gíróseöla fyrir áskriftargjöldunum ■

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.