Feykir


Feykir - 27.09.1995, Blaðsíða 5

Feykir - 27.09.1995, Blaðsíða 5
33/1995 FEYKIR5 Uppskeruhátíð knattspyrnumanna Knattspyrnumenn í Tinda- stóli héldu uppskeruhátíö sína um helgina. Elstu aldursflokk- arnir komu saman í Bifröst á laugardagskvöld og yngri flokkar félagsins fengu afhent- ar sínar viðurkenningar á sunnudeginum. Að þessu sinni var bryddað upp á þeirri ný- breytni að veita öllum þeim sem stunduðu knattspyrnu í yngri flokkum í sumar viður- kenningar. Fjölmenni var mætt á upp- skeruhátíð eldri aldursflokkanna í Bifröst á laugardagskvöldið. Hefur þessi samkoma ekki verið jafnfjölmenn fyrr. Það var ífam- kvæmdastjóri knattspymudeild- arinnar, Olafur Jónsson sem gerði sér lítið fyrir og ffamreiddi ásamt sínu fólki úrvals kjötmál- tíð, og skemmtiatriði voru í höndum skemmtinefndar þar sem Guðbrandur Guðbrandsson, Stefán Vagn Stefánsson, Gísli Sigurðsson og Hilmar Hilmars- son voru í aðalhlutverki. Veislu- stjóri var Stefán Logi Haralds- son. I ávaipi Omars Braga Stefáns- sonar formanns knattspyrnu- deildar kom fram að ágætis ár- angur hefói náöst í sumar, þrátt fyrir að öll markmið hefðu ekki náðst. Til að mynda komust báð- ir meistaraflokkamir í úrslit og sömuleiðis státar 3. flokkur kvenna af þeim árangri. Kvað Omar Bragi alls engu að kvíða í boltanum ef menn héldu áfram á sömu braut og sameinuðust um að gera sitt besta áfram. Eins og vanalega lá spenna í lofti þegar val bestu leilonanna var kynnt, en það vom leikmenn meistaraflokkanna sem völdu þá úr eigin hópi. Besti leikmaður meistaraflokks karla var valinn Stefán Vagn Stefánsson mark- vöróur. Stefán átti ekki marga meistaraflokksleiki aó baki fyrir þetta sumar og hefur staðið í skugganum til fjölda ára. I sumar fékk hann tækifærið og stóð sig ffábærlega vel. Efhilegasti leik- maóur meistaraflokks var valinn Ogmundur Amarsson og bestu K J ■. t Wk ■RP' ■ ■ -I cj % Stefán Vagn Stefánsson knattspyrnumaður Tindastóls 1995, Bryndís Jónasdóttir knattspyrnukona Tindastóls 1995 og Þráinn Bjömsson besti leikmaður 2. flokks. ✓ Oskilahross í Staðarhreppi! Eftirtalin hross eru í óskilum: hestur veturgamall, rauðljós á tagl og fax, hestur ca. 6 vetra gamall rauður með litla stjömu, hryssa tveggja vetra, dökkgrá. Hrossin hafa öll sama markið sem er: biti aftan hægra, alheilt vinstra. Réttur eigandi getur vitjað hrossanna hjá hreppstjóra Staðarhrepps, Ara Jóhanni Sigurössyni Armúla í síma 453 6673 og veróa þá hrossin afhent gegn greiðslu á áföllnum kostnaði. Verði hrossanna ekki vitjað verða þau seld á opinberu uppboði við hesthúsið í Armúla, með venjulegum uppboðs- skilmálum föstudaginn 6. október '95 kl. 20 hafi réttur eigandi ekki gefið sig fram fyrir þann tíma. Hreppstjórinn í Staðarhreppi Ari Jóhann Sigurðsson. Sigurður Björnsson faðir Gísla Sigurðssonar þjálfara, samdi lag í sumar þegar gengi liðs- ins var frekar skrikkjótt. Lagið kallar Sigurður Tindapolkann en við það samdi ókunnur höfundur ágætis texta. Tindarnir syngja hér lagið, frá vinstri Sigurbjörg Rögnvaldsdóttir, Heiða Sigurðardóttir, María Björk Ingvadóttir, Omar Bragi Stefánsson, Rúnar Gíslason, Olafur Jónssson og Sigurður Björnsson með nikkuna. ástundun þótti Olafur Ólafsson Anna Lea Gestsdóttir og Sigrún sýna. Snorradóttir stundaði æfingar Bryndís Jónasdóttir var val- best. I öðmm flokki kvenna var inn besti leikmaóurinn, bæði hjá Anna Rósa Pálsdóttir valin efni- meistaraflokki kvenna og í 2. legasti leikmaðurinn og Guðrún flokki kvenna. Efnilegust í Jónasdóttir þótti sýna besta meistaraflokki kvenna var valin ástundun. í öómm flokki karla var Þrá- inn Bjömsson valinn bestí leik- maðurinn, Ragnar Páll Amason var valinn efnilegastur og Helgi Páll Jónsson fékk viðurkenningu fyrir bestu ástundun. Skjólið í Útvarpi Skagaströnd Vetrarstarfið er hafió í félagsmiðstöðinni Skjólinu á Blönduósi og verður þar mikið að gerast í vetur. í haust var ráðinn til starfa nýr umsjónarmaóur félagsmiðstöðvarinnar Gunnar Bender og hefur hann ásamt unglingunum á Blönduósi ýmislegt á prjónunum í vetur. Meóal viöfangsefha í vetur verður geró útvarpsþátta, en samningar hafa tekist við Hallbjöm Hjartarson á Skagaströnd um að Skjólið verði með útvarpsþætti í vetur, hálfs- mánaóarlega til aó byrja með. Þessa dagana eru krakkamir að undirbúa að kappi fyrsta þáttinn sendur verður út ffá Utvarpi Skagaströnd nk. föstudag kl. 18-19. Og þaö virðist ekki annað að sjá á myndinni hér aó ofan en krakkamir í Skjólinu séu ákaflega sæl með þetta nýja viðfangsefni sitt. Mynd/GB. Texti/ÞA.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.