Feykir


Feykir - 27.09.1995, Side 2

Feykir - 27.09.1995, Side 2
2 FEYKIR 33/1995 Algengasti mátinn við sundurdráttinn í Skrapatungurétt er að hrossin eru rekin í dilkana. Hér eru menn í rólegheitum að vinsa úr hópnum. Svipmyndir úr Skrapatungu Skrapatungurétt er helsta stóðréttin í Austur-Húnavatns- sýslu og það er að verða æ al- gengara að hestaáhugafólk leggi leið sína þangað. Það var nokkuð líflegt í réttinni þegar blaða- maður Feykis var þar á ferðinni um hádegisbil sl. sunnudag. Gangnamenn vom að vísu orðnir nokkuð slæptir eftir langa töm. Þeir lentu í erfiðum göngum að þessu sinni. Það var sérstaklega fyrsti dagur gangnanna sem var slæmur, föstudagurinn. Þá vom Tröllabotnar og Þverárfjall geng- ið. Og það var grenjandi hríð á þessum slóðum. Á laugardag var komið ágætis veður og sú var einnig raunin á réttardaginn. En það var ekki alltaf sem hrossin létu að stjórn eftir að hafa notið frelsisins í sumar- högunum. Þessir tveir voru samtaka í drættinum. Veiðimenn að Ioknum fengsælum degi við Laxá á Ásum. Húnvetnskar laxveiðiár: Góð veiði í sumar Fyrir liggja nú tölur um heildarveiði í laxveiðiám í Húnþingi á liðnu sumri. Veiði í ánum var yfir heildina mun betri en í fyrra. Mest varð aukningin í Miðfjarðará milli ára, rúmir 400 laxar. Kunnur laxveiðimaður, Jón Steinar Gunnlaugsson lögfræðingur, telur liðið sumar eitt besta veiðitímabilið í mörgum laxveiðiáa í Húnaþingi. Veiðin í ánum í sumar var eftirfarandi. I aftari dálki er veiði í ánum í fyrra. Hrútafjarðará 280.... 176 Miðfjarðará 1020 666 Gljúfurá 38.... 20 Víðidalsá 981 571 Vatnsdalsá 604 504 Laxá á Ásum 1062 794 Blanda 519 360 Svartá 532 380 Laxá í Refasveit 135 144 Samtals (5671)..., ....(3621) ÍFEYKIR JL óhM fréttabUð á Norðurlandl v«stra Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa Aðalgötu 2, Sauðárkróki. Póstfang: Pósthólf 4, 550 Sauðárkróki. Sími 45 35757. Myndsími 45 36703. Ritstjóri Þór- hallur Ásmundsson. Fréttaritarar: Eggert Antonsson og Óm Þórarinsson. Blaðstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guðbrandsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Ámason. Áskriftarverð 137 krónur hvert tölublað m/vsk. Lausasöluverð 150 kr. m/vsk. Setning og umbrot Feykir. Prentun Sást hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.