Feykir


Feykir - 01.11.1995, Qupperneq 3

Feykir - 01.11.1995, Qupperneq 3
38/1994 FEYKIR 3 flf ■JS Aftaka október- veður á 60 ára fresti Svörtu sauðirnir Eins og myndin hér að ofan sýnir er illa leikið grænt svæði milli Sæmundargötu og Strandvegar, sem vinnuskóli Sauðárkróksbæjar gerði á síðasta sumri. Þama hefur einhver jeppaeigandi stytt sér leið og ekki þarf að fjölyrða um afleiðingar þess. En þetta er ekki eina tilfellið þar sem slæmir jeppakarlar gera óskunda. Blaðamaður Feykis varð vitni að því sl. miðvikudag að jeppaeigandi einn í Túnahverfinu gerði sér lítið íyrir og ók þvert yfir túnið hjá sjúkra- húsinu. Hellirignt hafði þennan dag og marga daga á undan þannig að þaö var hreint óráð að fara þama um, fyrir utan þaó að ekki á að þekkjast þegar þessi tími er kominn að ekið sé yfir græn svæði. Það er þetta með svörtu sauðina. Roar Kvam ráðinn starfsmaður Menor Roar Kvam, tónmenntakenn- ari á Akureyri, hefur verið ráðinn starfsmaður Menning- arsamtaka Norðlendinga (Menor) í hlutastarfi. Roar hóf störf 1. október sl. og gildir ráðningin í sex mánuði. Hann verður með aðstöðu í Hrísa- lundi 1 a á Akureyri, þar sem Tónmenntaskólinn er til húsa. Símatímar hans verða alla virka daga nema íöstudaga kl. 13-14. Símanúmer Menors er 4626205. Fyrsta verkefni Roars Kvam verður að taka saman skrá um allt listafólk og listliópa á Norð- urlandi, sem hugsanlega em til meö að fara með list sína milli staða á félagssvæði Menor eða til annarra landshluta. Skráin verður sundurliðuð eftir list- greinum, tónlist, leiklist o.s.frv. einnig verður hún sundurliðuð eftir sýslum og kaupstöðum á Norðurlandi. Skrá þessari veróur síðan komið á framfæri við menning- armálanefhdir sveitarfélaga, fé- lagsheimili og ferðaþjónustuað- ila á Norðurlandi o.fl. Þá mun Roar veita listafólki upplýsingar og aðstoð við skipulagningu list- viðburða, auk þess sem hann veitir fjölmiðlum upplýsingar verði eftir því leitað. Með ráðningu starfsmanns tímabundið er merkum áfanga náð í starfsemi Menor, en það mál hefur lengi verið á dagskrá hjá samtökunum. Hér er um til- raun að ræða og takist vel til gæti orðið framhald á. Stjóm Menor væntir þess að með ráðn- ingu starfsmanns verði samtökin sýnilegri en verið hefur og fær- ari um að sinna hlutverki sínu, sem er að efla og örva menning- ar- og listalíf á Norðurlandi. Stjórnin hvetur 1 istafólk í fjórðungnum til aó hafa sam- band við Roar Kvam eða koma vió á skrifstofunni á Akureyri og afla upplýsinga. Síminn er sem fyrr segir 462 6205. Ólafur. í fréttum af illviðrinu í síðustu viku hafa veðurfræðingar haldið því fram að svo slæmt veður haíi ekki komið á þessum árstíma síðan 1934. Til er góð lýsing af því veðri í annál sem Stefán Vagnsson þáverandi bóndi á Hjaltastöðum í Blönduhlíð skrifaði. Þar kemur fram að þetta veður var talið það versta sem komið hafði á þessum tíma í yfir 60 ár. Þannig að svo virðist sem svona veður komi á um 60 ára tímabili. Um árabil skrifaði Stefán ítar- leg fréttabréf úr Skagafirði vest- ur um haf til Kanada. Þessi bréf voru send Jóhannesi Hannessyni frá Grund, a.m.k. framan af, en hann kom þeim síðan til blaðsins Heimskringlu í Winnipeg, þar sem þau voru birt. Bréf þessi þykja hin merkasta heimild og vom árið 1980 birt í Skagfirð- ingabók. Og það gekk ýmislegt á í tíð- arfarinu þetta ár 1934. Þaó vor- aði seint og gróóurleysi var mik- ið, það svo að í júníbyrjun sást alls ekki gróðurlitur á jöró. Og þó góður sprettukafli kæmi í júlí svo að tún spmttu með eindæm- um, bjargaði það ekki málum nema að litlu leyti, því á eftir fylgdu óþurrkar. Hér á eftir kem- ur síðan kafli úr þessum annál Stefáns á Hialtastöóum um árið 1934. „Er þetta líklegast alversta óþurrkasumar, sem komið hefúr í háa herrans tíð, eftir því sem elstu menn segja, því þó þurrk- flæsa væri dag og dag, þá notað- ist það ekki að neinu ráói, vegna þess hve bleytan var mikil í hey- inu, og svo var strax komið sama úrfellið aftur. I vikunni fyrir göngurnar komu fjórir þerridagar, og náðu þá menn upp miklu af heyjum. En sunnudaginn 16. var aftur komin úrhellisrigning, svo eng- inn gat náð heyinu heim, og á þriðjudagskvöldið þann 18. s.m. gerði þaö óskapa vatnsveður af noróri að ekkert sem á undan var gengið var sambærilegt við það. Upp úr þessu veðri gekk svo í frosthríð og fannkomu. Kom það sér heldur illa, því þá voru menn um allar sveitir í fjallgöng- um. Er talið víst, að þá hafl fé fennt í stórhópum, og maður varð úti í þessum byl í Húna- vatnssýslunni, og var mildi að ekki varð meira manntjón, því margir leitarmenn villtust og vom mjög hraktir er þeir náóu til mannabyggða. Þetta áfelli lagði smióshöggið á heyskapinn. Það má vera aö hann hefði þó ekki oróið jafn- hörmulegur ef hægt hefði verið að ná því heim sem úti var um göngur, með þeirri verkun sem það hafði þá fengið. En nú var loku fyrir það skotið. Allt það hey sem þá var úti, og það skipti fleiri þúsundum hesta í héraðinu, mátti heita að yrði hálf- og sumt alónýtt. Voru menn að koma þessu heim allt haustið og dæmi til að því var ekki lokið fyrr en kom fram á vetur sums staðar. Margir álitu að nú mundi stilla til eftir þessi ósköp, en ekki var því að heilsa, því enn var það versta eftir. 26. október, föstu- daginn seinastan í sumri, gekk hann í það ofsafárveður af norð- austri með frosti og snjókomu, að talið er að þvílíkt veður hafi ekki komió yfir Norðurland sl. 60 ár að minnsta kosti. Stóð það fram á sunnudag. Var þá ljótt um að litast er upp stytti. Stór- fennið var óskaplegt og fullt Stefan Vagnsson bóndi og hag- yrðingur á Hjaltastöðum skrif- aði ítarlegan annál þar sem segir ffá októberveðrinu 1934. hvert gil og skomingur. Þar sem ekki var farið að hýsa fé, fennti það og hraktist illilega. Eins fennti hross og sum drap veðrið hreint og beint. En þó var tjónið af þessu of- vióri langsamlega skaðlegast við sjóinn, því brimið var með þeim ódæmum, að slíkt höfðu menn tæplega séð áður. T.d. á Hrauni á Skaga stórskemmdist túnið af möl og sandi, sem brimið bar þangað; sömuleiðis á Þangskála. Þar skemmdist túnið, og þar braut það hús og hlöðu. En til- fmnanlegustu tjóni urðu þeir fyr- ir Jón Konráðsson hreppstjóri í Bæ og Bjöm sonur hans. Þar tók brimið burtu fiskhús, er þcir áttu með 160 fiskpökkum tilbúnum til útflutnings. Mun þaó tjón tæplega innan við 4 þúsund krónur. í Haganesvík stór- skemmdust hús og vörur kaupfé- lagsins þar. Einnig var sagt aö brimið hefði sópað burtu 70 salt- kjötstunnum, en eitthvað mun þó hafa náðst af þeim aftur. Skemmdir urðu talsveróar á Sauðárkróki en þó ekki eins miklar og búast mátti við, eftir því sem þær uróu annars staðar norðanlands. Kringum Eyjafjörð uröu alls staðar stórskemmdir, sérstaklega á Siglufirði". □ Opnum Bílasölu og Bílaleigu Borgarflöt 5 Sauðárkróki! Góóur vinnustaóur og gott malbikaó útisvæöi. Vantar bíla á skrá og til aó standa inni eóa úti. Góö aóstaóa. Auglýsum bílinn þinn meó mynd þér aó kostnaðarlausu. Tökum aó okkur þrif á bílum. Bílaleigubílar á staónum. Kíkiö á aóstöóuna. Heitt á könnuninni. Bílasala / Bílaleiga Skagafjarðar sf. Löggild bílasala, Borgarflöt 5,550 Sauðárkróki, sími 453 6050,453 6399, fax 453 6035. Heimasími sölumanns 453 5410 (Gylfi).

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.