Feykir


Feykir - 22.11.1995, Blaðsíða 4

Feykir - 22.11.1995, Blaðsíða 4
4FEYKIR 41/1995 Kúlan svífur úr hendi Magnúsar á þjóðhátíðarmótinu á Drangsnesi 1944. „Risakast" á Drangsnesi Þessi skemmtilega mynd hér að ofan var tekin af Magnúsi Jónssyni, Magga Öllu eða Magga Drang eins og hann hefur jafnan verið kallaður eftir að hann kom á Krókinn. Magnús var þarna að kasta kúlu á frjálsíþróttamóti sem haldið var í tilefiii þjóðhátíðar- dagsins og lýðveldisstofhunar- innar 1944. Eins og sjá má svífur kúlan langt, ef dæma má af áhorfendunum í bak- sýn, sem hafa snúið sér tals- vert til að íylgja kastinu eftir. Má ætla að kastið sé eitthvað á milli 20-30 metra að lengd, en þess má geta að Gunnari Húseby dugði rúmlega 16 metra kast til sigurs á Evrópu- mótinu nokkrum árum scinna. Og að sjálfsögðu vann Magnús þessa keppni eins og margar. „Ég vann öll mót á þessum árum“, segir Magnús þegar hann rifjar upp þessi ungdómsár sín. Það er kannski engin furða að þeir körfu- boltabræður Valur og Sigurð- ur Ingimundarsynir séu mikl- ir kappar, en þeir eru bróður- synir Magga. Myndin til hliðar er síóan af Magnúsi og félaga hans Viggó Brynjólfssyni, sem seinna flutti til Skagastrandar og gerðist kunnur verktaki þar. Magnús, sem er til vinstri á myndinni, og Viggó eru þama að reyna afl- raunir við frystihúsið á Drangs- nesi. Ungir menn eins og þeir voru þama, hafa sjálfsagt veriö drjúgir með að geta lyft 200 lítra olíutunnum og farið létt með. „Þetta var náttúrlega bara mont, og víst vomm við drjúgir yfir þessu, enda bölvanlegt að ná taki á tunnunum'j sagði Maggi. Tveim árum eftir lýðveldisár- ið flutti Magnús til Sauðárkróks og tók virkan þátt í íþróttalífinu þar fyrstu árin. Keppti m.a. nokkmm sinnum á fjálsíþrótta- mótum á gamla íþróttavellinum á Eyrinni. Einn af minnisstæð- ustu keppinautum sínum í kúlu- varpinu og spjótkastinu segir hann hafa verió Eika Hólmfríðar sem kallaður var, Jónsson, sem seinna varð bóndiá Beinakeldu í Austur-Húnavatnssýslu. „Eg keppti á þessum mótum sem gestur því þá var ég ekki orðinn heimilisfastur héma. Svo keppti maóur mikið í sundi. Maður hafði aldrei frió, maður varð alltaf að vera aö keppa í sundi. Þaó gerði nú Guðjón sundkennari af því að ég var Strandamaður“. Það sögóu mér strákar að þú hefðir verið að leika þér að því aö standa á höndum úti á bryggju löngu eftir að þú varðst vel fullorðinn? ,Já maóur fór nú létt með það og heljarstökkin stundaði ég þónokkuð. T.d. gerði ég það aö gamni mínu einhvem tíma þegar ég hitti Munda heitinn Gull nió- ur á Mýrum þar sem hann var með hestana, að fara heljarstökk. Eftir þaö haföi ég aldrei frið fyrir honum þegar við hittumst. Þá varð ég að taka aó minnsta kosti eitt heljarstökk, þannig varð þaó alveg fram á síðasta dag hjá Munda. Sjálfúr var hann ábyggi- lega mikill íþróttamaður. Eg sá það bara þegar hann var að ^UNDS^ Innritun á vorönn 1966 lýkur 15. desember nk. Vakin er sérstök athygli á aó í boði eru bóklegar faggreinar í bifvélavirkjun, vélsmíði og rafvirkjun. Vegna mikillar aðsóknar að heimavist er brýnt aó þeir sem óska að búa þar sæki um sem allra fyrst. Innritun og nánari upplýsingar fást á skrifstofu skólans í síma 453 6400. Skólameistari. Magnús Jónsson t.v. og Viggó Brynjólfsson ungir menn á Drangsnesi, iðka aflraunir við frystihúsið. dansa við barnabarn sitt hjá Gömlu kjörbúðinni einu sinni. En hann hafði voðalega gaman afþessu“. Svo hefurðu alltaf verið mik- ill veiðimaður? „Já ég hef borið það við og reyni enn eins og ég get. Eg hef mjög gaman af öllum veiðiskap". Skýturðu sel ennþá? „Já, ef ég sé hann. Þaó var mikið um sel á Drangsnesinu en það er nú allt búið núna. Þegar maður var að smala fénu þá smalaði maður kópunum með. Þeir voru svo forvitnir að þeir eltu mann heim í fjöru og þar voru þeir skotnir greyin. Þetta var svo mikið verð á skinnunum á þessum árum. Feikna mikið verð“, sagði Maggi í stuttu spjalli við Feyki. Ný limrubók frá Jónasi Árnasyni Jónas Ámason rithöfundur og skáld hefur nýlega sent frá sér nýja bók með limrum og ljóðum. Furóur og feluleikir, er titill bókarinnar og undirtit- ill limmr og ljóó í sama dúr. Hinir fjölmörgu lesendur þessa vinsæla höfundar hljóta að fagna þessari nýju bók, en síðasta limmbók Jónasar fékk mjög góðar viðtökur. Feykir tekur sér bessaleyfið og birtir fjórar limrur úr bókinni. Skemmtireið Með kúrekahattinn minn hnakk- anum á reið ég sœtkenndur syngjandi Slakkanum hjá, þegar reiðskjótinn hraut þar á rennsléttri braut og í birkilaut hvíldi ég bakkan- um á. Fiskeldi Salónwn Samson á Hólum ól silunga tíu í skjólum. Virkum dögurn á hann lét þá lakkrísfá en laufabrauð aðeins á jólum. Komment frá Guði um kirkju og klerk á Sauðárkróki Þar standa tveir stásslegir pálm- ar og vel eru sungnir þar sálmar. En égfegnastur er þegar fœ égfrá þér ferskeytlur mergjaðar, Hjálmar! Á hagyrðingamóti á Vopnafirði Hvílík skemmtun í kvöldsólar- skini að sjá skáldfákinn fara með dyni harðasta skeið um háloftin breið undir Hákoni Aðalsteinssyni.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.