Feykir


Feykir - 22.11.1995, Blaðsíða 5

Feykir - 22.11.1995, Blaðsíða 5
41/1995 FEYKIR5 „Hann var tölvan okkar hérna í sveitinni ii Var sagt um Lárus Björnsson í Neðra-Nesi. Hann var gæddur sömu hæfileikum og hinn frægi Marka-Leifi „Hann er tölvan okkar héma í sveitinni. Þekkir öll eymamörk bæði í Skagafjarð- arsýslu og Húnavatnssýslum, svo við þurfum engar marka- skrár hér. Hann er mikill grúskari, les mikiö og nemur margt. Má nefna aó skagfirsk- ar æviskrár las hann ekki eins og aörir gera meó því að fletta upp í þeim, heldur las hann þær spjaldanna milli eins og sögubók“. Þetta sagði Skaga- maóur einn um Láms Bjöms- son fýrrum bónda og oddvita í Neðra-Nesi. Láras í Neóra- Nesi þótti um margt merkileg- ur og sérstakur maóur. Hann lést á liónu vori eftir að hafa átt vió vanheilsu að stríóa í nokkur ár. Þaó er meó Láras, eins og reyndar marga fleiri sem settu svip sinn á mannlífió, aó hans hefiir ekki veriö minnst á síð- um þessa blaðs, þótt full ástæða sé til. Þegar blaðamað- ur Feykis var að grúska í gömlu dóti á dögunum fann hann í fóram sínum viótal við Lárus sem tekið var snemma á árinu 1987, þegar hann var nýbyrjaður í blaóamennsku hjá Degi, dagblaðinu á lands- byggðinni. Þar með vaknaöi sú hugmynd, aö þeir fjöl- mörgu sem þekktu Láras hefðu e.t.v. gaman af að sjá bút úr þessu viðtali og um leið yrði hans minnst í blaðinu. Lárus fæddist 3. nóvember 1918 á bænum Fjalli við Skaga- strönd. Arsgamall var hann sendur til ffænda síns og nafha Lárusar Bjömssonar sem bjó á Keldulandi nokkrum bæjarleiö- um sunnar undir fjallinu. Þar ólst Láras upp og var þar þangað til Lárus eldri lést árió 1936, að hann flutti í Skefilsstaðahrepp- inn. Þar var hann fyrstu árin vinnumaður á Mallandi, áóur en hann byrjaði búskap í Effa-Nesi, þar sem hann og eftirlifandi kona hans Svava Steinsdóttir bjuggu í nokkur ár áður en þau fluttu um set í Neóra-Nes. En grípum nú niður í viðtalið. Verslað til tveggja mánaða Jú sennilega hefur lífsbarátt- an hér verið hörð. Þá sérstaklega fyrir það hvað samgöngurnar voru slæmar hér fyrr á árum og langt í kaupstað. Þetta hefur gjörbreyst viö það að vegurinn var byggður upp. Annars held ég að það hafi í raun ekkert verið verra að búa hér en annars stað- ar, þrátt fyrir erfiðleika sem við áttum við að etja. Því það var náttúrlega erfitt með alla aó- drætti. I fjölmörg ár eftir að ég kom hingað þurfti flutningur að- fanga að fara fram að lang- mestu leyti, annaðhvort á reið- ingshestum eða þá á sleöa aö vetrinum. Þá var skipt mikið við Skagaströnd af bæjunum hér fyrir utan Ketubjörg og þá alloft- ast farið beint yfir heiðina, og ég fór margar ferðir. Eitt árið sem ég var á Mal- landi kom ég vestur yfir heiði og Frumsýning á Norðurlandi vestra Sýnum Nissan Almera á laugardaginn frá kl. 13-18 á Bifreiðaverkstæðinu Áka. Sýnum einnig: Subam Legacy, Nissan Prímera, Nissan Terrano II, Nissaon Double Cap. Verið velkomin! Heitt á könnunni! ÆQ bílaverkstæði Sími 453 5141 Sœm undargötu 16 Sauðárkróki var með skíðasleóa. Þetta var á árum skömmtunarinnar, fyrsta veturinn sem hún varaði og að- eins var skammtað til mánaðar í einu. Það var búiö aö reyna að draga þetta saman þannig að hægt væri að ná tveggja mánaða skammti í einu. I þetta skipti var færið svo vont að ég taldi ekki farandi með hesta og gekk á skíðum vetur yfir Skagaheiði. Mér gekk ágætlega í lyrri ferð- inni yfir heiðina alla leió að Fjalli, þar var þá cnn búið. Eg stansaði þar og var síðan sam- ferða þeim frá Fjalli til Skaga- strandar. Þeir fóru með hest og sleða. En síðan átti eftir að koma sér yfir heiðina aftur ffá Fjalli. Við komum kassafjölum ofan á skíðin svo ég gæti dregið flutn- inginn, sem var ekki nema um 50 kíló. Þetta var nú allur skammturinn fyrir heimilið í tvo mánuði. Mér sóttist feróin seint og tók heimferðin 10 tíma og þrjá stundarfjóróunga“. Þess má geta að leiðin ffá Mal- landi til Skagastrandar er tæpir 30 km, ffá Fjalli er um helming- ur leiðarinnar. En Lárus var fljót- ari þessa leið eitt sinn rétt fyrir páska þegar hann fór gangandi. „Þegar ég lagði af stað um morguninn var svolítið hélað eft- ir talsvert frost um nóttina, en blíðskaparveður og snjórinn sem var mikill á heióinni, var svo beinharóur að hvergi markaði spor. Eg hef aldrei veriö eins fljótur yfir heiðina og í þetta skipti. Frá Mallandi og vestur aó Fjalli var ég tvo og hálfan tíma“. Eins og byssuskot Jú stundum geta komió slæm veður héma, annars finnst mér Lárus Bjönsson í Neðra-Nesi. ekki hafa komið eins virkilega vondar noróaustan hríðar hér niður lfá mióað við þær sem ég ólst upp við fyrir vestan, þegar hann stóð héma yfir heiðina. En þó hafa komið hér hörkuveður, eins og Ld. 1963, í vikunni fyrir páska. Þá var búin að vera blíðutíð í fleiri, fleiri vikur, þegar gekk í þetta heiftarlega áhlaup. Það mátti eiginlega segja að það veð- ur kæmi eins og byssuskot, svo snögglega brast það á. Það var fjögurra stiga hiti og blíðuveður um morguninn, en frostið var orðið 12 stig seinni part dagsins. Þessu veðri fylgdi geysilegt hvassviðri og fannkoma. Kind- umar voru búnar að vera ansi óþekkar við mig dagana áður. Þetta var allt upp til heiðarinnar og þær leituðu mikið burtu. En ég var svo heppinn að ég var ekki búinn að hleypa þeim út um morguninn þegar veðrið skall á. Af því að veðrið var svo lygnt og gott um morguninn, datt mér í hug að taka inn hey úr fúlgu sem var við hlöðuna. Eg gaf kindunum fyrst og fór svo að bcra heyið inn. Þegar ég var bú- inn aó því og var að hreinsa til við baggagatið á hlöðunni, þá kemur svona aðeins andvari. Var mér þá litið á klukkuna og sá að komið var ffam undir hádegi og hugsaði með mér að best væri að fá sér að boröa áöur en ég léti kindumar út. En ég var ekki bú- inn að borða þegar hann skall á“. Hefurðu trú á áframhaldandi byggð hér á Skaganum? , JÉg vona bara að hún haldist. Það er slæmt ef þetta pláss verð- ur ekki í byggð, því það er ekk- ert verra að búa hér en annars staðar síst af öllu núorðið þegar samgöngur era orðnar svo góð- ar. Svo ffamarlega sem fiskurinn heldur áffam aö ganga héma á miðin þá er enginn vafi á að þessi hafnargerð sem nú er hafin (Gerð hafnargarðsins í Selvík var að hefjast um það leyti sem viðtalið var tekið, innsk. blm.) verður lyftistöng fyrir byggöina hér á Skaganum. Fólkið er of fátt núna, því þarf að fjölga. Það fólk yrði þá að lifa á sjónum, það þýðir vist ekki núna að treysta á þennan hefðbundna búskap". FYRIRTÆKI OG STOFNANIR Veljiö íslenskar vörur, sköpum íslenskri vinnu brautargengi. íslenskt, já takk. Starfmannafélag Sauðárkróks

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.