Feykir


Feykir - 22.11.1995, Blaðsíða 8

Feykir - 22.11.1995, Blaðsíða 8
Öháð fréttablað á Norðurlandi vestra 22. nóvember 1995, 41. tölublað 15. árgangur. Auglýsing í Feyki fer víða! Að nema... ber ávöxt L NAMAN Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Sími 453 5353 Skeiðsfossvirkjun: Lagfæringar gerðar á aðveituskurðinum Undanfarið hefur verið unnið við lagfæringar á aðveitu- skurði við Skeiðsfossvirkjun í Fljótum. Skurðurinn sem er liðlega 1,5 km að lengd var upphaflega gerður árið 1969. M var Skeiðsánni, sem kemur úr samnefndum dal, veitt í skurðinn og hún þannig látin renna í miðlunarlón virkjun- arinnar. I vor náði hins vegar áin aó grafa sig út úr skurðinum í gífurlegum leysingum um miójan júnímánuð. 011 i áin nokkrum landspjöllum í þessum hamförum og var gert við skemmdimar til bráðabirgða. Nú er verið að breikka og dýpka skurðinn á um 100 m löngum kafla næst Skeiðsdal, auk þess sem neóri brún skurðsins verður styrkt svo sem kostur er. Þama er um talsverða tilfærslu á jarðvegi að ræða og er búist viö að kostnaður við framkvæmdina verði allt að tveim milljónum króna. Vonast eigendur virkjunar- innar til að með þessum fram- kvæmdum megi komast hjá því að áin brjótist út úr veituskurð- inum í ffamtíðinni jafhvel þótt í henni myndist krapastíflur eins og nokkmm sinnum hefúr gerst á undanfömum ámm. OÞ. Þeir sem átt hafa leið um Strandveginn og Gamla bæinn á Sauðárkróki undan- farið hafa eflaust veitt því eftirtekt, að suðurhlið Villa Nova hefur verið sett í eins- konar „vetrarbúning“. Er ástæða þess að nú standa yfir endurbætur á suðurgafli þessa gamla og merka húss, sem komið er á þjóðminjaskrá fyrir nokkru. Fjármunir til endur- bótanna munu þó vera af skomum skammti og Ijóst að ekki verður húsið allt gert upp að nýju í þessari lotu. Stjórn Verkalýðsfélagsins Fram: Undirbýr uppsögn samninga Stjórnarfúndur í Verkalýðsfé- laginu Fram í Skagafirði, sem haldinn var sl. föstudag, telur að þær forsendur sem kjara- Karlakórinn Heimir: Nýr geisladiskur kominn út Karlakórinn Heimir hefur sent ffá sér geisladiskinn Dísir vorsins. Er þetta fjóröa útgáf- an með söng kórsins. Alls eru á hljómdiskinum 21 lag og hafa fjölmörg þeirra notið mikilla vinsælda á tónleikum Heimis undanfarna mánuði, en kórinn hefur sungið víðs- vegar um land á þeim tíma. Titillagið, Dísir vorsins, er þegar farið að heyrast mikið á útvarpsstöðvunum, var m.a. leikið þrisvar sinnum á einni þeirra sama daginn. Lagið er eftir Bjarka heitinn Arnason frá Siglufirði og eflaust eiga mörg laganna eftir að öðlast vinsældir á Ijósvakanum og heyrast oft Dísir vorsins tekur hátt í klukkutíma í flutningi og cr þctta því stór pakki til þeirra er unna kórsöng. Þama er að finna mörg þekkt lög, eins og t.d. „Á leið til Mandaley og Á hörpunnar óma“, og óþekkt eins og nýtt lag frá Omari Ragnarssyni „Land mitt og þjóö“. Aðrir lagahöfund- ar eru: Ami Thorsteinsson, Friö- rik Jónsson, Jónas Tryggvason, Jón Björnsson, Gunnar Thoroddsen, Karl O. Runólfs- son, Jón Thoroddsen, auk margra erlendra lagahöfunda. Meðal textahöfunda er að finna nafn formanns Heimis Þorvalds G. Oskarssonar, en hann á text- ann við Sumarkvöld, Sebastiens De Yradier. Söngstjóri Heimis frá 1985 hefur verið Stefán R. Gíslason, að einu ári undanskildu er Sól- veig Einarsdóttir stjómaöi kóm- um, og vilja margir meina að Stefán eigi drjúgan þátt í vel- gengni kórsins og tekur Þorvald- ur G. Oskarsson formaður kórs- ins undir það í ávarpsorðum í textabók er fylgir diskinum. Undirleikarar em ekki heldur af verri endanum Thomas Higger- son og Jón St. Gíslason og einnig leika Eiríkur Hilmisson og Friðrik Halldórsson með í nokkmm lögum. Það hefur verið lán kórsins um tíóina að eiga hæfum söng- mönnum á að skipa. Einsöngv- arar em allir úr röðum kórfélaga og einnig þeir sem syngja tví- söng og þrísöng. Söngmennimir eru: Álftagerðisbræður Gísli, Pétur og Sigfús Péturssynir, Ein- ar Halldórsson sem kyrjar m.a. Á leið til Mandaley með sinni miklu bassarödd, Bjöm Sveins- son ffá Varmalæk er skipar þrí- eykið ásamt Pétri og Sigfúsi í söngnum um Dísir vorsins og Hjalti Jóhannsson ffá Giljum er syngur rússneska lagið Kvöld- ljóð. Nýja Heimisplatan er til sölu í öllum helstu hljómplötuversl- unum og það er Skífan í Reykja- vík er annast dreifmguna. samningarnir, efnislegar og siðferðilegar, hvíla á séu brostnar og tekur undir álykt- anir frá 24. þingi AN og 18. þingi VMSI varðandi áskorun til Iaunanefhdar ASI um upp- sögn samninga. Náist ekki við- unandi lausn á þessum málum samþykkir stjórnin að boða til félagsfúndar fyrir næstu mán- aðamót og leggja fyrir hann tillögu um uppsögn samninga. I ályktun fundarins segir að stjóm Fram telji aó með kjara- samningunum frá 21. febrúar sl. hafi verið mörkuð skynsamleg stefna hvað það snerti að laun skyldu hækkuð með jafnri krónutölu á alla þá kauptaxta sem samningurinn náði yfir, í Stútur undir stýri og tvær bílveltur Talsvert var að gera hjá lög- reglunni á Sauðárkróki um helgina. Þrjú tilfelli bar þar hæst og átti meint ölvun ökumanna hlut að máli í öllum tilfelluin. Mr á meðal var um tvo útafakstra að ræða, en óveruleg slys urðu á fólki í báðum tilfellum. Seinni part föstudags var bíl ekið út af veginum við Vest- urós Héraðsvatna. Missti öku- maður stjóm á bílnum í krapa- elg skammt frá nýju brúnni. Bíllinn skemmdist mikið, en ökumaður hlaut lítilsháttar meiðsl. Hann er grunaður um ölvun. Aðfaranótt laugardags var síðan bíl stolið frá heimavist Fjölbrautaskólans. Fannst bíllinn skömmu síðar skammt frá hesthúsahverfinu á hvolfi utan vegar. Ökumaður slapp án teljandi meiðsla, en hann var auk bílstuldsins grunaður um ölvun við akstur. Bíllinn er talinn ónýtur. Á sunnudag voru síðan ökumenn tveggja óskráóra bifhjóla stöðvaðir af lög- reglunni. Var annar þeirra færður til blóðrannsóknar vegna gruns um ölvun. staó hefóbundinnar prósentu- hækkunar. Með þessu hafi verið mörkuð sú stefna að launakjör skyldu jöfnuð með hlutfallslegra meiri hækkun á lægri launin, eöa eins og stendur í sameiginlegri yfirlýsingu samningsaðila. „Skil- yrði þess að samningsmarkmió- um verði náð, er að víðtæk sam- staða skapist meðal allra tekju- hópa í samféíaginu um að sá bati, sem kominn er fram í þjóó- arbúskap okkar gangi ríkar fram til þeirra sem lægri hafa launin“. Hinsvegar hafi ekki haldist betur á þessari stefnu en svo að fjölmargir þeirra sem sömdu eft- ir 21. febrúar hafi ekki fylgt henni og nióurstaða þeirra samn- inga orðið sú aö þar hafi ýmsir tekið til sín meira en almennt svigrúm var talið til þ. 21. febrú- ar, svo og hitt að meira hafi fall- ið til þeirra sem hærri höfðu launin fyrir. Er þar t.d. minnt á ýmsa úrskurði kjaradóms og kjaranefridar, aö ekki sé minnst á þau sérstöku skattalög sem al- þingismenn settu sér, þó svo að þeim hafi nú verið breytt, segir í ályktun stjómar Fram. Gæóaframköllun GÆDAFRAMKOLLUN 'BgKAEÚE) BKYMJAEíS

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.