Feykir


Feykir - 22.11.1995, Blaðsíða 6

Feykir - 22.11.1995, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 41/1995 77. Fleiri höfðu þeir verið með Ingimundi að honum hafi betur likað vió en Hrafn. Jafnan hafði hann gott sverð í hendi. Oft renndi Ingimundur aug- um til sverðsins og eitt sinn beiddist hann að sjá. Hrafn sagði þess mundu kost. Ingimundur tók við og brá. Eigi þótti honum þá minna um vert og spurði ef hann vildi selja. Hrafn kvaðst ekki svo féþurfi að hann seldi vopn úr hendi sér en sagði aö bóndi skyldi sjá staó forgiftar sinnar af sér og kvaðst þar verið hafa er hann þurfti vopna við og kvað enn mega svo vera. Ingimundur reiddist mjög og þótti hann vanvirða sig og leitaði sér ráðs. T-^áCtttc Clóstá-á&M' *7e-xtc: 'fbó'iCl. s4á**tcc*tcCdá,. 78. Og einn tíma er hann gekk til hofs síns stillti hann svo til að austmaðurinn fór með. Ingimundur talar þá til hans hugarlátlega það er hann fann er honum var best að skapi. Hann vildi jafnan ræða um víking sína og herferðir. Ingimundur gekk inn í hofið fyrir og eigi finnur hann fyrr en Hrafn hleypur inn í hofið með sverðið. Ingimundur snérist við honum og mælti: „Eigi er það siður að bera vopn í hofið og muntu verða fyrir goða reiði og er slíkt ófært nema bætur komi fram“. Hrafn svarar „Hér hefir þú lengi um setið og ráð til sett og ef ég hefi misgert i lögum yðmm þá ætla eg það ráð að þú gerir um því að þú ert kallaður sannsýnn maður“. 79. Ingimundur kvað það vænlegt til bóta að hann sæmdi goðin en lét það helst duga að hann gerði eigi að sjálfvilja sínum „og því mun eigi jafn- mikilla fyrir von hefndanna" og kvað þaó sannleg- ast að hann gæfi sveróið á vald hans því að hann lést eiga og því að stjóma og mýkja svo reiði goð- anna. Hrafn kvað hann mikið fé annað af sér hafa gert að eigi þætti honum það betra „og mun þér annað stórmannlegar fara“. Hann fór á brott um sumarið og er úr þessi sögu. Þetta sverö áttu þcir feógar meðan þeir lifðu og kölluðu Ættartanga. 80. Eyvindur hét maður og var kallaður sörkvir. Hann kom út með Ingimundi og fór utan eitt sumar og þeir Þórormur. Þeir vora vinir. Ingimundur léði þeim Stíganda og kvaóst forvitni á að vita þótt hann færi eigi sjálfur hvort hann kynni skríða. Vingóður maður var Ingimundur við alla góða menn. Þeir komu út annað sumar í Blönduárósi og kunnu það Ingimundi aó segja að skip mátti eigi fríðara vera. Þeir höfðu haft algóða kaupferð. Eyvindur bjó í Blöndudal en Gautur í Gautsdal. Draumspakur póstur austur á landi: Spáir líkt og Lauga um veðrið Það er ekki aðeins Sigurlaug Jónasdóttir garnaspákona á Kárastöðum sem spáir mild- um vetri. Björn Andrésson póstur í Fellabæ og fyrrver- andi bóndi í Njarðvík við Borgarfjörð eystri á von á því að veðurfar í vetur verði með eindæmum gott, gangi draum- ar hans eftir, eða öllu heldur draumleysi. I nýjasta blaði Austra er sagt frá því að þegar Bjöm hóf bú- skap í Njarðvík, þá ungur mað- ur, dreymdi hann um vetumætur heyhlöðu. I hlöðunni var ekkert tiltakanlega mikið hey utan hvað innst í hlöðunni var veltroðinn heystabbi. Bjöm túlkaði draum- inn þannig að veturinn yrði góð- ur en vorið langt og hart. Gekk þetta eftir. Allar götur síðan, eða í rneira en 40 ár, hefur Björn dreymt þessa sömu hlöðu í vetr- arbyrjun. Hefur hann ráðið í veðráttu næsta vetrar eftir því hvemig heyin í hlöðunni vom og hefur ráðning hans ávallt gengið eftir. Nú í haust hefur í íyrsta sinn bmgðið út af þessari venju, því enga hefur Björn hlöóuna dreymt. Segist hann freistast til þess að að túlka draumleysi sitt á þann veg að einmunatíð verði í vetur. Rökstyður hann þá skýr- ingu þannig að aldrei hafi út af því brugðið að dreymdi hann mikil og góó hey í hlöóunni hafi harður vetur farið á eftir. Nú þegar hann í fyrsta sinn í 45 ár dreymi hvorki hey né hlöðu hljóti að fara í hönd einmunatíð. Þess má geta að Bjöm þessi var um nokkurt skeið rútubíl- stjóri á Egilsstöðum og nágrenni, og kannast eflaust margir við hann úr því starfi. DHL-deildin í körfubolta: Tindastóll enn nokkuð frá sínu besta Enn er Tindastólsliðið nokkuð ffá sínu besta í DHL-deildinni eftir góða byrjun í haust. Liðið hefur ekki verið sannfærandi í undanförnum leikjum og sú varð raunin þegar Tindastóll mætti Breiðabliki í Smáranum í Kópavogi sl. fimmtudags- kvöld. Tindastóll er nú í 5.-7. sæti deildarinnar með 16 stig eftir 14 leiki. Framundan eru viðureignir gegn tveimur af efstu liðunum. Haldið verður til Keflavíkur nk. sunnudags- kvöld og síðan koma Haukar í heimsókn í Síkið fimmtudags- kvöldið þar á eftir. Það var aðeins á íyrstu mínút- um leiksins í Smáranum sem Tindastólsmenn voru yfir í leikn- um. Breiðabliksmenn, sem komu mjög ákveónir til leiks, náðu snemma góðu forskoti og skyttur þeirra voru „heitar“, meðan lítið fór ofan í hjá Tinda- stólsmönnum nema John Thor- rey. Tindastóll náði engu að síð- ur að laga stöóuna fyrir leikhléið, en þá munaði fimm stigum, (38:33. , í i * Gestimir virtust síðan ætlað að fylgja þessu eftir í byrjun seinni hálfleiks og komust m.a. í stöóuna 41:44, en Blikamir hófu sig þá til flugs að nýju og unnu öruggan sigur 90:75. Þá vóg þungt í leiknum að langskyttur Breiðabliks vom í stuði í leikn- um, skoruðu 10 þriggja stiga körfur, en Tindastóll gerði að- eins þrjár. I fráköstunum vom Breiðabliksmenn líka sterkari, hirtu 36, Tindastólsmenn 30. Stig Tindastóls í leiknum skomðu Thorrey 39 stig, Omar Sigmarsson 12, Hinrik Gunnars- son 10, Pétur Guðmundsson 6, Láms Pálsson 6 og Amar Kára- son 2. Óheppni í bikardrætti Ekki verður sagt aö Tinda- stólsmenn hafi verið heppnir varðandi drátt í 16-liða úrslitum Bikarkeppninnar. Liöið dróst á þann völl þar sem þaó heíur ætíð beðið lægri hlut, í Grindavík. En bikarleikir cru alltaf bikarleikir og ekki á vísan að róa í þeim leikjum. Það er bara vonandi að Tindastólsmenn slái tvær flugur í einu höggi í Grindavík annað- kvöld, fimmtudagskvöld, nái upp þeint styrk sem það sýndi til að býrja nteð í vor og slái Grind- víkingana út úr Bikarkeppninni, og þá ættu aó vera góðir mögu- leikar á að liðið komist á sigl- ingu í DHL-deildinni að nýju. Happdrættisalmanak Þroskahjálpar komið út Listaverkaalmanak Lands- samtakanna Þroskahjálpar fyrir árið 1996 er kontið út. Eins og fyrri ár þá prýða alm- anakið myndir af listaverkum eftir þekkta íslenska lista- menn. Á forsíðu almanaksins er mynd eftir Karólínu Lárus- dóttur sem hún færði samtök- unum að gjöf. Flestar mynd- irnar á almanakinu eru til sölu á skrifstofu samtakanna. Listaverkaalmanakið er einnig happdrætti og eru vinningar dregnir út mánaðarlega. Vinn- ingar í ár eru 51 listaverk. Listaverkaalmanakið er mjög vandað og til mikillar prýði og kostar 1200 kr. Landssamtökin Þroskahjálp eru hagsmunasam- tök fatlaðra bama, fullorðinna og fjölskyldna þeirra. Samtökin vinna að því að tryggja fötluðum jafnrétti á við aðra þjóðfélags- þegna. Landssamtökin Þroskahjálp afla að mestu leyti sjálf fjár til starfsemi sinnar. Helsta fjáröfl- unin er sala listaverkaalmanaks. Þroskahjálp þakkar stuðning undanfarinna ára og treystir því að sölufólki verði vel tekiö í ár. Vinningsnúmer í almanaks- happdrætti Þroskahjálpar 1995 eru: Janúar 17796, 2044, 12460. Febrúar 2663, 1719, 10499, 1933. Mars 494, 13958, 11345, 9972, 7296. Apríl 13599, 11441, 3069, 1447, 9350. Maí 9701, 6805, 9468, 6481, 16584. Júní 8961, 7983, 4007, 12942. Júlí 15020, 11564, 6766. Ágúst 2036, 7247, 7798, 17255. Sept- ernber 2170, 5184, 7590, 15211. Október 11905, 10722, 5131, 5524,2707. Konurnar mæta Skagamönnum Kvennalið Tindastóls í körfuboltanum mætir Skagamönnum í 1. umferð Bikarkeppni KKI. Leikurinn fer fram í íþróttahúsinu á Sauð- árkróki annað kvöld, fimmtudagskvöld. Með sigri tryggir liðið sér rétt til keppni í 8-liða úrslitum. Stelpumar mættu ÍA fyrir skömmu í dcildar- keppninni á Skaganum og unnu öraggan sigur. Tindastóll á því að eiga góða sigurmöguleika. Tindastólsliðið átti frí í deildarkeppninni um síðustu helgi en mun um þá næstu mæta Vals- mönnum syðra.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.