Feykir


Feykir - 22.11.1995, Blaðsíða 3

Feykir - 22.11.1995, Blaðsíða 3
41/1994 FEYKIR 3 Söngbók frá Kristjáni Kristján Stefánsson ljóðskáld og tónskáld virðist óstöðvandi í útgáfustarfseminni, eftir að hann fór af stað með hljóðdiskinn og snælduna „Mitt hjartans mál“, á liðnu vori. Nú hefur Kristján sent frá sér söngbók með santa nafhi. Hefur hún að geyma nótur laganna af diskinum ásamt nýju jólalagi og sálmi. „Mitt hjartans mál“ hefur fengið frábærar viðtökur og diskurinn og snældan verið gefrnn út í 6000 eintökum. Samkvæmt upplýsingum frá Stcf er þetta söluhæsta íslenska útgáfan það sem af er árinu. „Það voru margir búnir að hafa samband við mig og óskuðu eftir nótum af lögunum, þannig að það má segja að með útgáfu söngbókarinnar sé ég að svara ákveðinni þörf og eftirspurn", segir Kristján í Gilhaga, en söngbókin er gefin út í 150 eintökum. Af 18 sönglögum eru níu búin til flutnings í einsöng og tvísöng með póanóundirleik og níu skrifuð fyrir karlaraddir og blandaðar raddir til flutnings kvartetta og kóra. Lögin eru öll sett með hljómum. Norðlensk sveifla á Hótel íslandi Norðlensku kórarnir Lóu- þrælar og Sandlóurnar úr Vestur-Húnavatnssýslu og Rökkurkórinn í Skagafirði gangast fyrir söng- og skemmtikvöldi á Hótel Islandi nk. föstudagskvöld, sem hlotið hefur nafnið „Norðiensk sveifla“. Auk söngs kóranna verður margt til skemmtunar. Geirmundur Valtýsson verður veislustjóri og hljómsveit hans leikur fyrir dansi fram eftir nóttu. Þau Þorvaldur Pálsson for- maóur Lóuþrælanna og Ardís Bjömsdóttir formaður Rökkur- kórsins hafa ekki slegið slöku við varðandi undirbúning skemmt- unarinnar að undanfömu. Lóuþrælamir verða með létta og skemmtilega dagskrá undir stjóm Olafar Pálsdóttur við und- irleik Elínborgar Sigurgcirsdótt- ur. Eiríkur Jónsson stjómar hag- yrðingaþætti eins og honum ein- um er lagið og þar koma fram jöfnum höndum þingmenn og bændur, sem teljast til bestu hag- yrðinga landsins. Þá tekur söng- hópurinn Sandlóumar lagið við undirleik Þorvaldar Pálssonar og bassaleik Páls S. Bjömssonar. Gamanmál eru næst á dag- skránni og bregður þar Hjálmar Jónsson á leik. Rökkurkórinn í Skagafirði lofar bráðskemmtilegri söng- skrá. Einsöngvarar með kómum veróa Sigurlaug H. Maronsdótt- ir, Hjalti Jóhannsson, Asgeir Ei- ríksson og Elva Björk Guó- mundsdóttir. Hallfríóur Haf- steinsdóttir og Ragnar Magnús- son syngja tvísöng. Stjómandi er Sveinn Amason og undirleikari Thomas Higgerson. Verði aógöngumiða er stillt í hóf. Verð fyrir kvöldverð, skemmtun og dansleik er krónur 3.900 fyrir manninn, en kr. 2000 á sýninguna án kvöldverðar. Hinir eineygðu Ég hef tekið eftir því að margir bílar em meó ljósabúnað í ólagi. Nú ætti það ekki að vera mikið mál að hafa þctta í lagi. Ég trúi því ekki aó menn hafi ekki efni á að kaupa nokkrar ljósaperur. Mér dettur í hug maður sem á heima skammt innan við Krók- inn og hefur sæmilegt kaup hjá því fyrirtæki sem hann vinnur hjá. Hann hlýtur að hafa efni á því að vera meö ljósabúnað bíls- ins í lagi. Hann var eineygður í allan fyrravetur. Sennilega stafar þetta af trassaskap og ffamtaks- leysi. Ég hafði orð á þessu við lögregluna. Hún sagói að kæra þyrfti suma svo að þeir kæmu ljósunum í lag. Nú er það svo að umferðar- menningin á Islandi er í slakara lagi. Surnir virðast halda aó það sé ekki fullt starf að aka bíl. Það hefur sá haldið sem kom inn á Abæ í fyrrasumar, þar sem ég var staddur. Það virtist vcra asi á manninum. Hann keypti pylsu og kók, snaraðist með það út í bíl, stakk kókflöskunni í klofið og setti pylsuna í mælaborðið. Hann var með bílasíma, náði sambandi við einhvem, hélt við heymartólið með öxlinni, greip til pylsunnar og kókflöskunnar í klofinu og kveikti sér í sígarettu. Þá virtist næringarþörfmni vera fullnægt í bili og ók hann út af planinu með aðra hönd á stýri. Þessi maður hefur álitið að ekki væri fullt starf að aka bíl. Margir ökumenn sýna ffekju og tillitsleysi í umferóinni og halda að þeir séu einir í heimin- um. Hvað eftir annað hefur verið ekið fyrir mig á krossgötunum norðan við Mjólkursamlagið, svo ég taki dæmi. Við skulum vona að þetta standi allt til bóta og hinum ein- eygöu fækki. Það væri öllum fyrir bestu. Sigfús Steindórsson. Kjarabætur til handa foreldra og leigjenda Samþykkt félagsmálaráðs frá 2. október varðandi systkinaaf- slátt hefúr ekki fengið mikla um- fjöllun. Samþykktin var þannig: Félagsmálaráó samþykkir að systkinaafsláttur komi til og verði hann sem hér segir: 25% með ööru barni og 50% með þriöja bami, og taki þessi gjaldskrár- breyting gildi frá og með 01.01. 1996. Astæða er til aó vekja at- hygli á þessu því vissulega er þetta kjarabót til foreldra. A fundi bæjarráðs 20. septem- ber sl. var samþykkt að Sauðár- króksbær greiði húsaleigubætur árið 1996. Hér er enn eitt dæmið um aó Sauóárkrókur geri betur en mörg önnur sveitarfélög. Mark- miðið er að lækka húsnæóis- kostnað tekjulágra leigjenda og að draga úr aðstöðumun á hús- næðismarkaðnum. Um er að ræóa samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga. Ríkissjóóur greiðir 60% af kostnaði bótanna, en sveitarfélagið 40%. Mörg sveit- arfélög á Norðurlandi hafa ákveð- ið að greiða ekki húsaleigubætur og er þar bent á að óánægja sé með lög um húsaleigubætur. Með þeirri afstöðu er verió að láta óá- nægju með ríkisvaldið bitna á jiegnunum. Nú á næstunni mun hefjast vinna við gerð fjárhagsáætlunar bæjarins fyrir árió 1996 og þriggja ára áætlun. Þessi tvö plögg eru markandi um rekstur og framkvæmdir bæjarfélagsins næstu ár. Þeir fjármunir sem til ráðstöfunar eru á hverjum tíma em takmarkaðir. Þess vegna þarf að nást samstaða um áhersluatriði í rekstri og framkvæmdum. Oraunhæft er að koma fram með kröfúr um nýjar byggingar hér og nýjar byggingar þar sem kosta tugi milljóna króna. Til þess að einhver möguleiki sé fyrir á að láta verða af hug- myndum um þær byggingar sem þarf að koma upp á næstu árum þarf bæjarfélagið að fá til sín mun meira fjármagn. Ekki er á bæt- andi varðandi mikla skattlagningu til viðbótar því sem nú er. Þess vegna verður að forgangsraða. Löngum hefur verið rætt um að selja eignir og nú á þessu ári hef- ur verið farið út í aö selja íbúðir í eigu bæjarfélagsins. Alltaf er ver- ið að tala um að kanna möguleika á sölu hlutabréfa en oftar en ekki hafa mál þróast þannig aö bæjar- sjóður hefúr orðið að auka hlutafé sitt í atvinnufyrirtækjum til styrkt- ar atvinnulífinu. Fyrir stuttu var samþykkt að leggja fram 2,5 milljónir til efl- ingar Sjávarleðri hf. Það er von mín að um fjárhagsáætlun ársins 1996 náist breið samstaða bæjar- fúlltrúa og vinnan við gerð henn- ar verói á jákvæðum nótum en ekki fallið í gryfju yfirboða og innantómra slagorða. Björn Sigurbjörnsson, bæjar- fúlltrúi Alþýðuflokksins og for- maður bæjarráðs Sauðárkróks. Verslunarmannafélag Skagfírðinga boðar til almenns félagsfundar á Strönd, Sæmundargötu 7, fimmtudaginn 23. nóvember kl. 20,30. Dagskrá: 1. Staðan í kjaramálunum. 2. Önnur mál. Félagar fjölmennið og sýnið afstööu ykkar. Stjómin. JÓLAVÖRURNAR STREYMAINN - NÝJAR VÖRUR Á HVERJUM DEGI. Bökunartilboö okkar í fullum gangi Vörukynning á föstudaginn Viö höfum opið mánud.-föstud. kl. 09-19 Laugardaga kl. 10-16. SKAGFIRÐIN G ABÚÐ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.