Feykir


Feykir - 22.11.1995, Blaðsíða 2

Feykir - 22.11.1995, Blaðsíða 2
2FEYKIR 41/95 I ■ ■■■ ■ ■ ff n © I m u r Leiksýning verður í Blönduós- kirkju nk. mánudagskvöld. Þar verður sýnt leikritið MMC Pajero, langur, 4 cyl. 2600 bensín, árg. '87. Ekinn 136 þúsund km. Verð 990.000. Suzuki Fox SJ10 árg. '82, ekinn 123 þús. km. Tilboð. MMC Colt 1200 EL árg. '86, ekinn 136 þús. km. Verð 220.000. Mazda 323 LX 1300 ár. '89, ekinn 109 þús. km. Verð 490.000. Fallegurbíll. Mazda 323 GL 1600 4x4 station árg. 1992, ekinn 109 þús. km. Verð 970.000. BÍLASALA/BÍLALEIGA SKAGAFJARÐAR SE Löggild bílasala Borgarflöt 5, Sauðárkróki, sími 453 6050 og 453 6399. Heimasími sölumanns 453 5410. Hvernig vilja menn auka atvinnu í kjördæminu? „Heimur Guðríðar, síðasta heimsókn Guðríðar Símonar- dóttur í kirkju Hallgríms“. Höfundur er Steinunn Jó- hannesdóttir, sem jafnframt leikstýrir verkinu. Það hefúr hlotið góða dóma og verið sýnt við góðar undirtektir í hliðar- sal Hallgrímskirkju í nokkurn tíma. Steinunn Jóhannesdóttir hef- ur ferðast um landið að undan- fömu og kynnt sér kirkjur lands- ins, með tilliti til þess hve vel þær henti fyrir uppsetningu þessa leikverks. Fram kom í út- varpsviðtali vió Steinunni um helgina að hún hafi strax hrifist mjög af Blönduóskirkju. Kirkjan sé einstaklega falleg og henti mjög vel fyrir sýninguna. Tónlist viö „Heim Guóríóar" er eftir Hörð Askelsson. Með aó- alhlutverk fara Helga Back- mann, Helga Elínborg Jónsdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson. ...Feykir ljós punktur í tilverunni ••••••••••• Um langt árabil hefur það gerst að fólki hefur verið að fækka úti á landsbyggðinni og landsmenn hafa í æ ríkari mæli safnast saman á suðvesturhom- inu. Ekki er útlit fyrir að þessari þróun linni, sérstaldega meó til- liti til nýjustu ffegna um stækk- un álversins í Straumsvík og áhuga erlendra álverseiganda um uppsetningu álvera hér. Lík- legt er talið að Keilisnes verði næsti staður fyrir álver og fátt bendir til þess að stóriðjuver verði reist utan suðvesturhoms- ins á næstu ámm, þó þau verði kannski nokkur sem rísi hér á landi á næstu árum og áratugum. Vitaskuld er stækkun álvers- ins í Straumsvík fagnaðarefni fyrir atvinnu- og efnahagslíf í landinu, og eins er það góós vísir að erlendir aðilar hafi áhuga á því að reisa hér fleiri stóriðjuver. Hinsvegar er það áhyggjuefni að öll stærri atvinnuuppbygging í dag fari ffam á suðvesturhomi landsins, þrátt fyrir þá staðreynd að orkan sem knýr þau sé fengin úr fallvötnum um allt land. Þessi þróun mun ekki leiða nema til eins, að fólksflutningar muni eiga sér stað í auknum mæli á suðvesturhornið og að landið muni sporðreisast, eins og gjam- an er nefht í hálfkæringi þegar byggóarröskunin ber á góma. Feykir hefur fregnað að for- ráðamenn sveitarfélaga á Norð- urlandi hafi þegar áhyggjur af því að iðnaðarmenn muni leita suður á bóginn þegar fram- kvæmdir við stækkun álversins hefjast Atvinnuleysi hefúr nefni- lega verið talsvert á meðal bygg- ingariónaöarmanna, Ld. á Sauö- árkróki og þegar vinnumarkaður opnast eins og við stækkun ál- versins, er ekki ólíklegt að menn hugsi sér til hreyfmgs og fari þá með fjölskylduna með sér. Hér á ámm áður tíðkaðist það aó fyrir- vinnur heimilanna fæm á vertíð þegar minna var að gera heima- fyrir, en tíðarandinn hefur breyst á þann veg að nú tíðkast vertíð- arlífið vart lengur. Það verður ekki sagt að at- vinnuþróun hafi verið mikil úti á landsbyggðinni á liðnum ámm og áratugum og landsbyggðin hefur ekki fundió svar gegn samdrættinum í landbúnaðinum. Að vísu hefur tekist að halda sjó í sjávarútveginum, en í iðnaðin- um hefur orðið samdráttur. Hér í kjördæminu er helsta afrekið á sviði iönaðamppbyggingar þeg- ar Steinullarverksmiðjan reis á Sauðárkróki um miðjan síðasta áratug. I raun var sá áfangi sem þar náðist, stórkostlegt afrek og þeir menn sem stóðu að upp- byggingu verksmiðjunnar geta verið stoltir af. En hins vegar hafa menn hér um slóðir varla þorað aó nefna orðið stóriðja á nafh, frekar en víðast annars staðar á lands- byggóinni. I staðinn hefur í um- ræðu um atvinnuuppbyggingu gjaman verió tönnlast á því að vaxtarbroddurinn muni felast í smáiðnaði, handverki ýmis kon- ar og ferðaþjónustunni. Og til hvers hefur svo þessi einlita um- ræða leitt? Jú, hún hefur skapað stöðnun í atvinnulífi. En hvað skal til bragðs taka? Orð em til alls fyrst. Samvinna milli byggðarlaga í atvinnuupp- byggingu hefur verið í lágmarki. I síðasta blaði Feykis var vakió máls á umræðu um Þverárfjalls- veginn að nýju. Sú vegagerð er forsendan fyrir því að Skagfirð- ingar og Húnvetningar geti átt vemlega samvinnu um atvinnu- uppbyggingu. Spurningin er hvort íbúar þessara héraða geti hugsað sér stóriðjuver við Húnaflóa eóa Skagafjörð, með tilheyrandi mengunarbúnaói, gefist þess kostur. Hvemig líst mönnum t.d. á að byggja stór- iðjuver, og þá er ekki endilega verið aó tala um álver, við aust- anverðan Húnaflóa í grennd Skagastrandar, eða á Skaganum vestanverðum, skammt ffá höfh- inni i Selvík. Fleiri staóir hafa einnig verið nefndir sem óþarfi er að tíunda hér. Nýjustu fféttir herma aó kín- versk sendinefnd hafi komið til Akureyrar og kannað aöstæður við Eyjafjörð varðandi hugsan- lega uppsetningu álvers, en þess- ir kínversku aóilar hafa lýst áhuga á uppsetningu álvers hér á landi. Reyndar gekk dæmið ekki upp hjá Eyfirðingum fyrir nokkmm ámm þegar álver var inni í myndinni, en ómögulegt að segja nema að nú kunni eitt- hvað að gerast þar. ÞA. Bindindi á laugardaginn Næstkomandi laugardag, hinn 25. nóvember, verður Bindindisdag- urinn 1995 haldinn. Þá er skorað á alla landsmenn að sleppa allri á- fengisneyslu þennan dag. Með því er verið aö leggja áherslu á heil- brigða og gæfuríka lífshætti, nýjan lífsstíl. Bindindisdagurinn minnir á nauðsyn þess að draga úr almennri áfengisneyslu og koma í veg fyrir drykkju bama og unglinga. Hann heitir á foreldra að vera góð fyrir- mynd bama sinna. Hann minnir á hin sígildu sannindi að af því læra bömin málið að fyrir þeim er haft. Þeir sem að bindindisdeginum standa leggja áherslu á aukna um- ræðu um áfengismálin og þann voða og vá sem þeim fylgja. Eigum í takmörkuðu magni, afáttarvéladekk áfrábœru verði 14.9 / 13x28 / 8pr kr. 24. 722.- 16.9 / 14x28 / 8pr kr. 28.994.- 12,4 / 11x24 / 6pr kr. 19.076,- 14.9 / 13x24 / 8pr. kr. 25.332.- Bílabúð, Frcyjugotn 7, síini 1551573 Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa Aðalgötu 2, Sauðárkróki. Póstfang: Pósthólf 4, 550 Sauðárkróki. Sími 45 3575J. Myndsími 45 36703. Ritstjóri Þór- hallur Asmundsson. Fréttaritarar: Eggert Antonsson og Öm Þórarinsson. Blaðstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guðbrandsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Ámason. Áskriftarverð 137 krónur hvert tölublað m/vsk. Lausasöluverð 150 kr. m/vsk. Setning og umbrot Feykir. Prentun Sást hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.