Feykir


Feykir - 22.11.1995, Blaðsíða 7

Feykir - 22.11.1995, Blaðsíða 7
41/1995 FEYKIR7 Margrét Jóhannesdóttir -l frá Þverá f. 17. maí 1916 d. 13. okt. 1995 Enginn flýr örlög sín. Sumum er gefin góö heilsa og starfskraft- ur, aðrir mega búa vió vanheilsu árum og jafhvel áratugum sam- an. Margrét frá Þverá lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga 13. okt. sl. eftir 20 ára vem þar, í baráttu við erfiðan lömunarsjúkdóm. Foreldrar hennar vom Björg Sig- fúsdóttir frá Hringey í Vallhólmi og Jóhannes Bjarnason frá Þúfnavöllum i Oxnadal, er síóast bjuggu í Gmndarkoti í Blöndu- hlíð. Arið 1935 giftist Margrét Steinþóri Stefánssyni á Þverá og hófu þau búskap þar og bjuggu á hálfri jöróinni, meðan entist þróttur og heilsa. Þau hjónin eignuðust átta böm, sem öll em á lífi: Stefán Valdimar, til heimilis að Þverá, Jóhannes verkamaður í Reykjavík, Björgvin skipasmið- ur í Hafnarfirói, Hjörtína Ingi- björg húsmóðir á Sauðárkróki, Gunnar sjómaður á Akureyri, Magnús Ingi bóndi á Þverá, Steinþór Valdimar starfsmaður hjá Rafmagnsveitum ríkisins á Sauðárkróki og Guörún Björg húsmóðir á Akureyri. Er ég kynntist Margréti, fyrir nær 40 ámm, var hún þegar farin að kenna þess lömunarsjúk- dóms, er lagði hana að velli. Hún fjölyrti ekki um veikindi sín, stóð á meóan stætt var og meira til, og með bros á vör bauð hún þennan nýja nágranna velkom- inn. Eg fann hjá henni traust og til hennar var ætíð gott að leita. Heimilið á Þverá einkenndist af snyrtimennsku, hjálpsemi, hlýju og góóvild. Þar vom góðir grannar. Sagt var um Steinþór: „Ollum var hann góður, sem áttu við hann einhver samskipti“. Margrét missti mann sinn tveim- ur ámm eftir að hún fór á sjúkra- húsið. Það var mikil raun, næst- um miskunnarlaust. Hann hafði annast hana svo af bar í hennar veikindum, en var horfinn á brott. Vegir guðs em órannsak- anlegir. En Margrét átti að sinn stóra bamahóp. Allir eiga sínar erfiðu stundir. Margréti var glaðværðin gefin í vöggugjöf. Með þennan dýr- mæta eiginleika í veganesti tókst hún á við örlög sín, fann hvemig þrótturinn hvarf og var að lokum bundin við hjólastólinn og sjúkrarúmið. Hún fann sér afþr- eyingu og gat um leið miðlað henni til annarra. Þaö var spila- mennskan. Það var engin logn- molla við boróið þegar Margrét var að spila. Þeirra stunda naut hún og hreif aðra með. Svo dvín- aði mátturinn. En spilin skildi hún aldrei við sig. Hljótt er inni, úti kyrrð og friður aðeins regnið drýpur niður, yfir þurran, þyrstan svörð. Nóttin heyrir bœn alls sem bið- urvið brjóst þitt móðir jörð. D.S. En hverjar em hugsanir þess HU S AFRIÐUN ARS J OÐUR Húsafriðunarnefnd ríkisins auglýsir eftir um- sóknum til Húsafriðunarsjóðs, sbr. ákvæði í þjóðminjalögum nr. 88/1989 sbr. lög nr. 43/1991 og 98/1994 og reglugerð um Húsafriðunarsjóð nr. 479/1993. Veittir eru styrkir til að greiða hluta kostnaðar vegna: - undirbúnings framkvæmda, áætlanagerðar og tæknilegrar ráðgjafar og til framkvæmda vegna viðhalds og endurbóta á friðuðum húsum og húsum sem hafa menningarsögulegt og listrænt gildi. - byggingarsögulegra rannsókna og útgáfu þeirra. Að gefnu tilefni er hlutaðeigendum bent á að leita eftir áliti Húsafriðunarnefndar ríkisins og sækja um styrk, áður en framkvæmdir hefjast. Umsóknir skulu berast eigi síðar en 1. febrúar 1996 til Húsafriðunarnefndar ríkisins, Þjóð- minjasafni Islands, Suðurgötu 41, 101 Reykjavík, á umsóknareyðublöðum sem þar fást. Frekar upplýsingar eru veittar í síma 562 2475 milli kl. 10,30 og 12,00 vika daga. fólks, langanir og þrár, sem bundið verður hjólastól og sjúkrarúmi svo skiptir ámm og áratugum. Hversu oft hlustar það ekki á regnið sem drýpur fyrir utan gluggann og lætur sig dreyma. Ég veit þú ert komin vorsól. Vertu ekki aðfela þig. Gœgstu nú inn um gluggann. 1 guðs bœnum kysstu mig. Hversu oft hefur Margrét ekki hugsað heim, er sólin skein í heiði og sveitin hennar skartaði sínu fegursta. Amiðurinn hjalaði við bakkann hjá bænum og allt lífið söng sinn gleðióð. Þeir eru svofáir aðrir, sem una sér hjá mér. Já, vertu ný hlý og viðkvœm. Þú veist ekJá, hvernig fer. Því það er annað að óska að eiga sér lífog vor, en hitt að geta gengið glaður og heill sín spor. J.G.S. Eg kveö Margréti á Þverá með virðingu og þökk og sendi fjölskyldu hennar hugheilar sam- úðarkveðjur. Helga Bjarnadóttir frá Frostastöðum. Auglýsing í Feyki ber arangur f iti Ókeypássmoar Til sölu! Til sölu Toyota Camry árgerð 1987, velmeðfarinn dekurbíll. Upplýsingar í síma 453 5428. Húsnæði óskast! Óska eftir lítilli íbúð eða herbergi með aðgangi að eldhúsi og snyrtingu. Upplýsingar í síma 892 2932 (Óli). Búpeningur óskast! Óska eftir að kaupa kvígur sem bera fljótlega. Upplýsingar í síma 453 5004. Tapað - fundið! Svart dömuveski tapaðist fyrir utan eða inni í félagsheimilinu Bifröst sl. laugardagskvöld. Skilvís finnandi vinsamlegast hringið í síma 453 5483, eða skili því á lögreglustöðina. Góðir áskrifendur! Munió aó greióa heimsenda gíróseöla fyrir áskriftargjöldunum t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna andláts og jarðarfarar sonar míns, Kjartans Karlssonar, Ránarstíg 8, Sauðárkróki Guðrún Jónsdóttir og aðrir vandamenn hins látna. t Innilegar þakkir sendum viö öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug vió andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og bróður Kristjáns Einarssonar, Enni, Viðvíkursveit Laufey Magnúsdóttir Guðný Kristjánsdóttir Eindís Kristjánsdóttir Ragnhildur Kristjánsdóttir Sigurberg H. Daníelsson Kristján Geir Jóhannesson Haraldur Þór Jóhannsson Jóhann Stefánsson Oddrún Guðmundsdóttir Rakel Ragnarsdóttir bamaböm, bamabamaböm og systkini. Auglýsing um aðalskipulag Varmahlíðar 1995-2015, Seyluhreppi Samkvæmt 17. grein skipulagslaga nr. 19/1964 er hér með lýst eftir athugasemdum við tillögu að aðalskipulagi Varmahlíðar í Seyluhreppi. Skipulagstillagan nær yfir núverandi og fyrirhugaða byggð í Varmahlíð og nágrenni á skipulagstímabilinu. Tillaga að aðalskipulagi Varmahlíðar 1995-2015 ásamt greinargerð liggur frammi á skrifstofu Seyluhrepps og á skrifstofu Skipulags ríkisins, Laugavegi 166, frá 22. nóvember til 3. janúar 1996 á skrifstofutíma alla virka daga. Athugasemdum skal skila fyrir 17. janúar 1996 á skrifstofu Seyluhrepps og skulu þær vera skriflegar. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni. Oddviti Seyluhrepps Skipulagsstjóri ríkisins.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.