Feykir


Feykir - 29.11.1995, Síða 7

Feykir - 29.11.1995, Síða 7
42/1995 FEYKIR7 Hver er maðurinn? Viðbrögð við síðasta þætti voru góð að venju. Friðrik Jóns- son taldi að mynd nr. 85 væri að öllum líkindum af Hólmfríði Jósepsdóttur, er bjó á Sauðár- króki og síðar á Akureyri. Hólmifíður var dóttir Jóseps Jós- epssonar á Hofi í Vatnsdal. Fjölmargir höfðu samband vegna mynda nr. 87 og 88. A mynd nr. 87 má þekkja Guð- björgu Guómundsdóttur í Brekkukoti í Óslandshlíð og á mynd nr. 88 er Guðbjörg Þor- leifsdóttir húsfrti í Tumabrekku í Óslandshlíð. Öllum þeim sem hringdu vegna myndanna eru færðar bestu þakkir. I þessum myndaþætti eru birtar myndir sem bárust Hér- aðsskjalasafninu frá Dagbjörtu Stefánsdóttur frá Hvammi í Hjaltadal. Myndimar em að öll- um líkindum af Hólasveinum á árabilinu 1920-1922. Vinsamlegast hafið sam- banda við Héraðsskjalasafn Skagfírðinga í síma 453 6640, ef þið kannist við mennina. Mynd nr. 91. Mynd nr. 90. Mynd nr. 92. Ókeypssmáar Til sölu! Til sölu AEG cldavél. Góð vél á góðu verði. Upplýsingar í síma 453 5505. Til sölu lítil Canon FC-2 ljós- ritunarvél. í góðu lagi. Upplýs- ingar í síma 453 6750. Til sölu Lada 1600 árg. '81. Bíll- inn er í lagi. Tvöfaldur dekkja- gangur á felgum. Selst mjög ódýrt. Upplýsingar gefur Hjalti í síma 453 5606 á kvöldin. Til sölu unglingaskrifborð. Upplýsingar í síma 453 5191. Til sölu fólksbílakerra sem ný, með ljósum oga lokuðum kassa. Upplýsingar í síma 452 7158. Húsnæði óskast! Óska eftir 2-3 herbergja íbúð á Sauðárkróki eftir áramót. Upplýsingar í síma 453 5544 (Ragnheiður). Hlutir óskast! Óska eftir stórri frystikistu, einnig hornsófa eða litlu sófasetti. Upplýsingar síma 453 8070.. Hólmfríður Jónasdóttir "(" Sl. laugardag var til moldar borinn á Sauðárkróki Hólmfríð- ur Jónasdóttir skáld- og verka- kona sem gjarnan var kennd við Hofdali, en hún var dóttir Hof- dala-Jónasar Jónassonar og Onnu Ingibjargar Jónsdóttur. Hólmfríður fœddist 12. septem- ber 1903. Hún lést á Dvalar- heimili aldraðra á Sauðárkróki 18. nóvember sl. Eiginmaður Hólmfríðar var Guðmundur Jósafatsson d. 1974. Þau áttu fjögur börn: Hörður f. 23.3. 1928, d. 22.8 1987, kvœntur Sól- borgu Valdimarsdóttur f. 5.1. 1932, og áttu þau tvœr tvœr dœt- ur; Hjaltif. 13.6. 1929, kvœntur Kristínu Svavarsdóttur f. 1.7. 1933, þau eigafinmi börn; Anna Jóna f. 5.10. 1931, maki Sigurð- ur Ólafsson, og Margrét f. 14.7. 1935, nuiki Stefán Guðmundsson og eiga þau þrjú börn. Hólmfríður starfaði mikið að félagsmálwn, var m.a. um langt skeið fomtaður Verkalýðsfélags- ins Óldunnar. Félagskonur úr Óldunni stóðu heiðursvörð á kveðjustundinni í Sauðárkróks- kirkju sl. laugardag. Nú er komið að kveðjustund. Þótt andlát þitt hefði ekki átt að koma á óvart vorum vió samt ekki undir það búnar. Um hug- ann streymdu minningar og svipmyndir frá langri samveru. Þú hefur verið hluti af tilveru okkar systranna lfá fæðingu okk- ar. Heimili ykkar afa á Ægisstíg 10 var líka heimili okkar og for- eldra okkar og fýrstu æviárin átt- um við þar ógleymanlegar stundir. Þú varst um margt sérstök amma. Stjómmálin skipuðu stór- 1 an sess, hvort heldur var í hita kosningabaráttunnar eða sem formaóur Verkakvennafélagsins Öldunnar í fjölda ára. Þaó var forvitnilegt fyrir litlar stelpur aó kíkja inn um stofudymar og sjá ömmu á tali við ýmsa menn, s.s. Hannibal Valdimarsson eóa Ragnar Amalds. A sjötta áratugnum var mjög fátítt að verkafólk fengi tækifæri til ferðalaga utanlands, en þú fékkst tækifærió og fórst til Tékkóslóvakíu. Minningamar um munina sem þú komst meó eru ljóslifandi; steinrunnin rós, marglitar gler-perlufestar, litríkir treflar og margt fleira. Skálda- gáfu fékkst þú í vöggugjöf og hafa vísumar sem þú hefur ort til okkar um hver jól og á tyllidög- um fært okkur gleði og yl. Þú gafst okkur fleira en ljóó- in, því kjólamir sem þú saumaðir á okkur fyrir hver jól sæmdu prinsessum og okkur leið sem slíkum. Þú varst líka kennari og þess fengum við að njóta við eldhúsborðið. Jú, svo sannarlega varstu sérstök amma! Brynja og Inga Harðardætur. Bikarkeppni KKÍ í kvennaflokki: Tindastóll sló Skagann úr keppni Þær stóðu fyrir sínu stelpurn- ar í Tindastólsliðinu í gær- kveldi þegar þær slógu Skag- ann út úr Bikarkeppninni í æsispennandi ieik í Síkinu. Framlengingu þurfti til að skera úr um úrslitin og þar voru Tindastólsstúlknurnar sterkari og sigruðu með 59:56. Frammistaðan var enn glæsi- legri fyrir þær sakir að Tinda- stóll Iék án bandarísku stúlk- unnar Audry Codner, sem tognaði illa í leik gegn Val í 1. deildinni um helgina. Byrjun leiksins í gærkveldi lofaði ekki góðu. Skagastúlkur náðu snemma 10 stiga forustu og Tindastólsliðið virkaði eins og algjörir byrjendur á fyrstu mínútunum, en með seiglunni tókst liðinu að vinna sig inn í leikinn og saxa á forskotið smám saman, þannig að í leik- hléi var Tindastóll yfir 27:24. Skagastúlkur byrjuðu seinni hálfleikinn betur, en lengst af var jafnræði með liðunum og á lokamínútunum var spennan mikil. Tindastóll virtist hafa tryggt sér sigurinn en Skaga- stúlkum tókst að bíta í skjaldar- rendur og jafna á síðustu sek- úndunum, 50:50, og framleng- ing blasti við. Ungu stúlkumar í Tindastóli, Sólborg og Rúna Bima, skomðu tvær fyrstu körfur Tindastóls í framlengingunni og það voru ungu stelpurnar sem kláruóu leikinn, því Sigrún Skarphéðins- dóttir fékk sína fimmtu villu á síðustu mínútu venjulegs leik- tíma og Kristín Magnúsdóttir þurfti að yfirgefa völlinn þegar töluvert var eftir af ffamlenging- unni, en hún var yfirburðamann- eskja í Tindastólsliöinu í gær. Sigrún átti einnig mjög góóa spretti. Ungu stelpumar stóðu sig vel, en Tindastólsliðið er bamungt, m.a. léku þær Sólborg Hermundsdóttir og María Kára- dóttir (Maríssonar) með í gær- kveldi, en þær em aðeins 14 ára gamlar. Stig Tindstóls skomðu: Kristín 26, Sigrún 20, Sandra Guðlaugsd. 5, Rúna Birna Finnsdóttir 4, Sólborg 2 og Eygló Búadóttir 2. Fyrirsjáanlegt er að Codner verður frá vegna meiðsla í ein- hvem tíma. Tindastóll tapaði leiknum gegn Val syðra um helgina með sex stiga mun, eftir að hafa verið 10 stigum yfir í hálfleik, en það var um miðbik leiksins sem sú bandaríska meiddist Flutnings- og sendiþjónusta! Er með flutningabíl og tek aö mér alls kyns flutninga, fyrir hvem sem er. Vöruflutningar Björns Bjönssonar í síma 853 5857 og 453 5971. Dísir vorsins! Nýi geisladiskurinn og snældan meö söng Karlakórsins Heimis fæst í Abæ og verslunum Kaupfélags Skagfirðinga, Kaupfélagi Húnvetninga Blönduósi, Staðarskála Hrútafirði, bensínstöðinni Siglufirði, KEA: Akureyri, Dalvík og Ólafsfirði, Tónabúðinni á Akureyri, verslunum Skífunnar Reykjavík og hljómplötuverslunum víða um land. Dreifingu annast Skífan Reykjavík. Tilvalin jólagjöf til vina og vandamanna innanlands og utan.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.