Feykir


Feykir - 06.12.1995, Qupperneq 5

Feykir - 06.12.1995, Qupperneq 5
43/1995 FEVKlR 5 Trippamálið fræga til umfjöllunar í nýútkominni bók frá Hólum Hrossin á þessari mynd eru á beit í austurhlíðum Þverárfjalls og á mun betri haga en trippi Skagfirðinga fengu undir það síðasta í Grjótlækjarskál við Öxnadalsheiðina. Bókaútgáfan Hólar hefur sent frá sér bókina Falsarann og dómara hans, eftir Jón Hjaltason sagn- frœðing. Þetta eru fimm sögu- þœttir úr fortíð. Er þar meðal annars fjallað um hið hrœðilega trippanuíl sem var eitt umtalað- asta sakamál Norðanlands á öld- inni sem leið. Aðdragandi þess var sá að haustið 1870 söknuðu Skagfirðingar hrossastóðs er ekki skilaði sér affjalli. Þegar hross- infundust loks upp á heiði voru þau dauð eða deyjandi. Hér er í fyrsta skipti reynt að daga upp óbjagaða mynd af þessum at- burðum, byggða á dómbókum og öðrum frumgögnum. Tíundaður er aðdragandi þess að Oxndœlir losuðu sig við hrossastóðið lengst upp á heiðar og spurt; var til- gangurinn sá aðfyrirkoma því? Fjallað er ítarlega utn nuílarekst- urinn yfir Hörgárdœlingunum er ráku stóðið og hvernig trippamál- ið breyttist öðrum þrœði í það að verða deila á milli Eyfirðinga og Skagfirðinga um það hvorirfœru betur (eða verr) með skepnur. Hér á eftir kemur brot úr kaflan- um er segirfrá því þegar hrossin voru rekin upp á heiðina. Þettabyrjaði allthaustið 1870. Eða var það kannski miklu fyrr þegar alfaðirinn skóp tröllslegan hálendishrygginn milli Skagafjarð- ar og Eyjafjarðar og frumherjar Is- lands deildu með sér rösklega tólf kílómetra langri Öxnadalsheiðinni þannig að Grjótá var látin skipta heiðarlandinu á milli Silfrastaða í Blönduhlíð og Bakka í Öxnadal? Silffastaðaaffétt var lítil og affétt- arpeningur Blöndhlíðinga fljótur að naga haglendið til rótar. Þegar stóðin leituðu til baka, út á Hörgár- dalsheiði eða jafhvel niður í blóm- lega Blönduhlíð, vom þau jafn- harðan rekið norður á heiðina aft- ur. Austan megin var hinsvegar engin varðstaða og landið mun grasgeftiara. Slæmt árferði Frjósemi jarðar gerðist þó aldrei meiri en veðrátta leyfði. Sumarið 1870 hafði grasvöxtur verið í minnsta lagi um framanverðan Öxnadal, sérstaklega á Gili þar sem hinn 47 ára bóndi Magnús Magnússon bjó með fertugri konu sinni, Sæunni Pétursdóttur, og 6 ára gömlum syni, Magnúsi litla. Jöró hafði kalið illa um vorið og bithagi reynst býsna snöggur sum- armánuðina. Heyskapurhafði skilj- anlega gengið illa í þessu árferði sem kom sér því verr að um þessar mundir var tvíbýli á Gili. Ekki bætú úr skák að undir haust gerðist æði hrakviðrasamt; gekk aó með blindbyljum á fjöllum og krapa- hríð í sveitinni. Þetta árferói varð ekki til að gera stóóhrossum Skagfirðinga vistina uppi á heiðum fysilegri og áður en langt um leið voru þau hlaupin í engi og tún Öxndæla. Þau höfðu reyndar verið til vand- ræóa allt sumarið. Benedikt Jónas- son, bóndi á Einarsstöðum, hafði um vorið verið tæpa viku til grasa á Öxnadalsheiði í Bakkaselslandi og haföi hann þá talið hér um bil 30 trippi og stóðmerar á heiðinni er alltaf sóttu norðurá. Hafði Bakkaselsbóndinn nær því daglega þurft að reka þau af sér, en einu sinni eóa tvisvar hafði Benedikt gert það fyrir hann þennan tíma sem hann var að tína grös á heið- inni. Benedikt var í litlum vafa um að stóóið væri sending að vestan. Stundum höfðu hrossin jafhvel sloppið í töðu Öxndæla og nagað hús þeirra áður en náðist að reka þau upp á afréttina aftur; „.... eg ætla þaö einsdæmi, sem og betur fer, að jafhmargir menn í einni sveit, sem þessir stóðeigendur í Skagafirði em, skuli hafa, þrátt fyr- ir allar aðvaranir, bænir og bend- ingar, látið skepnur sínar ganga svo mjög á öðrum og gjöra þeim svo óbætanlegan skaða, og það með svo algjörðu skeytingarleysi, eða réttara sagt ásettu ráði, að þeir hafa rekið stóó sitt jafhharðan norður aftuffúllyrti sér Amljótur Ólafsson á Bægisá og dró hvergi af. Vaknað upp við hnegg Nálægt höfuðdegi (29. ágúst) var ágangur hrossanna orðinn óþolandi. Karlamir snýttu sér og bölvuðu þeim hátt og í hljóði; há- bjargræðistíminn var ekki til þess að standa í stóðrekstmm fyrir Skagfirðinga en hjá því varð ekki komist frekar en endranær þegar þessi sending kom ofan af heið- inni. Bóndinn í Bakkaseli, Jónas Sigurósson, fékk son sinn Tómasúl að ná hrossunum saman og við annan mann rak hann þau vestur á Krossland á Silfrastaðaaffétt. En þau tóku fljótlega að leita ofan í Skagafjöróinn og vom þá rekin úl baka norður í Skógahlíð, vestan til á Öxnadalsheiði. Skagfirðingar vildu ekkert frekar en nágrannar þeirra í Öxnadal hafa stóðið í tún- unum hjá sér. Það má telja næsta víst að þetta hafi verið sami hrossa- hópurinn og átti síðar eftir aó bera beinin í Grjótlækjarskál. Aðeins örfáum dögum eftir að Tómas í Bakkaseli hafði rekið stóð Skagfirðinga upp á Silfrastaðaaf- rétt vaknaói Magnús bóndi á Gili upp við hnegg; hrossin vom kom- in aftur. Nú vom góð ráð dýr; engjamar ekki nema hálfslegnar og taðan ennþá aö hrekjast á tún- inu. Magnús hafði hugsað sér aó setja svipað á og næstliðinn vetur, í kringum 26 ær. Auðvitað hefði ekki verið lakara að hafa æmar 30 en heyskapurinn hafði gengið mið- ur vel, lítið úthey komið í hús og tuggan af túnskákinni, sem ætluð var einu kú heimilisins, enn ekki annað en hrakinn mddi og það sem aórar skepnur fúlsuðu við. Hross Blöndhlíðinga ógnuðu þessum á- formum bóndans þar sem þau stóðu í engjunum og moðuðu í sig vetrarforða sauðfjárins. Magnús svipti af sér ábreiðunni og smokraði sér í föt Hann varð aó koma þessum ágangspeningi af höndum sér. Afdrifaríkur dagur Nokkm fyrir hádegisbil kom Magnús í Bakkasel meö skag- firsku trippin er höfðu verið aó angra hann, skildi þau efúr hjá Jónasi bónda Sigurðssyni og reið ffarn í Seldal og Almenning í leit að fleiri aðkomuhrossum. Þegar Magnús kom til baka fékk hann léðan fylgdarmann hjá Jónasi bónda að hjálpa til við að koma hópnum upp á Öxnadalsheiði. Með- reiðarsveinninn var tvítugur sonur Bakkaselsbóndans og hét Jónas eins og faðirinn. Þetta var sunnudaginn 4. sept- ember. Jónas yngri var aðeins hjú föð- ur síns og ekki enn kominn í tölu fúllorðinna. Hann vaið að hlýða og beygja sig fyrir boði föður síns um að fara með reksturinn. Síðar um daginn, þegar Jónas oróaði það við Magnús að reka hrossin vestur yfir Grjótána eins og vani var þeirra Öxndæla, og jafnvel ofan af heið- inni, kvaðst Gilsbóndinn æúameð þau í Víkingsdal og tjóaði þá ekki fyrir tvítugan „piltinn“ að mögla enda ósennilegt að hugur hans hafi staðið úl þess. Tvímenningunum gekk greið- lega upp á heiðina. Hrossin, sem vom 30 eða 31 talsins að því er Magnús minnú síðar við yfir- heyrslur, vom þæg, færð góð og veður bjart A heióinni hafói snjó- inn rifið og lá að mestu í dældum og giljum. Þegar tvímenningamir komu þar sem Gijótáin og Heiðará renna saman stigu þeir af baki og skildu klárana eftir. Þaó var farið að halla degi og komió svolítið fjúk. Sem fyrr réði Magnús ferð. Hann bar seinna fyrir rétú að hafa heyrt „að drag lægi úr Grjótárdaln- um yfir skarð niður í Víkingsdal- inn“ sem hann hefði þó aldrei far- ið sjálfúr. Eftir drjúga göngu fram Grjótárdal komu þeir félagar loks- ins auga á skarð upp úr dalnum. Alls hugar fegnir og að eigin sögn sannfærðir um að þetta væri rétta leióin yfir í Víkingsdalinn ráku þeir hrossin yfir grýtt dragið, ffam á stall vestanmegin og niður ný- fallinn dúnmjúkan snjóinn er faldi hjamfönnina undir. Hrossunum gekk illa að fóta sig á fferanum og grá meri, sem fór síóust fram af stallinum, missú fótanna „og snéri hausinn ýmist upp eða niður á hryssunni þangað úl hún var kom- in niður af fönninni“. Magnús fylgdi á eftir hrossunum nióur brekkuna, greip í herðatoppinn á gráu merinni og hjálpaði henni á fætur afúir en að sögn hans átú hún erfitt með aö reisa sig upp vegna þess hversu nýfallinn snjórinn hafði hlaðist að henni. Þama neðst í fannbreiðunni skildu þeir við hrossin og snem heim á leið. Vinnumanninum órótt Veður fór hríðversnandi með fjúki og hvassviðri og var ekki nokkur leið að sjá niður í dalinn. Haustmyrkrið grúfði yfir honum og faldi þann skelfilega sannleika að tvímenningamir voru alls ekki staddir efst í Víkingsdalnum held- ur í Grjótlækjarskarði, nokkru vestar. En höfðu tvímenningamir villst eóa var þetta kaldur áseúiing- ur þeirra að koma hrossunum í sjálfheldu og verða þannig að eilífú lausir við átroðning þeirra? Jónas viðurkenndi að hann hefði að vísu ekki „getað séð almennilega lands- lagið vegna dimmu, en sér hafi samt sýnst vera slétúendi fyrir neð- an...og hafi sér sýnst trippunum vera alveg óhætt þama sem þau vom skilin efúr því sér hafi sýnst fyrir neðan fönnina vera melar og þar fyrir neöan grasrimaf‘. Magn- ús tók í sama streng; hann hefði verið sannfærður um að þeir væm staddir í Víkingsdalnum. Honum hefói ekki komið úl hugar að reka trippin neitt neðar í dalinn enda talið víst að hrossin, sér í lagi stóð- meramar, myndu leita niður eftir úl haglendisins sem honum sýndist grilla í neðar í hlíðinni og vissi að átú að vera efst í Víkingsdalnum. Um nótúna versnaði veðrið enn og alla vikuna fram á laugardag var einlægt mikil snjókoma til fjalla og í þrjá daga varð ekki stað- ið við slátt í dalnum íyrir snjó- krapa. En unga vinnumanninum í Bakkaseli, Jónasi Jónassyni, var órótt. Hreúð hafði verið langt og kannski höfðu þeir ekki skilið hrossin eftir á sem bestum stað. Þegar hann bar upp áhyggjur sín- ar við Magnús á Gili svaraði bónd- inn „að það væri komið sem kom- ið er með þau“. Skagfirðingar Sauðárkróksbúar Safnahús Skagfiróinga og Leikfélag Sauðárkróks bjóóa til dagskrár í Bifröst laugardaginn 9. desember kl. 16,00,til heiðurs rithöfundunum Guðmundi Halldórssyni frá Bergsstöðum og Guðmundi L. Friðfinnssyni frá Egilsá Meóal annars veróa afhent málverk af þeim nöfnum eftir Kristinn G. Jóhannsson og flutt efni úr bókum þeirra. Kaffiveitingar. Aógangur ókeypis. Safnahús Skagfirðinga Leikfélag Sauðárkróks.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.