Feykir - 10.01.1996, Síða 4
4FEYKIR 1/1996
Gunnar Gunnarsson Syðra-Vallholti:
Gamlir fara fyrir Skagann
Félagarnir Fúsi Steindórs og Þorvaldur.
Sagt er að mánudagur sé til
mæöu. Það var því ekki lít-
il áhættan sem þeir tóku,
prestamir sr. Ólaíur á Mæli-
felli og sr. Gunnar í Glaum-
bæ ásamt Lionsklúbbnum í
framhluta Skagafjarðar, aö
bjóða gamla fólkinu á
þessu svæði til nokkurrar
upplyftingar, í ferðalag,
einmitt á mánudeginum 14.
ágúst sl. Ferðin var farin
fyrir Skaga eins og heitir á
góóri íslensku. Ekiö rang-
sælis út Skaga aó austan,
inn aö vestan og heim yfir
Þverárfjall. Þessi mánudag-
ur varö svo sannarlega til
lukku og ánægju, því ferðin
tókst mjög vel í alla staói.
Fararstjóri var sr. Ólafur
Hallgrímsson á Mælifelli
og leiðsögumaður sr. Gunn-
ar Gíslason Glaumbæjar-
klerkur, nú búsettur í
Varmahlíö, situr þar í hárri
elli eftir gott ævistarf. Hann
er þaulkunnugur á þessum
slóðum, um Skaga, hafsjór
af ffóðleik, sem brátt kom á
daginn.
Allt er þá þrennt er. Ekki má
gleyma skólastjóra Steinsstaóa-
skóla, honum Kristjáni Krist-
jánssyni. Hann fór með stórt
hlutverk, var fulltrúi lionshreyf-
ingarinnar sem bauð til þessarar
ferðar. Kristján bar virðingar-
heitið matarstjóri og öll stjómun
í höndum þessara manna var vel
af höndum leyst, - væri von á
góðu ef þeir stýrðu þjóðarskút-
unni um stundarsakir og leyfðu
pólitíkusum aó fara í næstu ferð,
sem væntanlega yrði þá eitthvað
út úr landinu.
Vagnstjórinn í þessari ferö
var Valdimar Gunnarsson á Kot-
um og vagninn traustasti skóla-
bíllinn í öllu héraðinu. Renndi
hann í hlað hjá KS í Varmahlíð á
auglýstum tíma, kl. 10 fyrir há-
degi, og feróafólkið þusti strax í
bílinn og kom sér fyrir í bestu
sætunum. Fyrirmenn roguðust
með allan vaminginn framan á
bumbunni. Greinilegt að enginn
sylti, slíkur var kosturinn, öl og
kaffi, smurt brauð, kex og kökur,
svo eitthvað sé nefht.
Hófst nú ferðin. Þeir klerkar
léku á als oddi, allt til enda ferð-
ar, og mátti ekki á milli sjá,
hvomm mæltist bemr, svo orð-
glaðir vom þeir að einungis tókst
að syngja eitt einasta lag í allri
ferðinni. Það var þriðji prestur-
inn sem átti heiðurinn af því
ffamtaki, sr. Egill Hallgrímsson í
kirkjunni að Hofi á Skagaströnd.
Tína ber í beygjunni
Ekið var sem leiðir liggja út í
hina búsældarlegu sveit, Lang-
holtið. í Glaumbæjartorfunni
gripum við Gunnlaug í Hátúni
og frú, í Staðarbeygjunni Siguró
og ffú á Reynistað. Var þá oróið
allvel skipað liðið og þó effir að
bætaá.
Sæti vom ennþá laus í þess-
um góóa vagni, en Svarfaðardal-
urinn var setinn frá Sauðárkróki,
í þess orðs fyllstu merkingu. A
öldmnarheimili sjúkrahússins
komu þeir öðlingamir og nafn-
amir, Bjöm á Sveinsstöðum og
Björn á Mælifellsá, ásamt
nokkrum gömlum og góðum
konum, broshýrum með til-
hlökkunarglampa í augum. Niðri
í bænum var Fúsi Steindórs grip-
inn glóðvolgur úti á götu, ásamt
manni að nafhi Þorvaldur, alveg
stórskemmtilegum náunga, og
þeir báðir og allt þetta góða fólk.
Ofarlega var í honum am-
bögugerðin, og ekki ófáar vísu-
byrjanimar hjá þessum meistara.
Komst hann þó sjaldan lengra en
með fyrstu hendinguna. Hálfhað
verk þá hafið er sagði hann, og
ætlaði svo öómm að ljúka. Þetta
gekk nú svona upp og ofan.
Þorvaldur sat mér á hægri
hlið, bróóurpartinn, og var ekki
langt í fyrstu hendinguna hjá
honum, er hann sagði: Tína ber í
beygjunni. En þar stóó hnífurinn
í kúnni, sagði Þorvaldur. Fúsi
Steindórs hefur verið að leita að
botni við þetta á annað ár og
ekki fundið.
Ja, hver skr..hrökk út úr
mér. Er Fúsa að förlast, eins og
framhaldið er þó klárt. Klárt,
hváði Þorvaldur, hreint ekki.
Þetta er óbotnandi and.segir
Fúsi.
Blessaður góði, sagði ég.
Ekkert mál. Vísan er alveg klár.
Það lá við að Þorvaldur stæði
upp í bílnum, svo hissa virtist
hann verða. Lof mér að heyra,
sagði hann með galopin augu.
Tína ber í beygjurmi,
bömin eru að eta.
Svo tognafer á teygjunni,
uns tútna út sver ogfreta.
Eg fann ekki annað en Þor-
valdi líkaði, þótt ljót væri vísan.
Á kunnum slóðum
Á Sauðárkróki settist Bjöm
ffá Sveinsstöðum við hlið mér.
Hann leit til mín kankvís og
sagði: Eg sest héma hjá Skíða-
staðaættinni. Vitanlega tók ég
vel þessari góðu kveðju. Við
Bjöm þekkjumst ffá fomu fari,
en innan stundar komst ég þó að
því að hann vissi engin deili á
mér. Vió eigum að þekkjast,
sagöi ég. Eg þekki orðið svo fáa,
sagði Bjöm. Það gerir ellin. Hún
fer svona með mann. En Skíða-
staðasvipinn sé ég.
Frá Sauðárkróki var ekið í ró-
legheitum, enda lá okkur ekkert
á. Flest var fólk við aldur og
engin störf sem kalla. Bíllinn
þræddi stíga um Skörð, og rann
svo léttílega noróur hina grösugu
Laxárdalsheiði og Laxárdal, sem
er svo rennisléttur og grasgefmn,
undir vestuihlíðum Tindastóls.
Fyrir mörgum ámm, fyrst er
ég fór um hinn fagra dal, fannst
mér sem ég væri að koma heim,
þegar ég leit alla þessa fegurð
ofan af heiðinni. Þarna voru
Skíðastaðir, jörðin sem ætt mín
var kennd við, hvar Laxáin liðast
í sveigum um þetta grösuga und-
irlendi. Eg hugsaði mér að áin
væri full af laxi. Kannski hefur
hún verið það, hver veit?
Valdimar bílstjóri ók ótrauð-
ur ffam veginn og lagði hvem
kílómetra af öðrum að baki.
Leiðsögumaðurinn sr. Gunnar
malaði í hljóðnemann. Þau
ógrynni sem maðurinn veit,
hugsaði ég. Frá öllu skýrói hann
og dró ekki af lýsingum. Bætti
svo jafinan við. Svo leiðréttir hún
Guðrún frá Hrauni mig, fari ég
með rangt mál. Hún veit þetta
allt saman betur en ég.
Þarna er, og þarna er, og
þama er, og þama er, þusaði
prestur í hljóðnemann, og sagði
ffá hinu og þessu sem við hafði
borið frá hinum ýmsu tímum,
þótt ekki væri tíundað í þessari
ffásögn.
Bíllinn bmnaði út dalinn, og
nú nálgumst við æskuheimili
mitt, sagði sr. Gunnar, þegar sást
heim að hinu foma höfuðbóli,
Hvammi í Laxárdal.
Ekið var í hlaðið heim,
húsin virt og metin,
hvar áður voru gleði geim,
afgœfumönnum setin.
Fariði gætilega
Nú var þetta svipur hjá sjón.
Enginn stóð í bæjardyrunum að
bjóða gesti velkomna. Allt í
eyði. Kirkjugarðshliðið ólæst,
við gengum um garðinn, lásum
á legsteina framliðinna, signdum
og krossuóum sem vera ber.
Kirkjan var hinsvegar læst og
einhver sagði: Það verður að
læsa kirkjum vegna þjófa sem
vaða uppi. Það er ekkert lengur
ffjálst í þessu ffelsarans landi.
Fram var haldið ferðinni og
farið út á Skagann. Sævarlands-
víkin blasti við, heillandi fögur,
og eyjamar úti á firðinum, alveg
dýrleg sjón, og þó hefði mátt
vera ögn bjartara. Það var dálítíll
suðvestan garri, troðinn í lofti,
og kastaði dropum öðm hverju.
Annars var besta veður.
Næst var numið staðar viö
Ketubjörgin, þessi himinháu
þverhníptu björg, hamraveggi.
Farið þið nú gætilega bað sr.
Gunnar, þegar hópurinn þusti
fram á bjargbrúnina. Það var
geigvænlegt að horfa niður í
ffeyóandi brimlöðrió vió strönd-
ina, djúpt undir fótum manna.
Hér leynast hættur í homi og
hægast aö fara gætilega.
Ketubjörgin brött og há,
bjóða hœttu srtáða.
Afremstu brún að tylla tá,
tœpast er til ráða.
Áð við minni Laxárdals, skammt frá bújörð forfeðra minna á Skíðastöðum.