Feykir - 10.01.1996, Qupperneq 8
Oháð fréttablað á Norðurlandi vestra
10. janúar 1996, 1. tölublað 16. árgangur.
Auglýsing í Feyki fer víða!
Að nema...
ber ávöxt
L
N - A' M-A- N
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
Sími 453 5353
Sameining Fiskiðjunnar Skagfirðings og HG:
Velta FISK er áætluð hálfur
fjórði milljarður á árinu
Jón Arnar og Hulda með soninn Krister Blæ.
Jón Arnar útnefndur
íþróttamaður ársins
Jón Arnar Magnússon frjáls-
íþróttamaður úr Tindastóli var
á dögunum útnefndur íþrótta-
maður ársins og er þetta í
fyrsta sinn sem skagfirskur
íþróttamaður hlýtur þennan
mikla heiður, en þetta var í 40.
sinn sem Samtök íþróttafrétta-
manna gangast fyrir kjörinu. í
samtali við blaðamenn eftir út-
nefninguna sagði Jón Arnar að
þetta væri frábær byrjun á
nýju ári og vonandi góð kjöl-
festa fyrir áframhaldið, en mik-
il og stór vcrkefni bíða hans á
árinu. Hæst ber þar þátttaka á
Ólympíuleikunum í Atlanta
þar sem Jón hefur sett markið
á 10. sætið, en hann var cinmitt
í því sæti á lista yfir tugþraut-
armenn þegar síðasta ár var
gert upp af bandaríska frjáls-
íþróttatímaritinu Track and
field.
Jón Amar náði frábærum ár-
angri í tugþrautinni á síðasta ári
og vænst er mikils af honum í
framtiðinni. Hann rauf fyrstur ís-
lendinga 8000 stiga múrinn með
því að bæta árangur sinn verulega
á móti í Götzis í Austurríki í maí
þar sem hann hlaut 8233 stig, sem
er aðeins 166 stigum frá Norður-
landametinu. Hann fór aftur yfir
8000 stigin í Evrópubikarkeppn-
inni, var síðan óheppinn á Heims-
meistaramótinu þegar hann steig
á línu og var dæmdur úr leik, en
náði sér síðan aftur mjög vel á
strik í keppni í Frakklandi seint á
árinu.
Það hefur margt drifið á daga
Jóns Arnars að undanförnu og
hann segist vera í skýjunum eftir
þetta allt saman. Fyrst fæddist
Jóni og Huldu Ingibjörgu Skúla-
dóttur unnustu hans sonur 1. des-
ember, sem hlotió hefur nafnið
Krister Blær. Jón Amar var síóan
valinn íþróttamaður ársins af les-
endum DV og sömu nafnbætur
fylgdu síðan í kjölfarið frá Frjáls-
íþróttasambandinu og Samtökum
íþróttafréttamanna, og er sú síó-
asttalda mesti heiður sem íþrótta-
mönnum hér á landi hlotnasL
Jón Arnar hefur æft stíft að
undanfömu og komiö hafa dagar
þar sem æfingar hafa farið allt
upp í 10 tíma og þá hefur hann
farið þrisvar á æfingar yftr dag-
inn. Æfingar Jóns eru fjölbreyttar
enda tugþrautin samansett úr 10
greinum. Jón hefur sagt að að-
stæður á Sauðárkróki henti sér á
margan hátt vel til æfinga, Borg-
arsandurinn kemur þar t.d. að
góðum notum, en trúlega hefur
ekki verið sérstakt að stunda æf-
ingar í frostakaflanum á dögun-
um. Það er tímamótasamningur
sem gerður var síðasta sumar sem
gerir Jóni Amari kleift að helga
sig íþrótt sinni, en þá tóku hönd-
um saman nokkur fyrirtæki á
Sauðárkróki, ásamt Afreks-
mannasjóði, Olympíunefnd og
Fijálsíþróttasambandinu.
Fiskiðjan Skagfirðingur er
orðinn fjórða stærsta útgerð-
arfyrirtæki landsins eftir að
það sameinaðist llraðfrysti-
húsi Grundarfjarðar á gaml-
ársdag. Velta íyrirtækisins er
áætluð um 3,5 milljarðar á
þessu ári. Undirbúningur
sameiningar hafði staðið í
nokkurn tíma og hún er talin
hafa ákveðna hagræðingu í
för með sér. M.a. er ætlunin
að sérhæfa vinnsluna þannig
að hver fisktegund verði unnin
á hverjum stað, rækju- og
skelvinnslan verði áfram á
Grundarfirði, vinnslan á Hofs-
ósi verði sérhæfð fyrir ufsa,
sein hingað tii hefur verið
unninn á þremur stöðum, og
önnur bolfiskvinnsla verði í
frystihúsinu á Sauðárkróki.
Góð sala
hjá Skag-
firðingi
Skagfirðingur SK-4 gerði
mjög góða sölu í Bremer-
hafen í gær og fyrradag.
Heildarverðmæti 219 tonna
af karfa var 37,4 milljónir
sem er það mesta síðan sama
skip, er hét þá Vigri RE, seldi
í ársbyrjun 1992. Meðalverð
er 170 krónur iyrir hvert kíló
og er ljóst að hásetahlutur er
góður út úr þessum jólatúr
Skagfirðings.
Skafti seldi í síóustu viku
bolfisk í Hull og fékk líka ágæt-
is verð, seldi rúm 170 tonn fyrir
24,2 milljónir sem gerir 141
krónu meöalverð. Framboó var
mikið á markaðnum og salan
hjá Skafta nú því ekkert í lík-
ingu við það sem hún var í fyira,
en þá fékkst einstaklega gott
verð, að sögn Gísla Svans Ein-
arssonar útgerðarstjóra Fiskiöj-
unnar Skagfirðings. Hegranesið
selur síðan í dag og á morgun
130 tonn í Bremerhafen.
Einar Svansson fram-
kvæmdastjóri Fiskiðjunnar
Skagftrðings segir að þorskerð-
ingin síðustu árin hafi gert
mönnum erfióara fyrir með sér-
hæftngu. Frystihúsin hafí þurft
að hverfa til fortíðar með því að
fjölga fisktegundum í vinnslunni
til að halda uppi starfsemi. Með
sérhæftngunni sé fyrirtækið að
vinna á móti kvótaskerðingunni.
Einar segir litlar sem engar
breytingar á yfirmannastöðum í
fyrirtækinu eftir sameininguna.
Eftir sameininguna er Fisk-
iðjan Skagfirðingur með 10 þús-
und þorskígildistonna kvóta,
þann þriója mesta i landinu á eft-
ir Granda og Útgerðarfélagi Ak-
ureyringa. Hvað heildarkvóta
varðar er FISK hinsvegar í
Að morgni gamlársdags
fannst fimm vetra reiðhestur
dauður við girðingu hjá bæn-
um Ási í Hegranesi. Hafði
hesturinn rifið sig iililega á
gaddavírsstreng efst í girðing-
unni og blætt út um nóttina.
Grunur leikur á að hesturinn
hafi fælst af völdum skotelda
kvöldið áður, en veður var
mjög stillt þetta kvöld og
hljóðbært og bæjarbúar á
Sauðárkróki þegar farnir að
fagna áramótum.
Einar Valur Valgarðsson
bóndi í Hegranesi sagði þetta
einu skýringuna sem mönnum
hefði dottið í hug vegna dauða
hestsins, enda hesturinn mjög
stilltur og gæfur og hefði unað
sér vel meó hestunum í hólftnu.
Þaó er alkunna að skepnur
fælist í áramótafagnaðinum en
sjaldgæft að ein skepna taki sig
út úr hópnum með svo afgerandi
fjórða sæti sjávarútvegsfyrir-
tækja, Samherji vermir þriója
sætið. Einar Svansson segir ekki
ólíkiegt aö stjómendur fyrirtæk-
isins fari að dæmi þeirra þriggja
stærstu og kanni möguleika á út-
vegi erlendis, en þess má geta að
Fiskiðjan hefur átt gagnkvæm
viðskipti við aóila í Bremer-
hafen og hafa skipin Bremen og
Evrópa landað fiski á Sauðár-
króki tvö sl. sumur.
FISK keypti sig inn í HG fyr-
ir nákvæmlega þremur árum,
með rúmlega 30% hlut. Síðan
hefur hluturinn vaxið jafnt og
þétt og var kominn í 85% fyrir
sameiningu. Afkoma HG hefur
verið í jámum undanfarin ár, en
hagnaður verið talsverður hjá
Fiskiðjunni Skagfirðingi.
hætti eins og hesturinn í Ási,
sem var í eigu Haraldar Her-
mannssonar á Sauðárkróki.
Þannig fældust hross í Veðra-
móti í Gönguskörðum á
gamlárskvöld og rann stóðið eft-
ir fjallshlíðinni inn á Laxárdals-
heiöi, þar sem náðist til þess á
nýársdagsmorgun. Einar Guð-
mundsson bóndi á Veóramóti
telur af hræðsla hrossanna hafi
stafað að flugeldaskotum frá
Sauðárkróki.
Dauði hests rakinn
til flugeldaskota
Gæðaframköllun
GÆDAFRAMKOL L UN
BKYTOcXARS