Fréttablaðið - 12.05.2016, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 12.05.2016, Blaðsíða 52
Ég vildi að Ég gæti varið meiri tíma á íslandi í að skoða landið en því miður næ Ég því ekki verandi á miðju tón- leikaferðalagi – Ég þarf að koma mÉr á brott og á næsta áfangastað. Hins vegar væri ákaf- lega gaman að koma einHvern tímann aftur og skella sÉr í veiðitúr. Fjársjóðsleitarmaðurinn Nathan Drake er snúinn aftur í síðasta sinn í besta Uncharted-leiknum hingað til. Eftir að hafa sest í helgan stein með Elenu Fisher, eiginkonu sinni úr fyrri leikjum seríunnar, er Drake knúinn til þess að sýna gamla takta eftir að eldri bróðir hans, Sam, snýr aftur frá dauðum. Til að bjarga lífi Sams þurfa þeir Drake að finna sama sjóræningjafjársjóðinn og þeir leituðu að á sínum yngri árum. Uncharted-leikirnir hafa notið gífurlegra vinsælda frá því að sá fyrsti kom út árið 2007. Þá þurfti Drake að finna týndu borgina El Dorado, en síðan þá hefur hann fundið fleiri forna fjársjóði. Sem áður snýst ævintýri Nathans Drake um að elta uppi vísbendingar víða um heiminn og leysa þrautir og gátur og gera það á undan hópi mála- liða sem ætla sér að finna fjársjóðinn á undan Drake. Skotbardagar eru ekki sterkasti hluti leiksins en Uncharted skín þegar spilarar þurfa að leysa gátur leiksins. Þær eru oft og tíðum mjög krefjandi og hönnun borða er einstaklega vel gerð. Mörg borð leiksins eru í raun opin þar sem hægt er að fara margar leiðir til að leysa verkefni sem liggja fyrir. Þar að auki er oft og tíðum hægt að laumast fram hjá óvinum í stað þess að berjast við þá. Svæði leiksins eru mun stærri en þau hafa verið í fyrri leikjum seríunnar. Hvað grafík varðar hafa starfs- menn Naughty Dog svo sannarlega unnið vinnuna sína. Persónur leiks- ins virðast lifandi í atriðum inn á milli borða og umhverfi ATE er mjög flott. Fjölbreytt borð leiksins líta mjög vel út og óhætt er að segja að Uncharted 4 sé einstakur leikur. Lokakafli sögunnar um Nathan Drake er einstaklega flottur og skemmtilegur. Uncharted 4: A Thief’s End sýnir hve góður miðill tölvuleikir eru fyrir frábæra sögusköpun á stór- fenglegan hátt. Samúel Karl Ólason ferðalok nathans drake Fjölbreytt borð Uncharted líta einstaklega vel út. Mynd/naUghty dog Tónlistarmaðurinn goðsagna-kenndi Bryan Ferry spilar á tónleikum í Hörpu 16. maí og er þetta í annað sinn sem söngvarinn kemur til landsins en hann spilaði á tvennum tónleikum í Hörpu árið 2012. Bryan Ferry þarf vart að kynna en hann hefur dáleitt fólk með seiðandi söngrödd sinni síðan á áttunda áratugnum bæði með hljómsveitinni Roxy Music og sem sólótónlistarmaður. Þetta er í annað sinn sem þú kemur til Íslands, muntu spila svip- að sett og þá eða er margt breytt frá því síðast? „Ég myndi segja að settið væri breytt frá því sem var síðast. Ég er kominn með nánast alveg nýtt band og hef því valið lög til að spila sem henta uppstillingunni á þessari nýju hljómsveit. Við erum með tvo gítarleikara, saxófónleikara og fiðlu- leikara þannig að það er óhætt að segja að við verðum með mjög fjöl- breyttan hljóm sem getur náð utan um breitt úrval af efni.“ Munið þið aðallega spila efni af nýjustu plötunni þinni eða verða þetta lög frá Roxy Music tímabilinu og eldra sólóefni þitt? „Ég mun spila eitt eða tvö lög af nýjustu plötu minni, Avonmore, og afgangurinn af tónleikunum mun allur fara í að spila lög af bæði Roxy Music efnisskránni og sólóplöt- unum mínum.“ Þú ert þekktur fyrir að vera ávallt með flottar ljósasýningar, myndbönd, dansara og annað sem hluta af tón- leikaupplifuninni og munt mæta til landsins með stærðarinnar hóp af fólki til að sjá um að gefa áhorfendum bæði sjónræna upplifun sem og hljóð- ræna – getur þú sagt okkur meira um þennan hóp og hvað það er sem við megum búist við hvað sjónrænu hlið- ina varðar? „Það eru tíu einstaklingar í hljóm- sveitinni minni, þannig að það er heilmikið um að vera tónlistarlega séð. Hins vegar er ekki mikið pláss fyrir sjónræna afþreyingu í þetta sinn. Þó má minnast á að við verð- um með ljósasýningu sem virkar afar vel með tónlistinni og hefur fengið glæsilega umfjöllun núna upp á síðkastið.“ Gefst þér tækifæri til að skoða þig um á Íslandi á meðan á heimsókn þinni stendur eða gerðir þú það þegar þú heimsóttir landið síðast? „Ég vildi að ég gæti varið meiri tíma á Íslandi í að skoða landið en því miður næ ég því ekki verandi á miðju tónleikaferðalagi – ég þarf að koma mér á brott og á næsta áfangastað. Hins vegar væri ákaf- lega gaman að koma einhvern tím- vildi geta varið meiri tíma á íslandi Íslandsvinurinn Bryan Ferry er á leið til landsins á ný. Fréttablaðið heyrði í honum og notaði tækifærið til að spyrja hvaða lög hann ætlaði að flytja í Hörpu, bandið sem fylgir honum og upplifun hans af landi og þjóð. Bryan Ferry mun vafalaust heilla fólk upp úr skónum í hörpu með sínum annálaða sjarma. Mynd/getty ÞRÓUÐ Í SAMVINNU VIÐ 590 2045 | BENNI.IS 561 4200 / NESDEKK.IS ann aftur og skella sér í veiðitúr.“ Hefur þú hlustað eitt- hvað á íslenska tónlist eða heyrt eitthvað um íslenska tónlistarmenn? „Ég næ einu kvöldi í fríi í Reykjavík og mun von- andi ná að líta aðeins út á lífið. Hver veit nema ég skelli mér á tónleika hjá íslenskum tón- listarmönnum það kvöldið.“ Eins og áður sagði mun Bryan Ferry spila í Eldborgarsal Hörpunnar þann 16. maí klukkan 20.00. Miðasala er í fullum gangi og verð er á bil- inu 8.990 til 16.990 krónur. stefanthor@frettabladid.is 1 2 . m a í 2 0 1 6 F I m m T U D a G U R40 L í F I ð ∙ F R É T T a B L a ð I ð 1 2 -0 5 -2 0 1 6 0 4 :4 5 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 6 8 -1 A E 8 1 9 6 8 -1 9 A C 1 9 6 8 -1 8 7 0 1 9 6 8 -1 7 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 5 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.